Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 28
LEIKI spilaði NBA-bakvörð- urinn Dennis Johnson á ferli sínum. Hann varð þrefaldur meistari NBA með félögum sínum í Boston Celtics, árin 1979, 1984 og 1986. Dennis Johnson lést fimmtudaginn síðastliðinn, 21. febrúar, 52 ára að aldri. upplifun á hamingjunni. Ég ætlaði síðan að hlaupa maraþon sumarið 2000 en varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það mótlæti fyllir mann síðar þakklæti fyrir að geta tekið þátt í íþróttum og þannig sett sér ný markmið og verið sáttur við sjálfan sig. Maraþonhlaupið kom síðan 2005 og tvö fylgdu í fyrra. Toppurinn á íþróttaferlinum verður því alltaf að vera í framtíðinni og til þess þarf metnaðurinn að standa. Árangur í fortíðinni er ánægjuleg minning, árangur í framtíðinni hluti af ham- ingjunni yfir að vera til,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, um toppinn á íþróttaferlinum. É g hafði heyrt af honum áður, frá því að hann var hjá PSV sem táningur. Og orðið sem fór af honum þá var á einn veg – þarna væri gríðarlega efnilegur sóknarmaður á ferð sem ætti að geta náð mjög langt,“ segir Todd. Forsöguna ættu flestir að þekkja. Eiður Smári fór 16 ára til PSV þar sem honum var spáð glæstri fram- tíð. 18 ára varð hann fyrir því að fót- brotna illa í unglingalandsleik og á næstu tveimur árum gat Eiður ekki spilað fótbolta að neinu viti. Svo virtist sem ferill hans væri að fjara út. Sumarið 1998 tók hann fram takkaskóna á ný og hóf að spila fyrir KR í efstu deildinni á Íslandi. Og fyrst Eiður gat spilað án þess að kenna sér meins gerði umboðsmað- ur hans á þeim tíma hvað hann gat til að koma sínum manni að hjá erlendu félagi. Á meðal þeirra sem hann hringdi í var knattspyrnustjóri Bolton, áðurnefndur Colin Todd. „Ég man vel eftir þessu símtali. Ég vissi varla hvað ég átti að halda þegar það var skorað á mig að fá hann á æfingu. Ég vissi af meiðsl- unum og hafði því ákveðnar efa- semdir en mig dauðlangaði að sjá hann,“ útskýrir Todd. ALGJÖRIR YFIRBURÐIR Úr varð að Eiður Smári flaug til Dublin í júlí 1998, þar sem Bolton var við æfingar á undirbúnings- tímabilinu. Todd segir að sér hafi brugðið mikið þegar hann leit Eið Smára fyrst augum. „Ég hafði verið varaður við því að hann væri ekki í formi en þetta var engu að 6 sport Todd um Arnar Colin Todd gerði nokkur mjög góð kaup á leikmönn- um frá Norðurlöndunum á tíma sínum hjá Bolton. Eið Smára fékk hann frítt. Af öðrum leikmönnum sem Todd fékk til Englands má nefna Per Frandsen og Claus Jensen frá Danmörku, „En miðað við væntingar og endanlegan ábata held ég að Arnar Gunnlaugsson toppi þá alla,“ segir Todd og hlær. „Arnar kostaði félagið ekki krónu og hann stóð sig hreint frábærlega fyrir félagið. Hann var síðan seldur til Leicester fyrir algjört hámarksverð – tvær milljónir punda. Saga Öskubusku í Bolton er saga Arnars Gunnlaugssonar.“ Todd gekk að stjórnarformanni sínum og bað um að samið yrði við Eið Smára – og það hið snarasta. „Eftir smá reitabolta og spil var ég búinn að gera upp hug minn. Ég vildi fá þennan leikmann.“ Eftir að hafa spilað einn æfingaleik var Eiði Smára boðinn samningur hjá Bolton sem hann þáði með opnum örmum. VELGENGNIN KEMUR EKKI Á ÓVART Eiður Smári fékk lítið sem ekk- ert að spila á sinni fyrstu leiktíð með Bolton – hans tími fór í alls- herjar enduruppbyggingu á líkama og sál. Todd segir að fyrir tvítugan strák hafi slíkt hlutskipti reynst erfitt. Á næstum mánuðum var lík- amlegt ástand Eiðs Smára sveiflu- kennt og leikformið eftir því. „Ég þurfti að sannfæra hann nokkrum sinnum um að glata ekki trúnni á sjálfan sig. Það gera sér ekki margir grein fyrir sjálfsag- anum sem þarf í slíka uppbygg- ingu. Ég var vanur að segja við hann: „Það eru tveir kostir í stöð- unni. Annaðhvort geturðu farið aftur til Íslands og spilað þar sem yfirburðamaður á meðan líkam- inn leyfir, eða þú getur lagt harð- ar að þér hér í Englandi og lagt grunninn að farsælum ferli sem atvinnumaður.