Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 10
 Alltaf stóð til að Fjár- festingafélagið Gaumur eignaðist hlut í bátnum Thee Viking og öðrum bátum sem skráðir voru á Jón Gerald Sullenberger í Flórída. Þetta kom fram í máli Jóhann- esar Jónssonar, kaupmanns í Bónus og stjórnarmanns í Baugi Group, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar aðalmeðferð í Baugs- málinu var fram haldið. Jóhannes gat ekki skýrt hvers vegna greiðslur frá Gaumi, sem er í eigu hans og fjölskyldu hans, til Jóns Geralds vegna bátakaupa á Flórída, féllu niður skömmu áður en reglulegar greiðslur fóru að berast frá Baugi til Nordica, félags Jóns Geralds. Jóhannes gaf sömu skýringu og tveir ákærðu – þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson – á greiðslunum úr Baugi. Hann sagði þær hafa verið hugsaðar til að styrkja Nordica vegna starfa félagsins fyrir Baug. Jón Gerald, sem ákærður er í öðrum hluta málsins, hefur hins vegar borið að greiðslurnar hafi átt að fjármagna eignarhlut Gaums í bátunum. Jóhannes sagði Gaum hafa alls greitt um 40 milljónir til Nordica vegna þriggja skemmtibáta, og alltaf hefði staðið til að Gaumur fengi eignarhlut í bátunum í sam- ræmi við það fé sem lagt hefði verið í þá. Þetta er heldur sterkara orðalag en fram kom þegar Jón Ásgeir gaf skýrslu fyrir dómi, en hann sagði að það hefði komið til tals að Gaumur fengi hlut í bátun- um. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs Group, bar einnig vitni fyrir dómi í gær. Hann sagði að engar hótanir hefðu falist í orðum Davíðs Oddssonar, þáver- andi forsætisráðherra, um að rann- sókn skattayfirvalda, samkeppnis- yfirvalda eða lögreglu á Baugi væri yfirvofandi á fundi með sér í London 26. janúar 2002. Framburður Hreins í gær var mun hófstilltari en framburður Jóns Ásgeirs fyrir dómi, en hann hélt því fram síðastliðinn fimmtudag að Davíð hefði á fundinum hótað Hreini því að Baugur yrði fyrir barðinu á lögreglu, samkeppnis- málum og skattayfirvöldum. Hreinn sagði fyrir dómi í gær að Davíð hefði á fundinum sagst vera afar andsnúinn því að íslensk- ir bankar styrktu Baug í áhættu- fjárfestingum erlendis, og honum hefði verið ljóst að ekki væri að draga úr opinberri umræðu sem verið hafði um Baug í aðdraganda fundarins. Í kjölfarið sagðist Hreinn svo hafa gripið til aðgerða til þess að tryggja að allt innan Baugs væri „110 prósent“ tilbúið, kæmi til einhvers konar opinberr- ar rannsóknar. Gaumur átti að fá hlut í báti Jóhannes í Bónus sagði Gaum hafa átt að fá hlut í bátum á Flórída. Stjórnarformaður Baugs sagði engar hótanir hafa falist í orðum Davíðs Oddssonar. BAUGS M Á L I Ð Hvar í heiminum er verið að koma upp dómsdagsgeymslu sem mun geyma allar þekktar frætegundir heimsins? Hvaða leikara hitti krafta- karlinn Magnús Ver nýlega eftir að hafa verið við tökur á bjór- auglýsingu í Bandaríkjunum? Hvaða knattspyrnulið varð enskur deildarbikarmeistari í fjórða sinn um helgina? Fimmtudaginn 1. mars verður haldið fjármálakvöld í Holtagarðaútibúi. Dagskráin hefst kl. 20. Skattamál Sérfræðingar Landsbankans í skattamálum fara yfir skattaumhverfið á Íslandi, ýmis álitaefni varðandi skattlagningu fjármagnstekna og hagnýt atriði við framtalsgerð. Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Allir velkomnir ÍS LE N SK A SI A .IS / LB I 36 45 5 02 /0 7 FIMMTUDAGSKVÖLD ERU FJÁRMÁLAKVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.