Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég hugsa að ég verði að nefna Nings. Ég er oft mikið á hlaup- um starfsins vegna og þar fæ ég bæði hollan og góðan mat á stuttum tíma. Ég borða mjög oft þarna þegar ég kemst ekki heim í mat. Uppáhaldið mitt er steikt hrísgrjón með kjúklingi.“ Vegur leikhópsins Vesturports heldur áfram að aukast og hefur hróður hans borist alla leið til and- fætlinga í Ástralíu. Óskarsverð- launaleikkonan Cate Blanchett var nýverið stödd á kvikmyndahátíð- inni í Berlín þar sem hún afhenti efnilegum leikurum í Evrópu við- urkenningu ásamt lafði Judi Dench og var Gísli Örn Garðarsson meðal þeirra. „Allir sem eru tilnefndir í Shooting Stars-flokknum eru kall- aðir upp á svið og fá styttu til eign- ar,“ segir leikarinn sem var stadd- ur á æfingu á söngleiknum Elliheimilinu, þar sem stórstjörnur á borð við Ómar Ragnarsson eru í aðalhlutverki. „Ég hitti Blanchett í kjölfarið á einkaklúbbi eftir her- legheitin og við tókum tal saman,“ heldur Gísli Örn áfram. Upp úr dúrnum kom að Blanchett er mikill aðdáandi Vesturports, var meðal fjölda leik- húsgesta á uppfærslu hópsins á Woyzeck í London og hafði séð bæði Börn og Fullorðna sem leik- hópurinn gerði ásamt Ragnari Bragasyni og sýndar voru kvik- myndahátíðinni í Berlín. Þá hafa tekist mjög góð kynni með henni og tónlistarmannninum Nick Cave sem hefur unnið náið með Gísla og félögum hans í Vesturporti. „Hún var mjög hrifin af myndunum og gat varla sagt neitt annað fyrst ég var þarna beint fyrir fram- an hana,“ segir Gísli og hlær. Bætir síðan við að Blanchett hafi nefnt það hversu vel Ingvar E. Sigurðsson hafi tekið sig út á nær- brókunum í Woyzeck. „Já, hún mundi alveg sérstaklega eftir því, sagði það hafa verið ógleyman- legt,“ útskýrir Gísli. Blanchett er mikil leikhúsmanneskja sjálf, maðurinn hennar er leikskáld og handritshöfundur og saman reka þau leikhús í Sydney. Cate ræddi einnig við Gísla um dvöl sína hér á landi en leikkonan kom hingað í fyrra ásamt manni sínum og fór meðal annars á Air- waves-hátíðina sællar minningar og keypti stóla á Hótel Búðum. „Hún fékk lánaðan bústaðinn hjá Sigurjóni Sighvatssyni og var mjög hrifin af öllu, vildi gjarnan koma hingað aftur,“ bætir Gísli við. Og Börn og Foreldrar hafa sleg- ið í gegn. Nýlega var samið um dreifingarrétt til Danmerkur og samningaviðræður við dreifingar- aðila í Þýskalandi og Frakklandi eru á lokastigi. Gísli Örn heldur hins vegar til London 18. mars en eins og greint var frá Fréttablað- inu mun hann leika burðarhlut- verkið í uppfærslu breska þjóð- leikhússins á leikritinu Matter of Life and Death. „Sumir halda að þetta sé grín, en það er það ekkert endilega. Þetta er bara ein birtingarmynd feg- urðar,“ sagði Matthildur Helga- dóttir, einn skipuleggjenda ísfirskrar fegurðarsamkeppni sem leggur áherslu á óbeislaða fegurð. Í tilkynningu frá hópnum að baki keppninni segir að það muni teljast keppendum til tekna að lífið sjáist á þeim. „Er þá átt við að aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli, loðið bak, appels- ínuhúð o.þ.h. teljast til kynþokka.“ Keppt verður um titla á borð við Michelin 2007 og Húðslit 2007, í Félagsheimilinu í Hnífsdal 18. apríl næstkomandi. Eftir að Matthildur birti til- kynninguna á bloggsíðu sinni fyrir viku stóð ekki á viðbrögð- um. „Þetta fékk hraðari og meiri athygli en við áttum von á,“ sagði hún. „Við erum búin að fá mikið af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga, en hefur líka áhyggj- ur af því hvernig framkvæmdin verður. Það heldur jafnvel að það eigi að fara að narra það upp á svið til að gera grín að því,“ sagði Matthild- ur, sem kvað slíkt alls ekki vera á dagskrá. „Ætlunin er að halda keppni með mat og kynni og öllusaman. Það er ekki meining- in að fólk komi fáklætt fram,“ sagði hún. „Við viljum opna augu fólks fyrir því að allir eru fallegir á sinn hátt. Auð- vitað er dálítið háð í þessu, enda held ég að það sé alltaf gott að taka sig ekkert of alvarlega. Smá húmor skaðar aldrei,“ sagði Matthildur og hló við. Óbeisluð fegurðarsamkeppni á Ísafirði Lag íslenska tónlistarmannsins Eberg, Inside Your Head, hljómar í nýrri auglýsingu fyrir iPhone sem var frumsýnd á óskarsverðlauna- hátíðinni aðfaranótt mánudags. Um er að ræða frábæra kynn- ingu fyrir Eberg því milljónir fólks úti um allan heim fylgjast með sjónvarpsútsendingum frá hátíðinni á hverju ári. Í auglýs- ingunni eru sýnd myndbrot úr hinum ýmsum kvikmyndum þar sem hver stórstjarnan á fætur annarri svarar í símann. Má þar nefna leikara á borð við Robert De Niro, Cameron Diaz, John Tra- volta og Harrison Ford. Lagið Inside Your Head er að finna á fyrstu plötu Ebergs, Voff voff, sem kom út fyrir síðustu jól við góðar undirtektir. Ekki er langt síðan sama lag hljómaði í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum og því ljóst að vegur Ebergs, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, sé heldur betur að vænkast í kvikmynda- borginni Hollywood. Hægt er að skoða auglýsinguna fyrir iPhone á heimasíðunni www.apple.com. Í auglýsingu fyrir iPhoneMARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.