Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is
Bændasamtökin á Íslandi eru öflug. Þau hafa með dyggum
stuðningi Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins séð til
þess að við búum við arfavit-
laust og rándýrt landbúnaðar-
kerfi sem meðal annars leiðir til
þess að matarverð hér á landi er
miklu hærra en í nánast öllum
Evrópulöndum. Nú hafa bænda-
samtökin tekið að sér siðferðis-
vörslu og útlendingaeftirlit fyrir
þjóðina.
Söguþráðurinn í síðustu viku
er nánast óskiljanlegur og að
mínu mati mjög umhugsunar-
verður. Það er jafnvel spurning
hvort kona eigi ekki að verða
óttaslegin þegar hlutirnir ganga
svona fyrir sig. Málefnið, hversu
gott eða göfugt það er, má
nefnilega ekki kippa úr sam-
bandi þeim umgengnisvenjum,
lögum og rétti sem hér gilda.
Fyrir nokkrum árum síðan
vildu stjórnvöld banna hópi
manna að koma hingað vegna
þess að vera fólksins í landinu
mundi móðga gesti ríkisstjórnar-
innar. Þeir sem var meinað að
koma til landsins voru meðlimir
í Falun Gong félagsskapnum
sem hefur mótmælt mannrétt-
indabrotum kínversku ríkis-
stjórnarinnar. Forseti Kína var í
heimsókn og ráðamennirnir í
stjórnarráðinu töldu að það
mundi særa blessaðan gestinn að
berja þetta fólk augum án þess
að geta látið handtaka það.
Hópurinn sem bændasamtök-
in héldu frá landinu var af allt
öðrum toga og viðfangsefni
þeirra sem í honum eru hreint
ekki göfug. Hin frábæru samtök
Stígamót höfðu vakið athygli á
því að hér ætlaði að hittast
hópur fólks sem vinnur í klám-
iðnaði. Stígamót, sem þekkja
best hinar hörmulegu afleiðing-
ar kynferðilegs ofbeldis, lýstu
vanþóknun sinni á að þessi hópur
ætlaði að hittast hér. Lögreglan
kannaði málið og komst að þeirri
niðurstöðu að gestirnir, ógeð-
felld sem okkur finnst iðja
þeirra, hygðu ekki á ólöglegar
athafnir hér á landi og því væru
ekki forsendur til að hefta för
fólksins.
Næst stóð upp sómakært fólk,
aðallega karlar, og lýstu því yfir
hversu mikla óbeit þeir hefðu á
klámi – so what else is new? Og
allir þingflokkar lýstu því yfir
að þeim þætti þetta fólk ógeð-
fellt og vildu þeir nú óska þess
að það ætlaði ekki að hittast hér
í okkar ósiðspillta landi. Bænda-
samtökin sáu að við svo búið
mætti ekki standa og rufu samn-
inga sem óþjóðalýðurinn hafði
gert við fyrirtæki sem leigir hjá
bændunum.
Þetta er allt svo mikill
tvískinnungur að konu er nóg
boðið. Þrjár eða fjórar búðir sem
ég kalla klámbúðir eru í innan
við fimm mínútna göngufæri frá
heimili mínu hér í 101 Reykjavík.
Svokallaðir súlustaðir eru að því
sagt er arðvænlegur atvinnuveg-
ur hér á landi. Þeir sem ráða
gera ekkert til að stöðva það.
Þingflokkarnir áttu ekki von á
röggsemi bændasamtakanna og
héldu að þeir gætu mómælt
ráðstefnuhaldinu án þess að
þurfa að láta athafnir fylgja
orðum.
Á Alþingi hafa verið fluttar
tillögur um að gera kaup á vændi
ólögleg en nú er einungis bannað
að selja blíðu sína eins og kallað
er en það er ekki bannað að kaupa
blíðu fólks. Þetta er auðvitað
algjör viðsnúningur vegna þess
að þau sem þurfa að stunda
vændi eru fórnarlömb en ekki
öfugt. Þess vegna ætti að vernda
það fólk með lögum en ekki þau
grey eða þá dóna sem kaupa sér
slíka þjónustu.
Þessar tillögur hafa ekki verið
samþykktar á hinu háa Alþingi.
