Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 86
Illugi Jökulsson spurninga-
ljón verður í þéttum hópi
16 gáfumenna sem keppa
í Meistaranum sem hefst
fyrir alvöru í kvöld. Meðal
keppenda er Karl Pétur
Jónsson, tengdasonur for-
setans.
„Já, ég lét undan þrotlausum og
gríðarlegum þrýstingi Loga Berg-
manns,“ segir Illugi Jökulsson,
ritstjóri með meiru. Hann mun
taka þátt í Meistaranum en lengi
vel lék vafi á um hvort Illugi
myndi gefa kost á sér að nýju.
Hann var meðal keppenda í fyrstu
þáttaröð spurningaþáttarins
Meistarans sem hefst nú í kvöld.
Ekki er það árennilegur hópur
gáfumenna sem takast á í Meist-
aranum. Í hópnum eru 16 manns.
Áður hefur Fréttablaðið nefnt til
sögunnar Katrínu Jakobsdóttur,
varaformann Vinstri grænna, og
hinn mjög svo fróða Sigurð G.
Tómasson útvarpsmann. Svan-
borg Sigmarsdóttir blaðamaður
verður meðal keppenda sem og
þeir bræður Gísli þýðandi og Páll
Ásgeir Ásgeirsson rithöfundur –
alþekkt spurningaljón. Erlingur
Sigurðsson, fyrrverandi safn-
stjóri, Helgi Árnason skólastjóri
(faðir Jónasar Arnar sigurvegara
frá í fyrra) og Björn Guðbrandur
Jónsson umhverfisfræðingur
eiga það sammerkt með Illuga að
hafa keppt í fyrra. Heiður
almannatengla verja svo þeir Örn
Úlfar Sævarsson og Karl Pétur
Jónsson sem kunnur er fyrir að
vera tengdasonur forseta vors
Ólafs Ragnars Grímssonar. Karl
Pétur mætir Katrínu Jakobsdótt-
ur í 1. umferð. Helgi Árnason
mætir Erni Úlfari í fyrstu viður-
eigninni. Ónefndir eru þá Bryn-
dís Sveinsdóttir blaðamaður,
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
nemi, Jón Pálmi Óskarsson, Bald-
vin Már Baldvinsson leikskóla-
leiðbeinandi og Ólöf Ýrr Atladótt-
ir líffræðingur.
Aðspurður hvort Illugi finni
ekki fyrir pressunni, bæði í ljósi
þess að hann tók þátt í fyrra, er
alþekkt spurningaljón og spurn-
ingahöfundur í Gettu betur, segir
hann svo ekki vera.
„Vegna þess að þetta er spurn-
ing um hugarfar og ég er búinn að
ákveða að taka þessu léttar en í
fyrra. Þannig að ég geri mér
engar grillur og þar sem mér
hefur hrakað stórlega að vits-
munum frá í fyrra reikna ég ekki
með að komast langt. En lét undan
þessum ofboðslega þrýstingi,“
segir Illugi.
„Það kom mér stórkostlega á óvart
hversu margir vildu vera með. Þeir
virðast miklu fleiri trúbadorarnir
sem vilja koma út úr skápnum en við
þorðum að vona,“ segir Friðrik Ind-
riðason, blaðamaður og einn helsti
skipuleggjandi Stóru trúbador-
keppninnar, sem hefst á Sport-
barnum við Hverfisgötu í
kvöld.
Tólf eru skráðir til keppni
en þeir sem ríða á vaðið eru
Kristján Þorvaldsson ritstjóri,
Börkur Karlsson tónlist-
arkennari og Helga
Völundardóttir en
þrjár konur eru
skráðar til leiks.
Hátíðina opnar hins
vegar Tómas Tóm-
asson Stuðmaður
sem verður þá
þar með fyrsti
bassatrúbador sög-
unnar. Hann er jafn-
framt verndari keppninnar.
Þrír keppa hvert kvöld og 24. mars
verður svo úrslitakvöld keppninnar.
Og mun þá troða upp, meðan atkvæði
eru talin, South River Band með þá
bræður Kormák og Óla Þórðar í
broddi fylkingar. Sigurvegarinn
fær 50 þúsund í verðlaun, annað
sætið gefur þrjátíu þúsund en
fjórða og fimmta tíu þúsund.
„Þetta er aðallega til gamans
gert,“ segir Friðrik aðspurður
hvort keppnin muni ekki
setja djúpt spor í menn-
ingarsöguna. „En við
erum nú þegar að und-
irbúa næstu keppni,
Stóru standpínukeppn-
ina, en þar er um að
ræða uppistands-
keppni.“
Kristján Þorvalds og
Tommi ríða á vaðið