Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 24
2 sport Ég er bara kasólétt hérna í Banda-ríkjunum og tek því frekar rólega,“ segir atvinnukylfingur- inn Ólöf María Jónsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig undirbún- ingur og æfingar gangi fyrir evr- ópsku mótaröðina sem hófst nú í byrjun árs. „Ég hef verið þokkalega dugleg að æfa, hjólað á þrekhjóli hérna heima, æft pútt og vippur og stundað hugar- þjálfun. Ég hafði hins vegar ekki spil- að nokkuð lengi þar til ég dreif mig út á golfvöll fyrir nokkrum dögum. Ég spilaði níu holur og fór þær á pari. Ég var ansi ánægð með það og ekki síður að geta gengið holurnar níu. Það er ekki laust við að það hafi verið horft á mig á golfvellinum með bumbuna út í loftið. Það er farið að sjást ágætlega á mér þótt ég sé nú frekar pen,“ segir Ólöf María hlæjandi. Hún stefnir á að taka þátt í sínu fyrsta móti á evrópsku mótaröðinni þetta árið á Norður-Írlandi í byrjun júní og færa sig síðan yfir til Hollands. Hún hræðist ekkert að taka með nýfætt barn á ferðalag. „Ég er löngu búin að ákveða þetta og hef haft góðan tíma til að undirbúa mig fyrir það. Það eru margar stelpur með börn á mótaröðinni og fyrst það gengur hjá þeim þá getur það geng- ið hjá mér,“ segir Ólöf María sem fær hjálp frá eiginmanni sínum fyrsta mánuðinn í Evrópu en síðan móður sinni. Ólöf María segist lengi hafa verið undir þá sök seld að hugsa um golf 24 tíma á sólar- hring og það er ekki laust við að hún hlakki til að takast á við annað krefjandi verkefni samhliða golfinu. „Ég mun ekki æfa jafn mikið og ég gerði en vonandi verða æfing- arnar markvissari. Síðan mun ég ekki hafa tíma til að velta mér upp úr spilamennsk- unni þegar heim er komið. Það mun örugg- lega hjálpa mér og það er spennandi hjá hvernig mömmunni Ólöfu Maríu gengur á evrópsku mótaröðinni. Hvort hún er betri spilari verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ólöf María. Stefna hennar þetta árið er að halda kort- inu á mótaröðina þannig að hún verði einnig með á næsta ári. „Ég mun keppa á átta til tíu mótum og þarf að vera á meðal 90 efstu á peningalistanum. Það þarf ekki nema eitt gott mót til að það náist.“ Frjálsíþróttaunnendur hljóta að brosa hringinn þessa dagana. Eftir erfið ár þar sem hetjur á borð við Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Magnússon og Magnús Aron Hallgrímsson hafa hætt keppni er að koma upp kynslóð af frjálsíþróttafólki sem hefur alla burði til að verða í hópi fremstu íþróttamanna heims í sinni grein. Hin fimmtán ára gamla Helga Margrét Þorsteins- dóttir er með betri árangur en besta sjöþrautar- kona heims, hin sænska Caroline Kluft, var með á hennar aldri og það er líka mál manna að við eigum ekki færri en þrjá unga herramenn sem hafa allir burði til að komast í fremstu röð í tugþraut. Þessir ungu drengir, Þorsteinn Ingvars- son, Sveinn Elías Elíasson og Einar Daði Lárus- son, þykja afburðaefni og í raun komnir langt fram úr Jóni Arnari Magnússyni þegar hann var á þeirra aldri. Það er vonandi að íþróttahreyfingin og stórfyrirtæki landsins sjái sóma sinn í því að styðja þannig við bakið á þessu efnilega fólki að það geti sinnt íþróttinni og uppfyllt þær vonir og væntingar sem við það er bundið. Eggert Magnússon sannaði sig sem rekstar- maður þegar hann var formaður KSÍ. Á þeim átján árum sem hann stýrði sambandinu jókst veltan gífurlega, hagnaðurinn í takt við það og hann gerði sambandið að stórfyrirtæki með veltu upp á hálfan milljarð á ári. Hann sannaði sig hins vegar ekki sem knattspyrnustjórnandi á þessum átján árum. A-landslið karla náði aldrei neinum sérstökum árangri á meðan Eggert var við stjórnvölinn hjá KSÍ. Það var einungis undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar sem almennilegur árangur náðist en fyrir og eftir hans tíma er ekki hægt að segja að ráðningar Eggerts í stöðu landsliðsþjálfara hafi heppnast vel. Logi Ólafsson, Atli Eðvaldsson, Logi aftur með Ásgeiri Sigur- vinssyni og nú síðast