Það hefur vakið athygli mína að
konur sem sitja á Alþingi fyrir
Sjalfstæðisflokkinn hafa ekki
fengist til að flytja slíkar tillögur,
hvað þá að nokkur sjálfstæðis-
karl, sem nú lýsa allir yfir óbeit
sinni á klámi, hafi stutt slíka
tillögugerð. – Þetta hlýtur þó að
breytast núna eftir að allir eru
komnir út úr skápnum að þessu
leyti. Klámbúðunum í nágrenni
við mig hlýtur að verða lokað og
lög sem banna kaup á vændi
hljóta að verða samþykkt, annars
eru allar yfirlýsingar landsfeðr-
anna frá því í síðustu viku ein-
faldlega svindl.
Kona er sjálf svo uppnæm
fyrir klámi að hún umber illa
hárfínustu bláa brandara. Hún
hefði verið til í að standa með
mótmælaspjald við bændahöllina
og segja fólkinu sem þar ætlaði
að búa að henni fyndist atvinna
þess ógeðfelld. Hún getur hins
vegar ekki sætt sig við að bænda-
samtökin taki ferða- og funda-
frelsi af fólki sem ekki ætlar að
fremja hér lögbrot. Hvað ef
bændum yrði í nöp við rauð-
hærða – eiga þeir þá ekki að fá
inni á hótelinu þeirra? Spyr sú
sem ekki veit.
Auk þess legg ég til að
eftirlaunaósóminn verði afnum-
inn með lögum.
Tvískinningur ráðamanna
Málefnið, hversu gott eða
göfugt það er, má nefnilega
ekki kippa úr sambandi þeim
umgengnisvenjum, lögum og
rétti sem hér gilda.
Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur sagt í viðtali að það sé líklegt að Reykjavík-
urborg sé að koma í veg fyrir framkvæmd-
ir við vatnsveitu Kópavogs svo Orkuveitan
geti haldið áfram að selja Kópavogi vatn,
„á okurverði“. Þessar ásakanir bæjarstjór-
ans eru alvarlegar í garð borgarstjórnar
Reykjavíkur og miðað við þau orð sem full-
trúar Reykjavíkurborgar hafa látið falla síðustu
daga er ekki að heyra að neinir kærleikar séu milli
flokksfélaganna beggja vegna lækjar.
En Gunnar gleymdi að nefna að árið 1995 hækk-
aði Orkuveitan gjaldskrána til þeirra sveitarfélaga
sem kaupa vatn af Orkuveitunni. Kópavogsbær,
einn sveitarfélaga ákvað að una ekki þeirri ákvörð-
un og krafðist mats hjá dómkvöddum matsmönnum
sem endaði með því að Kópavogi var gert að greiða
40% meira fyrir vatnið en skv. kröfu Orkuveitunn-
ar. Því hljómar það furðulega að Gunnar Birgisson
skuli ítrekað væna Reykjavíkurborg og Orkuveit-
una um okur. Þessi undarlega samningatækni bæjar-
stjórans hefur kostað Kópavogsbúa tugi milljóna.
Frá árinu 1996 hafa forystumenn bæjarins aldrei
óskað eftir formlegum viðræðum við Orku-
veitu Reykjavíkur um vatnsverð né heldur
gert tilraun til að ná við þá betri samningum
og er því ljóst að stórlyndi bæjarstjórans er
ástæða þess að Kópavogur greiddi meira
fyrir vatnið en þar til í fyrra þegar Orku-
veitan ákvað einhliða að lækka vatnsgjaldið
til Kópavogs.
Ástæða þess að bæjarstjóranum liggur
svo á að koma Vatnsveitu Kópavogs í gagn-
ið, verkið hafið án þess að tilskilin leyfi liggi
fyrir og hugsanlega með ólögmætum hætti,
er raunverulega sú að um mitt þetta ár hefur meiri-
hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs skuldbundið Kópa-
vogsbæ til að selja Garðbæingum vatn á undirverði.
Verði vatnsveita Kópavogs ekki komin í gagnið á
þeim tíma munu Kópavogsbúar væntanlega þurfa
að kaupa vatn af Orkuveitu Reykjavíkur og niður-
greiða til Garðbæinga en þeir fórnuðu vatnsbólum
sínum svo ný hesthúsabyggð megi rísa á Kjóavöll-
um. Allt hófst þetta þegar hlaupið var undir bagga
með fjárvana fjárfestum í Glaðheimum. - Hversu
lengi munum við sjá áhrif þess á bæjarsjóð Kópa-
vogs?
Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í bæjar-
stjórn Kópavogs.
Óðagot bæjarstjórans í Kópavogi
E
kki þarf að koma á óvart að traustur meirihluti þjóðar-
innar álíti að stjórnendur Hótels Sögu hafi gert rangt
með því að neita gestum klámráðstefnu um gistingu, eins
og skoðanakönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós. Íslending-
ar eru blessunarlega upp til hópa fremur frjálslyndir og
umburðarlyndir í viðhorfum til gjörða náunga síns, að minnsta
kosti svo lengi sem engin lög eru brotin og viðkomandi athafnir
káfa ekki upp á aðra en iðkendurna sjálfa.
Hitt kom aftur á móti nokkuð á óvart hversu atvinnustjórn-
málamenn landsins voru illa úr takt við þjóð sína í þessu máli.
Við Austurvöll og Tjörnina brast á með þverpólitískri samstöðu
um að fordæma bæri fyrirhugaða heimsókn framleiðenda full-
orðinsefnisins og helst koma í veg fyrir hana með öllum ráðum.
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvað
hann ætlaði að gera í málinu og borgarstjóri ræddi um lögreglu-
rannsókn eins og það væri hlutverk lögreglunnar að gefa út sið-
ferðisvottorð fyrir erlenda ferðamenn.
Á meðan móralski minnihlutinn hamaðist sat þögli meirihlut-
inn hjá og furðaði sig á ofstopanum.
Burtséð frá því hvort fólk hafi gaman af því að sjá annað fólk
allsbert á skjá og álíti það dónalegt eða bara skemmtilegt, þá er
ekki hjá því komist að framleiðsla slíks myndefnis er umfangs-
mikill og fyllilega löglegur iðnaður úti í hinum stóra heimi.
Frá Bretlandi bárust til dæmis þær fréttir í síðustu viku að
einn umsvifsmesti blaðaútgefandi landsins, Richard Desmond,
væri að íhuga að skrá sjónvarpsfyrirtæki sitt, PortlandTV, í
kauphöllina þar í landi. Fyrirtækið rekur 25 rásir með fullorðins-
efni og er metið á um 26 milljarða króna. Leiða breskir fjölmiðlar
getum að því að Sir Angus Grossart verði stjórnarformaður Port-
landTV eftir skráningu, en hann er fyrrverandi varaformaður
Bank of Scotland og stjórnarformaður ríkislistasafna Skotlands.
Þetta eru sem sagt engir minnipoka- eða utangarðsmenn held-
ur áhrifamiklir viðskiptajöfrar. Og þeir líta ekki á sig sem neina
klámkarla, eða svo vitnað sé í Richard Desmond: „Ég veit ekki
betur en að klám sé ólöglegt, og ég fæst ekki við neitt ólöglegt
... að kalla mig klámframleiðanda er álíka og að kalla stjórnanda
Glaxo eiturlyfjasala.“ Fyrir þá sem ekki vita er rétt að geta þess
að Glaxo er einn stærsti lyfjaframleiðandi heims.
Auðvitað er Desmond hins vegar argasti klámhundur í augum
fjölda fólks, sama hvað hann sjálfur segir. Í því liggur einmitt
vandinn að aðkomu stjórnvalda að kynlífsiðnaðinum. Það sem er
klám í augum eins getur verið fantasía í augum annars og hver
treystir sér til að draga mörkin?
Ýmsir virðast þó treysta sér til þess, eins og hefur komið í ljós
á undanförnum vikum. Þar á meðal þingmennirnir og borgarfull-
trúar okkar.
Samstaðan í þessum hópi er reyndar frekar ótrúverðug. Ekki
er ólíklegt að sú skoðun hafi verið útbreidd að það væri ekki
hægt að tapa á því að vera á móti heimsókn útlendu gestanna. Er
óskandi að slíkur popúlismi sé hin raunverulega skýring í sem
flestum tilfellum. Það er að minnsta kosti mun bærilegri tilhugs-
un en að móralismi stjórnmálamannanna hafi ráðið ferðinni yfir
línuna.
Móralski
minnihlutinn