Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 58
 Kamerúninn Samuel Eto’o átti frábæra innkomu í byrj- unarlið Barcelona í 3-0 sigri á Athletic Bilbao í spænsku úrvals- deildinni á sunnudaginn. Umdeild framkoma Eto’o á síðustu vikum, þar sem hann meðal annars neit- aði að fara inn á í leik 11. febrúar síðastliðinn, var löngu gleymd í hálfleik þegar hann hafði skorað eitt mark og lagt upp annað. Eto’o byrjaði í sínum fyrsta leik síðan í september og það er óhætt að segja að leikur liðsins hafi breyst til hins betra. „Það var kominn tími á mig að fá svona leik. Það var kominn tími fyrir mig að fá að njóta mín. Ég er mjög ánægð- ur með að vera kominn aftur í byrjunarliðið og að ég náði að skora mark,“ sagði Eto’o eftir leik- inn en fyrir leikinn hafði Kamer- úninn aðeins spilað í átta mínútur frá því að hann meiddist á hné í haust. „Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd því hann er kominn aftur í gott form. Hann hjálpar okkar liði mikið því með veru sinni á vellinum dregur hann athyglina frá öðrum leikmönnum liðsins og skapar þeim um leið meira pláss og meiri tíma,“ sagði Frank Rijka- ard, þjálfari Barcelona, eftir leik- inn en mikið hefur gengið á milli þeirra á síðustu vikum. Samuel Eto’o hafði góð áhrif á Ronaldinho, sem hristi af sér gagnrýnisraddir um holdafar og spilaði eins og hann gerir best. Hann svaraði líka gagnrýnisrödd- unum eftir leik og sagði umræðu síðustu viku einungis hafa hjálpað honum til þess að koma enn ákveðnari í leikinn á móti Bilbao. Eto’o í guðatölu á ný Jón Arnór Stefánsson var í miklu stuði í fyrsta deildar- leiknum sínum með Lottomatica Roma sem vann Livorno, 110-102, í tvíframlengdum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór skoraði alls 21 stig í leiknum og tryggði sínu liði meðal annars seinni framlenging- una með því að skora þriggja stiga körfu þremur metrum fyrir utan línuna. Jón Arnór, sem missti af fyrsta deildarleiknumn vegna meiðsla, hitti úr 6 af 8 skotum sínum utan af velli og öllum 7 vítunum. Jón Arnór með 21 stig í Róm Þór frá Akureyri er komið upp í úrvalsdeild karla á ný eftir eins árs fjarveru en þetta varð ljóst þegar Breiðablik tapaði fyrir Stjörnunni um helgina. Þórsliðið hefur haft nokkra yfirburði í deildinni í vetur og Akureyringar hafa unnið alla tíu leiki sína. Þór komið upp Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem fer á Algarve Cup 2007 en íslenska landsliðið spilar fjóra leiki á mótinu. Sigurður valdi þrjá nýliða en það eru þær Sif Atladóttir úr Val, Fjóla Dröfn úr KR og Anna Björg Björnsdóttir úr Fylki. Hópinn skipa markverðirnir Þóra B. Helgadóttir, Leuven, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val. Aðrir leikmenn eru síðan: Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárus- dóttir, Ásta Árnadóttir, Guðný Óðinsdóttir, Rakel Logadóttir og Sif úr Val, Edda Garðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir úr KR, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Erna Björk Sigurðardóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki, Anna Björg úr Fylki og svo þær sem spila erlendis; Dóra Stefáns- dóttir hjá Malmö FF, Erla Steina Arnardóttir hjá Jersey Sky Blue og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Charlton. Sigurður valdi þrjá nýliða Ætlar sér að verða betri leikmaður ÍTALSKT PASTA MEÐ PEPPERÓNÍ Njarðvíkingar stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með 83-73 sigri á KR í topp- slag Iceland Express-deildar karla í gær. Það má segja að þetta hafi verið tvöfaldur sigur því Njarðvíkingar þurftu að vinna með sex stigum til að vera með betri innbyrðisstöðu. Það leit þó ekki vel út í byrjun því KR náði mest 11 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum. Njarðvík kom muninum í 3 stig, 33-36, fyrir hálfleik og þriggja stiga sýning þeirra Jeb Ivey og Brenton Birm- ingaham í fjórða leikhlutanum gerði síðan út um leik- inn. „Maður hefði viljað fá meira út úr þessum leik eftir að hafa verið skrefi á undan í 30 mínútur. Þeir skora fjóra þrista í röð og í svona varnarsinnuðum leik, þar sem er skorað lítið, eru þeir stórir. Ég hef verið ósáttari eftir tapleik því mér fannst við gera margt vel. Við vorum að spila við frábært lið og það voru bara tveir frábærir leikmenn sem tóku yfir leikinn,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir leik. „Þetta var frábær sigur og vonandi getum við klárað deildarmeistaratitilinn. Mér leið vel í þessum leik og það duttu nokkur skot hjá mér,“ sagði Njarðvíkingur- inn Jeb Ivey hógvær en hann skoraði 27 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Friðrik Stefánsson (11 stig, 12 fráköst, 5 varin skot) og Igor Beljanski (13 stig, 10 fráköst) voru gríðarsterkir í teignum báðum megin og þá skiluðu Brenton Birming- ham (15 stig) og Jóhann Árni Ólafsson (10 stig) sínu að vanda. Tyson Patterson var í sérflokki hjá KR með 26 stig og 9 stoðsendingar. „Ég leyfði mér að ræða það við mannskapinn í gær að við værum í þeirri skrýtnu stöðu að geta fengið þrjú stig fyrir sigur. Við ræddum það síðan ekki aftur fyrr en það voru ein mínúta og 50 sekúndur eftir því þá sáum við að þetta var möguleiki. Þetta var mjög dýr- mætt og nú erum við með fjögur stig á bæði Skalla- grím og KR, innbyrðisstöðu á bæði lið og þurfum einn sigur til þess að klára þetta,” sagði Einar Árni Jóhanns- son, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik en þetta var tólfti deildarsigur liðsins í röð. Njarðvík vann tíu stiga sigur á KR, 83-73, í uppgjöri toppliða Iceland Express deildar karla í Ljónagryfjunni í gær og færðist nær deildarmeistaratitlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.