Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 56
Idi Amin stjórnaði Úganda með harðri hendi á árunum 1971-1979 og þegar hann hrökklaðist loksins frá völdum lágu um 300 þúsund þegna hans í valnum. Amin er hins vegar í flokki einvalda á borð við Kastró og Túrkmenabashi sem er ekki endilega minnst fyrir harð- ræði í garð þegna sinna, heldur fyrst og fremst vegna þess að þeir þóttu og þykja litríkir karakterar. The Last King of Scotland bygg- ir á samnefndri bók þar sem dreg- in er upp nærmynd af Amin með því að skeyta saman skáldskap og raunverulegum atburðum. Höf- undinum þykir litríkur persónu- leiki ekki nógu burðugur grunnur til að vekja áhuga hvítra Evrópu- búa á Amin og diktar því upp ungan Skota, Nicholas Garrigan, sem heldur til Úganda á vit ævintýr- anna og gerist læknir og helsti ráð- gjafi Amins. Lífið leikur við hann í fyrstu; læknirinn nýtur valdanna sem hann hefur, sem og meðfylgj- andi athygli og gjálífsins. Brátt syrtir þó í álinn; vænisýki og duttl- ungar forsetans setja æ meira mark á stjórnarhættina. Garrigan fer ekki varhluta af því og það rennur upp fyrir honum að hann er gísl Amins, upp á þverrandi náð hans og miskunn kominn, og getur ekki gengið að lífi sínu sem vísu. Það verður ekki af myndinni tekið að hún er fantavel leikin. For- est Whitaker er hreint út sagt magnaður í hlutverki harðstjórans og sýnir svo að ekki verður um villst að hér fer einn fremsti leik- ari samtímans. Persóna Amins sveiflast listilega milli þess að vera barnslega heillandi yfir í skelfing- una uppmálaða. James McAvoy er prýðilegur í hlutverki læknisins, sem er aftur á móti dragbítur á myndina. Garrigan, sem er laus- lega byggður á raunverulegri fyrirmynd, er fjandanum bláeygð- ari svo að erfitt er að trúa; granda- leysið er ódýr leið til að firra lækn- inn ábyrgð. Sjónarhorn myndarinnar er heldur þröngt þar sem einblínt er á forsetann og dynti hans, á kostnað stærra samhengisins sem rennir stoðum undir þann grun að það sé fyrst og fremst geggjun Amins sem vekur áhuga, en ekki örlög þeirra sem bjuggu undir hans stjórn. Sælir eru einfaldir Judi Dench leikur óvanalegan ill- virkja í sálfræðispennumyndinni Notes on a Scandal. Kaldhæðinn og bitur sögukennari, Barbara Covett (Dench), kynnist ungri og alúðlegri konu, Shebu Hart (Blanchett), sem tekur að sér myndlistarkennslu í þriðja flokks grunnskóla á Eng- landi. Unga konan er rótlaus og leitandi í að því er virðist ástríku hjónabandi með eldri manni (Bill Nighy) en leitar samt í gelgjulegt fangið á einum nemanda sinna (Simpson) með hrikalegum afleið- ingum. Úr verður óvenjuleg valda- togstreita þar sem sögukennar- inn, sem þráir ýmislegt heitar en hugguleg teboð með þeirri yngri, flettir ofan af öllu saman og afhjúpar sjálfa sig í leiðinni. Bæld átökin milli kvennanna og mann- anna í lífi Shebu eru aðalviðfangs- efni myndarinnar en þau tengjast aldursmuni þeirra, ólíkum stéttum og niðurrífandi einmana- leika þeirra og almennum leiða. Notes on a Scandal er afar vel leikin mynd, samleikur kvennanna tveggja er frábær en báðar eru þær óvæntur kostur í þessi hlut- verk. Dench leikur tveimur skjöld- um sem aumkunarverða pipar- júnkan aðra stundina en hina birtist hún sem grimmúðlegt kvendi og kynvera ofan á allt saman. Blanchett á sömuleiðis samúð út á sakleysi sitt og manngæsku en umturnar öllum þeim tilfinningum þegar hún byrjar að bylta sér með unglingnum. Vert er einnig að minnast á frammistöðu Nighy sem á afbragðsgóðan leik í sinni litlu rullu og hinn ungi Simpson lætur ekki stórskotaliðið skyggja á sig. Handrit myndarinnar er nokk- uð leikhúslegt en það vinnur leik- skáldið Patric Marber upp úr met- sölubók Zoe Heller. Það hentar honum ágætlega að vinna með þrá- hyggjufullar og lostahrjáðar per- sónur sem berlega sást á leikriti hans Komdu nær, sem hann skrif- aði síðan fyrir hvíta tjaldið líka. Tónlist Philips Glass er flott en dálítið yfirkeyrð á köflum. Á heildina litið er Notes on a Scandal forvitnileg og vel leikin mynd með óvenjulegan söguþráð og verulega eftirminnileg sem slík. Köld eru kvennaráð Vinningar verÐa afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. MeÐ því aÐ taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytiÐ. * AÐalvinningur er dregin úr öllum innsendum SMS skeytum. 12. HVER VINNUR! FULLT AF AUKAVINNINGUM: PSP TÖLVUR · SONY ERICSSON FARSÍMAR · PS2 TÖLVUR · TÖLVULEIKIR BÍÓMIÐAR Á TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES · DVD MYNDIR · FULLT FULLT AF PEPSI OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS BTC PS3 Á NÚMERIÐ 1900 SVARAÐU EINNI SPURNINGU UM PLAYSTATION OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGURINN PS3 + 23”SONY LCD + LEIKIR FYRIR PS3 SPILAÐU Í BESTU GÆÐUM! Hreinar hendur örugg samskipti R V 62 24 A Á tilboði ífebrúar 2007 DAX Handspritt, krem, sápur ofl. Rekstrarvörur 1982–200725ára Jóhanna Runólfsdóttir sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV DAX Handáburður 250 ml 2 6 8 k r . !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á “FORREST WHITAKER ER HREINT ÚT SAGT MAGNAÐUR Í HLUTVERKI HARÐSTJÓRANS OG SÝNIR SVO AÐ EKKI VERÐUR UM VILLST AÐ HÉR FER EINN FREMSTI LEIKARI SAMTÍMANS. B.S. - FRÉTTABLAÐIÐ HEIMSFRUMSÝNING MYND EFTIR JOEL SCHUMACHER THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 5.30, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA NOTES ON A SCANDAL kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA PAN´S LABYRINTH kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA LITTLE MISS SUNSHINE kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA KÖLD SLÓÐ/COLD TRAIL kl. 5.45 ENGLISH SUBTITLES B.I. 12 THE NUMBER 23 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 5.20, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA THE LAST KING SÝND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 8 og 10.30 ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 3.40 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 THE NUMBER 23 kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA GHOST RIDER kl. 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA NOTES ON A SCANDAL kl. 6 B.I. 12 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.