Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS HYUNDAI TUCSON Nýskr. 08.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 18 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.880 .000. - Steingrímur, ætlarðu nokkuð að banna netsokkabuxur? Hlutabréf hækkuðu um 2,13 prósent í Kauphöll Íslands í gær og náði Úrvalsvísitalan nýjum methæðum í 7.605 stigum. Frá áramótum nemur hækkun vísitölunnar rúmum 18,6 prósentum. Er þetta rakið til hækkunar matsfyrirtækisins Moody´s á langtímalánshæfiseinkunnum íslensku viðskiptabankanna í hæsta flokk. Af stóru fjármála- fyrirtækjunum hækkuðu hlutabréf í Glitni mest, um 3,7 prósent, en skammt á eftir komu Landsbankinn (3,4%), Kaupþing (2,8%) og Exista (2,8%). Þetta hafði einnig jákvæð áhrif á skuldatrygg- ingarálag bankanna (CDS), sem lækkaði um tíu til fimmtán punkta og hefur ekki verið lægra síðan í október í fyrra. Í Vegvísi Landsbankans er á það bent að álagið á skuldatryggingar Kaupþings, sem hefur verið hærra en hjá Glitni og Landsbankanum, hafi verið að lækka hraðast af viðskiptabönkunum á síðustu vikum. Jafnframt styrkist gengi krónunnar og hefur gengisvísitalan styrkst um 7,5 prósent frá áramót- um. Í breyttri aðferðafræði Moody´s er það talið bönkunum til tekna að vera í ríki þar sem seðlabanki fer með stjórn peningamála. Frá áramótum hafa sex fjármálafyrirtæki hækkað um fimmtung í verði. Exista, hástökkvari ársins, er eina félagið sem hefur hækkað um meira en þrjátíu prósent. Hlutabréf í nýjum methæðum Bandarísk tollayfir- völd hafa kært tvö íslensk fyrir- tæki og einn einstakling til emb- ættis Ríkislögreglustjóra vegna tollalagabrota við innflutning á 62 bílum frá Bandaríkjunum á árun- um 2005 og 2006. Kæran barst Ríkislögreglustjóra á seinni hluta ársins 2006. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá Ríkis- lögreglustjóra, segir að árið 2005 hafi tollayfirvöld á Íslandi sent yfirvöldum í Bandaríkjunum beiðni um að kanna starfsemi íslensku fyrirtækjanna þriggja í landinu. Á seinni hluta ársins 2006 bárust lög- reglunni gögn frá Bandaríkjunum sem sýndu að fyrirtækin hefðu við tollaafgreiðslu hér á landi gefið upp kaupverð á 62 bílum sem var lægra en kaupverð bílanna í Banda- ríkjunum. „Fyrirtækin sýndu íslenskum tollayfirvöldum tilhæfu- lausa pappíra þegar bílarnir komu hingað til lands,“ segir Helgi. Helgi segir að fyrirtæki sem fremji slík tollalagabrot fái stund- um tvo reikninga frá seljendunum þegar þau kaupi bíla og telji svo aðeins fram annan þeirra þegar bílanir komi til landsins. Hann segir einnig dæmi þess að fyrir- tæki hafi falsað reikningana. Helgi segist ekki vita hvaða aðferð fyrir- tækin beittu í þessu tilfelli. Aðflutningsgjöld og virðisauka- skattur eru stór hluti af verði bíla sem keyptir eru í öðrum löndum og fluttir hingað til lands. Þessi gjöld eru reiknuð sem prósentuhlutfall af kaupverði. Gjöldin lækka því með lægra kaupverði. Helgi segir að um þverskurð sé að ræða af þeim bílategundum sem fluttar eru til Íslands frá Banda- ríkjunum, meðal annars dýra amer- íska bíla. Að sögn Helga kunna brot fyrir- tækjanna að vera umfangsmeiri því yfirvöld í Bandaríkjunum rann- saka nú meint tollalagabrot þeirra við útflutning á um tvöhundruð bílum sem þau hafa flutt frá Banda- ríkjunum til Íslands. Helgi segir algengt að tollalaga- brot við bílainnflutning komi upp hér á landi. Hann segir að flest bendi til að eignarhald fyrirtækjanna tengist en vill ekki gefa nöfn fyrirtækj- anna og einstaklingsins upp að svo stöddu og segir að rannsóknin sé á frumstigi hjá embætti Ríkislög- reglustjóra. Greiddu ekki rétt gjöld af bílunum Þrír aðilar hafa verið kærðir fyrir tollalagabrot vegna innflutnings á 62 bílum frá Bandaríkjunum. Þeir eru uppvísir að því að tilgreina rangt kaupverð við tollafgreiðslu bílanna. Bandarísk yfirvöld telja brotin enn umfangsmeiri. Áfengisgjaldi verður ekki breytt og virðisauka- skattur ekki lækkaður á áfengi á vorþingi, að sögn Böðvars Jónssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra. Breytingar hafa verið lagðar á ís, að minnsta