“ Svo fór að Eiður Smári valdi síðari kostinn,“ segir Todd. Eftir að Eiður Smári komst inn í myndina hjá aðalliði Bolton segir Todd að ekki hafi verið aftur snúið. „Á undirbúningstímabilinu 1999 náði hann síðan settum markmið- um varðandi þyngd og leikform. Hann fór að spila reglulega, um leið kom sjálfstraustið og hann varð óstöðvandi.“ Bolton féll úr úrvalsdeildinni á fyrsta tímabili Eiðs með liðinu, sem eftir á að hyggja reyndist ekki svo slæmt fyrir hann per- sónulega. Tímabilið 1999-2000 stimplaði Eiður Smári sig inn sem einn allra besti leikmaður 1. deild- arinnar, skoraði samtals 20 mörk í deild og bikar og var á endanum seldur til Chelsea fyrir fjórar milljónir punda. Framhaldið ættu flestir að þekkja og í dag er Eiður Smári leikmaður Barcelona – því sem margir telja vera besta félags- lið heims. „Hann er nú kominn á þann stall sem hann hefði verið fyrir löngu kominn á hefði hann ekki lent í meiðslunum. Hann er sannarlega einn af allra bestu leik- mönnum sem ég hef nokkurn tím- ann þjálfað og samið við. En velgengni hans kemur mér samt ekki á óvart. Innst inni hafði ég alltaf trú á því að hann myndi ná svona langt.“ 1100 HAFÐI ALDREI SÉÐ NEITT ÞESSU LÍKT COLIN TODD, maðurinn sem gaf Eiði Smára Guðjohnsen annað tækifæri sem atvinnumaður í knattspyrnu, hafði alltaf trú á því að hann myndi komast í röð fremstu leikmanna heims. Todd segir að það hafi aðeins tekið Eið Smára eina æfingu að sannfæra hann um að semja við íslenska sóknarmanninn. EFTIR VIGNI GUÐJÓNSSON Colin Todd um EIÐ SMÁRA SEM LEIKMANN „Hans helsti styrkleiki er leikskilning- urinn og hæfileikinn til að mynda spil í kringum sig. Hann getur nán- ast séð fram í tímann og þegar Eiður fær sendingu frá samherja veit hann nær undantekningarlaust hvað er best að gera við boltann í framhald- inu. Ég myndi hins vegar segja að karakterinn væri hans helsti kostur. Hjá PSV var hann sagður vera búinn að vera, á Íslandi var hann sagður búinn að vera og um tíma var hann búinn að vera hjá Chelsea. En alltaf sannar Eiður hið gagnstæða. Þess vegna hef ég litlar áhyggjur af honum hjá Barcelona.“ FRAMTÍÐ EIÐS SMÁRA HJÁ BARCELONA „Hann er í sömu stöðu hjá Barcelona núna og hann var hjá Chelsea síðustu ár. Hann er leikmaður sem er hluti af hópnum og kemur við sögu með reglulegu millibili en spilar samt ekki eins mikið og hann hefði örugglega vilj- að. Ef mið er tekið af sögunni mun hann eflaust spjara sig.“ ÁKVÖRÐUN CHELSEA AÐ SELJA EIÐ SMÁRA „Hann hefði tekið sig betur út en margir aðrir við hliðina á Drogba á þessu tímabili, miðað við leikkerfið sem Chelsea spilar. Ég nefni þó engin nöfn.“ BJARNI ÁRMANNSSON, FORSTJÓRI GLITNIS „Íþróttir voru mér í æsku ekkert mjög hugleiknar og ekki datt mér í hug að ég myndi síðar á ævinni hlaupa 42,2 km í keppni. Árið 1995 hljóp ég í fyrsta skipti í keppni þegar ég hljóp í Jónsmessuhlaupi í Laugardalnum. Sú tilfinning að sigrast á sjálfum sér og sínum markmiðum er stór hluti af TOPPURINN ÁFERLINUM síður talsvert áfall. Ég vissi ekki við hverju átti að búast,“ segir Todd en Eiður Smári hafði þyngst töluvert á þeim tíma sem hann gat ekki æft. „En um leið og hann byrjaði að sparka boltanum á þessari fyrstu æfingu sá ég að þarna var einstakt efni á ferð. Þarna var hann, 15-20 kílóum þyngri en flestir aðrir og í engu formi, en hvað tækni og leik- skilning varðar hafði hann yfir- burði. Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Todd en þess ber að geta að Bolton var á þessum tíma í úrvalsdeildinni og með leik- mannahóp eftir því. „Hann er leikmaður með nátt- úrulega og meðfædda hæfileika og þegar maður hefur tækifæri á að fá slíka leikmenn í sitt lið er ekki hægt að sleppa því. Þannig að ég ákvað að taka sénsinn,“ útskýrir Todd. Á þessum tveimur mynd- um má sjá muninn á formi Eiðs Smára. Á myndinni til vinstri er hann nýstiginn upp úr meiðslum í leik með KR gegn Val sumarið 1998 en til hægri er hann á fullri ferð með Bolton síðla árs 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.