Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 1
Guðmundur Finnbogason hefur verið í skátunum í átján ár. Vífill, skátafélag Garðabæjar, verður fjöru- tíu ára sumardaginn fyrsta, en svo skemmti lega vill til að afmælið bafm li Guðmundur var sjálfur níu ára þegar hann gekk til liðs við skátafélag Selfoss, Fossbúa. „Á þeim tíma var ótrúlega vinsælt á meðal jafnaldra minn ðS lf Skáti í átján ár Leggur lífið á hilluna fyrir sundið ER ARSENAL SPRUNGIÐ? HELGA MARGRÉT VILL MIKLU FREKAR SLÁTUR EN PIZZUR EIÐUR SMÁRI SANNFÆRÐITODD Á EINNIÆFINGU » ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 1.TBL 2007 ÓLÖF MARÍA KASÓLÉTTEN SAMT Á PARI Mikillar spennu gætir meðal listaverkasafnara vegna uppboðs á fágætu verki eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval hjá uppboðs- haldaranum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í dag. Peter Christmas Möller hjá Bruun segir fjölda fyrirspurna hafa borist fyrirtækinu og þó bundinn sé trúnaði segir hann það einkum vera Íslendinga sem spyrjist fyrir um verkið og hvernig megi bjóða í það. Málverkið sem um ræðir er áður óþekkt og heitir Hvítasunnudagur, er olíuverk með gulllit- um á striga og þykir óvenju stórt svo snemma á ferli Kjarvals en talið er að hann hafi málað það á árunum 1917 til 1919. Verkið var í eigu hr. og frú Nienstedt, gjöf frá Kjarval sem bjó þar á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn. Einnig hefur því verið haldið fram að það varpi nýju ljósi á þróun listar Kjarvals í tengslum við kúbisma. Aðalsteinn Ingólfsson segir dæmi um slík tilþrif hjá listamanninum, þótt strangt til tekið sé það ekki hreinn kúbismi, heldur bræðingur. Verkið var í fyrstu metið á um 1,5 milljónir íslenskra króna en Peter Christmas Möller telur sýnt að menn muni gefa fyrir það umtalsvert meira fé. Hvítasunnudagur hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum og voru ummæli Hafþórs Yngvasonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, um að verkið væri merkilegt síst til að minnka áhuga safnara á verkinu. Elskar Vesturport Börnum með önd- unarfærasjúkdóma var haldið inni á leikskólum Reykjavíkurborgar í gær af ótta við slæm áhrif svif- ryksmengunar. Umhverfissvið borgarinnar varaði leikskólastjóra við hættu á að mengunin færi yfir heilsu- verndarmörk. Stillt veður, auðar götur og margir bílar á nagladekkjum eru kjörskilyrði svifryksmengunar. Þannig var ástatt í borginni í gær. Þegar til kom skreið mengunin rétt yfir heilsuverndarmörk; mældist 68,8 míkrógrömm á rúm- metra á mælistöðinni við Grensás- veg. Í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum mældist mengunin undir mörkum. Kristín Einarsdóttir, leikskóla- stjóri á Garðaborg við Bústaðaveg, segir að í fyrsta skipti í gær hafi foreldri barns með öndunarfæra- sjúkdóm lýst áhyggjum vegna svif- ryksmengunar. Tveimur börnum hafi verið haldið inni á Garðaborg í gær. „Við bregðumst við með því að halda þeim inni í skemmtilegum verkefnum á svona dögum. Þó að leikskólinn standi við umferðar- götu erum við svo heppin að vera við Fossvogsdalinn. Svo getum við farið með börn með astma og aðra sjúkdóma á leikskólana í nágrenn- inu. Við finnum lausn á þessu,“ segir hún. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður Leikskólaráðs, segir að verið sé að setja upp kerfi þannig að leikskólarnir fái upplýsingar um svifryksmengun jafnt og þétt en foreldrar geti líka lagt sitt af mörkum með því að hætta að nota nagladekk og aka hægar þannig að rykið þyrlist ekki eins mikið upp. Naglarnir hafi augljóslega áhrif. Tillaga minnihlutans í borgar- stjórn um að fela sérfræðingum á Umhverfissviði að gera tillögur að frekari aðgerðum til að draga úr svifryksmengun var samþykkt á fundi Umhverfisráðs í gær. Tillaga um að kynna skaðsemi svifryks og gera víðtæka úttekt á kostnaði vegna notkunar nagladekkja verð- ur tekin fyrir eftir viku ásamt til- lögum sérfræðinga borgarinnar sem þá eiga að liggja fyrir. Börnum haldið inni Svifryksmengun mældist yfir heilsuverndarmörkum í gær. Leikskólabörnum með öndunarfærasjúkdóma var haldið inni. Útlit er fyrir minni mengun í dag. Varaforseti Íraks, Adel Abdul-Mahdi, slapp með minni- háttar meiðsli í gær þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum. Tíu manns létust og átján manns særðust í tilræðinu þegar sprengja sprakk inni í opinberri byggingu þar sem hann var að halda ræðu. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hné í ómegin á sunnudag og var fluttur til Jórdaníu til læknis- meðferðar. Hann var kominn á fætur í gær að sögn sonar hans, sem sagði þreytu og ofreynslu ástæðu veikindanna. Banatilræði við varaforsetann Íslendingur situr í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven í Þýskalandi eftir að fimm kíló af hassi og 700 grömm af amfetam- íni fundust í fórum hans. Talið er að efnunum hafi átt að smygla til Íslands. Sjónvarpið greindi frá. Maðurinn er 28 ára og starfar sem kokkur í Kaupmannahöfn. Þar hófust hrakfarir hans. Annar Íslendingur afhenti honum eitur- lyf sem hann átti að koma til tengiliðs í Bremerhaven. Maður- inn fann ekki tengiliðinn, fékk sér þá full mikið í glas og glataði peningum sínum. Í bankaútibúi fékk hann þau svör að vegabréf hans væri útrunnið. Taldi hann þá best að lögregla vitnaði um hver hann væri. Það gerði lögregla og handtók hann í framhaldinu þar sem hann var eftirlýstur í Kaupmannahöfn fyrir smygl á fjórtán kílóum af maríjúana. Ósk um aðstoð lögreglu kom honum í koll 68% 40% 37% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Þriðjudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 70 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.