Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 13
Aserbaídsjanar um heim allan minntust þess á sunnu- dag að fimmtán ár voru liðin frá fjöldamorðum sem framin voru í bænum Khojaly í héraðinu Nagorno-Karabakh árið 1992. Á þessum tíma geisaði stríð í Nagorno-Karabakh, sem er hérað í miðju Aserbaídsjan. Í þessu hér- aði voru Armenar í miklum meiri- hluta og hafa þeir í raun stjórnað héraðinu sjálfir frá því stríðinu lauk árið 1994. „Þeir hafa hrakið alla Aser- baídsjana burt. Þarna búa núna aðeins Armenar,“ segir Zakir Jón Gasanov, formaður Azeri, sem er vináttufélag Íslands og Aserbaíd- sjan. „En það hefur aldrei verið samþykkt. Ekkert ríki hefur sam- þykkt þetta, þótt það sé alltaf verið að halda fundi.“ Armenski herinn réðst inn í Khojaly hinn 26. febrúar árið 1992 og náði borginni fljótt á sitt vald, en þar var eini flugvöllurinn í hér- aðinu og borgin gegndi því lykil- hlutverki í samgöngum milli Armeníu og Nagorno-Karabakh. Bandarísk og rússnesk mann- réttindasamtök segja að hundruð óbreyttra borgara hafi þar verið myrt þennan dag, flestir á flótta undan hermönnum, og til eru bæði ljósmyndir og myndbönd af líkum, sem mörg hver eru ansi illa farin. „Við viljum ekki að þessir atburðir gleymist,“ segir Zakir Jón. Hann segir aðfarir Armena hafa verið skelfilegar: „Þeir komu og drápu alla, bæði karla, konur og börn. Meira að segja óléttar konur.“ Þrátt fyrir að eiginlegu stríði hafi lokið fyrir meira en áratug ríkir enn mikil spenna milli Armena og Aserbaídsjana. „Það er ennþá verið að berjast við landamæri Armeníu og Aser- baídsjan,“ segir Zakir Jón. „Á hverjum degi er verið að skjóta eitthvað. Í gær til dæmis var einn maður drepinn.“ Fjöldamorðanna í Khojaly minnst Meirihluti barna á höfuð- borgarsvæðinu fer fótgangandi í skólann, eða 69 prósent þeirra. Þetta sýnir ný könnun frá Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands, úrtak könnunarinnar var 1.200 manns. Um 34 prósent grunnskólabarna fara með einkabíl í skólann, þrjú prósent með strætó og eitt prósent þeirra fer á hjóli. Í könnuninni var einnig spurt hvernig viðkomandi ferðaðist til vinnu og kom þá í ljós að 73 prósent fara með einkabíl, tólf prósent gangandi, sjö prósent með strætó og fjögur prósent sem farþegar í bíl. Flest börn ganga til skóla Framkvæmdir eru að hefjast við viðbyggingu göngudeildar BUGL, Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra tók fyrstu skóflustunguna þegar samningar við verktaka voru undirritaðir. Nýja húsnæðið verður um 1.250 fermetrar að stærð og mun verktaki skila því fullbúnu í maí á næsta ári. Húsnæðið verður tekið í notkun um það leyti en með nýja húsnæðinu munu aðstæður starfsfólks og sjúklinga stór- batna, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Biðlistar munu ekki styttast þrátt fyrir að húsnæðið stækki. Aðstaðan bætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.