Eyjólfur Sverrisson. Það vita allir að Eggert er mikill áhugamaður um fótbolta en áhuginn er ekki nóg. Þekkingin þarf að fylgja með þegar tekið er við stjórn liðs í ensku úrvals- deildinni. Það er ekki hægt annað en að vorkenna þeim manni sem tekur við af Alfreð Gíslasyni sem lands- liðsþjálfari í handbolta. Því miður virðist ekki vera hægt að fá Alfreð til að halda áfram en eftirmað- ur hans glímir við það verkefni að taka við af einum allra besta handboltaþjálfara heims. Ekki verður efast um það hér að bæði Geir Sveinsson og Dagur Sigurðsson eru afskaplega hæfir menn en þeir eru ekki Alfreð Gíslason. Svo mikið er víst. FRÁ RITSTJÓRA Óskar Hrafn Þorvaldsson FRJÁLSAR KASÓLETT Á PARI Lítið hefur farið fyrir atvinnu- kylfingnum Ólöfu Maríu Jónsdóttur undanfarna mánuði. Ástæðan er einföld. Hún er ólétt og á að eiga eftir tæpan mánuð. Hún stefnir þó á að spila á evrópsku mótaröðinni strax í júní og fer þá með mann sinn og barn á ferðalag. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Það vita allir að Egg- ert er mikill áhuga- maður um fótbolta en áhuginn er ekki nóg. 988 ÞÚSUND Er upphæðin sem Ólöf María Jónsdóttir hefur unnið sér í verðlaunafé á þeim tveimur árum sem hún hefur keppt á evrópsku mótaröðinni. Hún hefur tekið þátt í 20 mótum og besti árangur henn-ar er 35. sæti á Nykredit Masters í Danmörku í september 2005. DRAUMALIÐIÐ » ATLI EÐVALDSSON er einhver farsælasti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann lék 70 landsleiki fyrir Íslands hönd og átti tíu ára atvinnumannaferil í Þýskalandi og Tyrklandi þar sem hann lék með þýsku liðunum Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf og Bayer Uerdingen sem og Genclerbirligi frá Tyrklandi. Atli var til að mynda annar markahæsti leikmaður þýsku 1. deild- arinnar veturinn 1984 til 1985 með 21 mark og fékk skó frá Puma nefnda í höfuð sér, Atli Goal. Við fengum Atla til að stilla upp draumaliði þeirra leikmanna sem hann lék með á löngum og gifturíkum ferli. „Þetta er alveg frábært lið sem mundi án nokkurs vafa ná mjög langt í hvaða deild sem er í Evrópu. Ég sæi okkur nú jafnvel bara taka meistaradeildina í nefið,“ segir Atli og hlær. » GOTT AÐ EIGA GÓÐA AÐ Mikill kostnaður fylgir því að keppa á evrópsku mótaröðinni og því er gott fyrir Ólöfu Maríu að hafa góða styrktar- aðila. „Ég gæti þetta aldrei án hjálpar frá Kaupþing. Goldsmith og Golfklúbbnum Keili,” segir Ólöf María. Auk þess fær hún fatnað frá Sportís, skó frá Ecco og golf- kylfur frá Ping. Allt þetta gerir það að verk- um að Ólöf María getur tekið þátt í keppni þeirra bestu án þess að hafa áhyggjur af því að láta enda ná saman. Eike Immel Borussia Dortmund Wolfgang Funkel Bayer Uerd- ingen Meinolf Koch Borussia Dortmund Rolf Rüssmann Borussia Dort- mund Jóhannes Eðvaldsson Val Rudi Bommer Fort. Düsseldorf Arnór Guðjohnsen, ísl. landsl. Ásgeir Sigurvins- son, ísl. landsl. Mirko Votava Borussia Dortmund Manfred Burgsmüller, Borussia Dortmund Atli Eðvaldsson Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir ætlar að mæta galvösk á evrópsku mótaröðina með barn sitt þrátt fyrir að það verði aðeins tveggja og hálfs mánaða gamalt. SPORTMYND/ÚR EINKASAFNI Forsíðumyndina tók Valgarð Gíslason af sundkonunni Ragn- heiði Ragnarsdóttir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Sjá viðtal á blaðsíðu 10-11. OG FÚL Útgefandi: 365, Ritstjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is sport ER ARSENAL SPRUNGIÐ? HELGA MARGRÉT VILL MIKLU FREKAR SLÁTUR EN PIZZUR EIÐUR SMÁRI SANNFÆRÐI TODD Á EINNI ÆFINGU LÍFIÐ VÍKUR FYRIR LAUGINNI SUNDDROTTNINGIN RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR STEFNIR Á TOPPINN Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í PEKING EFTIR EITT OG HÁLFT ÁR. TIL AÐ NÁ SETTU MARKI ÞARF HÚN AÐ FÓRNA ÖLLU ÞVÍ SEM FLESTIR TELJA SJÁLFSAGÐA HLUTI. » ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 1.TBL 2007 ÓLÖF MARÍA KASÓLÉTT EN SAMT Á PARI Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.