Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 96
Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktar- skynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar- listin? Fyrir utan odorama-mynd John Waters, Polyester, man ég ekki eftir neinu. Hvar eru sér- síður í blöðum þar sem hin marg- víslega lykt er krufin til mergjar og henni gefnar stjörnur? getur lyktin verið unaðs- legri en flest önnur list, sérstak- lega þegar ljúfsár lyktarminning sprettur fram í heilanum. Á Hverfisgötunni fann ég á dögun- um ótrúlega góða bakaríslykt. Þessi lykt er oft þarna en ég hef aldrei áttað mig á því hvaðan hún kemur. Lyktin æsti mig svo mikið upp að ég þræddi öll bakarí mið- bæjarins leitandi að sætabrauð- inu sem mér fannst lyktin vera af: gulum hveitiskeljum með hvítu kremi á milli. man vel eftir skítalyktinni sem stundum lagði yfir borgina. Lyktin hvarf alveg fyrir nokkrum árum. Þetta var hin svokallaða peningalykt sem enn má eflaust finna í plássum sem byggja afkomu sína á fiski. Það góða við lyktina var að á tímum hennar skildi maður efnahagslífið. Ah, nú er verið að bræða fisk og búa til peninga, hugsaði fólk, lét sig hafa það og saug ánægt upp í nefið. er auðvitað löngu hætt- ur að skilja efnahagslífið og það hvernig menn fara að því að græða jafn ótrúlega mikið og þeir gera víst. Enda er allt orðið raf- rænt og engin lykt af bankamilli- færslum. Því væri ánægjulegt ef bankarnir og aðrir sem stunda gróðabrall myndu koma sér upp mögnuðum útblástursmaskínum á þökunum sínum. Þegar menn gera góða díla og hagnast um nokkrar skrilljónir, eða þegar afkomutölurnar koma í hús, mætti senda myndarlegt lyktar- fret í gegnum tækin og yfir borg- ina. hefði sína einkennislykt svo fólk vissi hver væri að græða þann daginn. Einn væri með van- illuilm, annar með angan af nýslegnu grasi, og auðvitað eng- inn með gömlu skítafýluna. Ég er viss um að fólk yrði hrifið af þessu. Ekki bara væri þetta snið- ug tilvitnun í fortíðina heldur fengi almenningur það á tilfinn- inguna að hann væri virkur þátt- takandi í stuðinu. Peningalyktin F ít o n / S ÍA - S v e n n i S p e ig h t Til þjónustu reiðubúinn Gríptu augnablikið og lifðu núna Tími þinn er dýrmætur. Markmið Vodafone er að leysa öll vandamál í fyrsta símtali til að þú getir nýtt tímann sem best. Við gefumst ekki upp fyrr en vandamálið hefur verið leyst. 1414 – og vandamálið er úr sögunni LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR - félag laganema við Háskóla Íslands mmtudaga milli 19:30 - 22:00 í síma 551-1012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.