Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 96

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 96
Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktar- skynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar- listin? Fyrir utan odorama-mynd John Waters, Polyester, man ég ekki eftir neinu. Hvar eru sér- síður í blöðum þar sem hin marg- víslega lykt er krufin til mergjar og henni gefnar stjörnur? getur lyktin verið unaðs- legri en flest önnur list, sérstak- lega þegar ljúfsár lyktarminning sprettur fram í heilanum. Á Hverfisgötunni fann ég á dögun- um ótrúlega góða bakaríslykt. Þessi lykt er oft þarna en ég hef aldrei áttað mig á því hvaðan hún kemur. Lyktin æsti mig svo mikið upp að ég þræddi öll bakarí mið- bæjarins leitandi að sætabrauð- inu sem mér fannst lyktin vera af: gulum hveitiskeljum með hvítu kremi á milli. man vel eftir skítalyktinni sem stundum lagði yfir borgina. Lyktin hvarf alveg fyrir nokkrum árum. Þetta var hin svokallaða peningalykt sem enn má eflaust finna í plássum sem byggja afkomu sína á fiski. Það góða við lyktina var að á tímum hennar skildi maður efnahagslífið. Ah, nú er verið að bræða fisk og búa til peninga, hugsaði fólk, lét sig hafa það og saug ánægt upp í nefið. er auðvitað löngu hætt- ur að skilja efnahagslífið og það hvernig menn fara að því að græða jafn ótrúlega mikið og þeir gera víst. Enda er allt orðið raf- rænt og engin lykt af bankamilli- færslum. Því væri ánægjulegt ef bankarnir og aðrir sem stunda gróðabrall myndu koma sér upp mögnuðum útblástursmaskínum á þökunum sínum. Þegar menn gera góða díla og hagnast um nokkrar skrilljónir, eða þegar afkomutölurnar koma í hús, mætti senda myndarlegt lyktar- fret í gegnum tækin og yfir borg- ina. hefði sína einkennislykt svo fólk vissi hver væri að græða þann daginn. Einn væri með van- illuilm, annar með angan af nýslegnu grasi, og auðvitað eng- inn með gömlu skítafýluna. Ég er viss um að fólk yrði hrifið af þessu. Ekki bara væri þetta snið- ug tilvitnun í fortíðina heldur fengi almenningur það á tilfinn- inguna að hann væri virkur þátt- takandi í stuðinu. Peningalyktin F ít o n / S ÍA - S v e n n i S p e ig h t Til þjónustu reiðubúinn Gríptu augnablikið og lifðu núna Tími þinn er dýrmætur. Markmið Vodafone er að leysa öll vandamál í fyrsta símtali til að þú getir nýtt tímann sem best. Við gefumst ekki upp fyrr en vandamálið hefur verið leyst. 1414 – og vandamálið er úr sögunni LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR - félag laganema við Háskóla Íslands mmtudaga milli 19:30 - 22:00 í síma 551-1012

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.