kosti fram á haust, vegna neikvæðrar umræðu og tor- tryggni sem skapaðist. Böðvar segir að hugmyndin hafi upphaflega verið sú að lækka virðisaukaskatt og hækka áfengisgjald á móti þannig að ekki yrði breyting á áfengisverði. Viðtökurnar hafi hins vegar verið neikvæðar, sú umræða hafi farið í gang að ríkið ætlaði að ná inn stórum tölum í gegnum þessar breytingar og því hafi verið ákveðið að draga málið til baka og skoða það betur. „Ég sé ekki fram á að breyt- ingar eigi sér stað á þessu þingi,“ segir Böðvar. Áfengisgjaldið sett í pækil Varðskipið Ægir kom með loðnuskipið Antares VE til hafnar á Akranesi í gær eftir að vélarbil- un varð í skipinu sex sjómílur norður af Óðinsboða á Húnaflóa um helgina. Þegar komið var til hafnar á Akranesi tóku lóðsbátar Faxaflóahafna, Leynir og Magni, við skipinu og komu því að bryggju. Antares var með fullfermi af loðnu, um 1.000 tonn, sem landað verður til vinnslu hjá HB Granda á Akranesi. Áhöfn skipsins fer nú um borð í Suðurey VE, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja eins og Antares, og klárar vertíðina á því skipi. Antares komið til hafnar Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skipar fyrsta sæti framboðs- lista Frjálslynda flokksins í syðra Reykjavíkurkjör- dæmi í kosning- unum í vor. Hann segist þó hafa verið tregur til framboðs vegna mikils afflutnings á skoðunum sínum um innflytjenda- mál. Málflutningi hans hafi verið líkt við rasisma. „Það er bara ekki það sem ég stend fyrir. Ég stend fyrir skynsemishyggju,“ segir Jón. Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður skipar fyrsta sæti listans í Reykjavík í norðri en hann er nú þingmaður Suðurkjördæmis. Jón Magnússon fer í fyrsta sæti Íslenska ungkokkalandsliðið vann í gær gullverðlaun í fyrri umferð matreiðslukeppninnar ScotHot sem nú fer fram í Skotlandi. Keppnin hófst í gær og lýkur með verðlaunaafhendingu annað kvöld. Í fyrri umferðinni átti hvert lið að elda þriggja rétta hádegisverð fyrir 55 manns, og bauð íslenski hópurinn upp á íslenskt lambakjöt og grænmeti í aðalrétt. Forrétturinn var saltfiskur með humri og í eftirrétt var rabarbara-soufflé með skyr-ís. Allt hráefnið var íslenskt. „Þetta sló hreinlega í gegn,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran þjálfari. „Við erum auðvitað gríðarlega ánægð, þetta er fyrsta keppnin sem ungkokkalandsliðið tekur þátt í. Allir eru í sælu- vímu og staðráðnir í að fá líka gull á morgun.“ Seinni hluti keppninnar er sýnikennsla í fjórum hlutum þar sem keppendur úrbeina önd og laga úr henni forrétt, súpu og aðalrétt fyrir tvo. Að þeim hluta loknum verður heildarsigurvegari keppninnar valinn. Fimm kokkar eru í liðinu; Rúnar Þór Larsen, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Ari Freyr Valdimars- son, Vigdís Ylfa Hreinsdóttir og Berglind Loftsdótt- ir. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir hagsmuni fyrirtækisins vegna kaldavatns- sölu til Kópavogs „skipta álíka miklu og hvort það er heitt eða kalt í tvo daga í febrúar. Þetta munar 30 milljónum af 18.000 alls, eða 0,16 prósentum af veltu.“ Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, sagðist á blaðamannafundi í gær ekki vilja fullyrða að Orkuveitan hefði annarlegra hagsmuna að gæta í Heiðmerkurmálinu. Hins vegar útilokaði hann það ekki heldur og sagði „alveg hreinar línur“ að Orkuveitan væri ekki ánægð með að missa svona góðan kúnna. Vatnssalan til Kópavogsbæjar skiptir OR litlu Nýtt íþróttablað fylgir Frétta- blaðinu í dag. Þetta er tuttugu síðna blað sem mun koma út mánaðarlega. Meðal efnis í þessu fyrsta blaði er viðtal við sunddrottning- una Ragnheiði Ragnarsdóttur sem ætlar að fórna öllu til að komast á toppinn. Efnilegasta frjálsíþróttakona landsins, Helga Margrét Þorsteinsdóttir segir frá því að hún vilji frekar svið og slátur en skyndibitamat enda alin upp í Hrútafirðinum. Auk þess lýsir Colin Todd, fyrrverandi knattspyrnustjóri Bolton, því þegar Eiður Smári heillaði hann upp úr skónum. Sport fylgir Fréttablaðinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.