Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 54
Stjörnurnar skinu skært
í Kodak-höllinni á sunnu-
dagskvöldið þegar Óskars-
verðlaunin voru afhent í
79. sinn. Fátt kom á óvart
þegar umslögin voru opnuð.
Ellen DeGeneres uppskar mikil
hlátrasköll þegar hún sagði þetta
vera kvöldið sem öllu máli skipti
fyrir gestina. „Annað hvort sláið
þið í gegn eða verðið að engu,“
sagði DeGeneres. Þessi gamla
stjarna úr Ellen-sjónvarpsþáttun-
um fór á kostum og þótti ná upp
mjög afslöppuðu andrúmslofti í
höllinni. Lítið var um pólítískar
yfirlýsingar á hátíðinni að undan-
skildum Al Gore en myndin
Óþægilegur sannleikur var kjörin
besta heimildarmyndin. Hóf Gore
ræðu sína á orðunum „My Fellow
Americans“ sem jafnan eru upp-
hafsorðin í ávarpi Bandaríkja-
forseta.
Martin Scorsese stóð loksins
uppi sem sigurvegari eftir fimm
tilraunir. Hann var útnefndur
besti leikstjórinn og kvikmynd
hans, The Departed, hlaut Óskar-
inn sem besta kvikmyndin. Scor-
sese var fyrst tilnefndur fyrir
Raging Bull árið 1981 og þeir voru
ófáir sem töldu að þetta yrði árið
hans. „Er hægt að ganga úr
skugga um að þetta sé rétt nafn í
umslaginu?“ spurði Scorsese
þegar hann tók við styttunni góðu.
„Margir, jafnvel ókunnugt fólk,
hafa komið að máli við mig og
sagt að ég ætti að fá þessi verð-
laun,“ bætti hann við. The Depart-
ed hlaut alls fjórar styttur, þar á
meðal fyrir besta handritið byggt
á áður birtu efni.
Alan Arkin skákaði Eddie
Murphy sem besti karlleikari í
stoðhlutverki í Little Miss
Sunshine en flestir höfðu veðjað á
Murphy eftir velgengni hans og
Dreamgirls á Golden Globe. Aðrir
stórir flokkar fóru nokkuð eftir
bókinni, Helen Mirren þótti best
sem Elísabet Englandsdrottning í
The Queen, Forest Whitaker stóð
uppi sem sigurvegari fyrir leik
sinn í The Last King of Scotland
og Jennifer Hudson hlaut styttuna
góðu fyrir túlkun sína á Effie
White í Draumastúlkunum. Reynd-
ar kom þýska myndin Das Leben
der Anderen skemmtilega á óvart
þegar hún var valin besta erlenda
myndin en fram að því hafði El
Laberinto del Fauno eða Pan‘s
Labyrinth sópað til sín verðlaun-
um í fjölda tæknilegra flokka.
Föt frá danska merkinu Munthe
plus Simonsen eru seld um heim
allan. Síðastliðið fimmtudags-
kvöld var opnuð búð þar sem ein-
göngu er seldur klæðnaður frá
þessum verðlaunuðu hönnuðum á
Vatnsstígnum í Reykjavík. Að
sögn Dagmarar Unu Ólafsdóttur,
sem rekur verslunina, höfða flík-
urnar til flottra kvenna á öllum
aldri. Í opnunarpartíinu á fimmtu-
daginn voru slíkar konur á hverju
strái, og ekki annað að sjá en að
þeim hafi litist vel á varninginn.
Munthe plus Simonsen á Íslandi
Hjartaknúsarinn Jude Law er ekki
allur þar sem hann er séður. Eins
og kom fram í Fréttablaðinu og
síðar The Sun var Law sagður heill-
aður af íslensku þjóðinni og þá ekki
síst X-Factor kynninum Höllu Vil-
hjálmsdóttur. Law er staddur í Los
Angeles um þessar mundir og virð-
ist síður en svo við eina fjölina
felldur ef marka má fréttir helgar-
innar. Á sunnudaginn greindi
breska sunnudagsblaðið News of
the World nefnilega frá því að leik-
arinn væri kominn með nýja upp á
arminn.
Sú ku heita Kim Hersov og er að
mati viðmælanda News of the
World skuggalega lík fyrrum unn-
ustu Law, ensku leikkonunni Siennu
Miller. Hersov þessi var fyrirsæta
en gegnir nú ritstjórastöðu hjá
glanstímaritinu Harpers & Queen.
News of the World hefur eftir
vini Law að Hersov hafi tekist að
sameina félagslífið og móðurhlut-
verkið en fyrirsætan fyrrverandi
er einstæð tveggja barna móðir.
„Og Law kann mjög vel að meta
það. Ekki skemmir fyrir að hún
lítur ekki út fyrir að vera að nálg-
ast fertugt,“ bætir vinurinn við.
Hersov er góðvinkona fyrirsæt-
anna Elle Macpherson og Kate
Moss, en svo skemmtilega vill til
að Sienna Miller sást einmitt í
ástaratlotum við fyrrverandi kær-
asta Moss, Jamie Burke, á sólar-
strönd í Mexíkó.
Með konu í
hverri höfn