Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 12

Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 12
Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Borgarleikhúsinu við Listabraut í Reykjavík, fimmtudaginn 8. mars 2006 og hefst hann kl. 16.15. 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 2006. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 2006. 3. Tillaga um ársarð af stofnfé. 4. Tillaga um að nýta heimild í lögum til að auka stofnfé um 5% með ráðstöfun hluta hagnaðar. 5. Tillaga til breytinga á samþykktum. Hún gerir ráð fyrir heimild til stjórnar til hækk- unar á stofnfé sparisjóðsins úr kr. 9.500.000.000 í allt að kr. 15.000.000.000 og að hún gildi til ársloka 2011. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun stjórnarlauna. 9. Önnur mál. Samkvæmt ákvæðum 23. gr. samþykkta SPRON skulu framboð til stjórnar og varastjórnar tilkynnt stjórn eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Kröfu um hlutbundna kosningu þarf að gera skrif- lega og hún að berast stjórn eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Reykjavík, 26. febrúar 2007 Sparisjóðsstjórnin Dagskrá: Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 2007 A R G U S / 07 -0 13 7 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA - Atvinnubílar · Skútahrauni 2a · 220 Hafnarfirði · Sími 590 2100. Ný fyrirmynd í flutningum í fjölmörgum útfærslum Nýr Mercedes-Benz Sprinter setur nýjan gæðastaðal fyrir sendibíla. Hann er rúmbetri og öruggari en nokkru sinni fyrr og í farþegarými tekur öll hönnun mið af því að ökumanninum líði sem best á langri keyrslu. Sprinter er framleiddur í fjölmörgum útfærslum, m.a. sérstökum sendibíla-, pallbíla-, fólksflutninga- og leigubílaútfærslum. Þá er hægt að fá Sprinter með föstum palli og sturtum, bæði með einföldu eða tvöföldu húsi. Og eins og með aðrar gerðir af Mercedes-Benz bifreiðum gefst kostur á að fá sérsniðið eintak af Sprinter eftir þörfum hvers og eins. Komdu og gerðu þína sérpöntun á nýjum Sprinter. Ísraelskir hermenn hafa síðustu tvo daga leitað hús úr húsi að sjö palestínskum flótta- mönnum í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Á sunnudaginn lokuðu Ísraelar öllum leiðum til borgarinnar og í gær einangruðu þeir síðan gamla miðbæinn, lokuðu götum með steinsteypuklossum og ruslagám- um. Þetta eru mestu hernaðar- aðgerðir Ísraela í Nablus um langa hríð. Palestínumenn segja aðgerðirnar stefna í voða tilraun- um til að koma friðarviðræðum á að nýju. Ísraelar réðust inn í Nablus Styrkur frá íslensk- um stjórnvöldum sér 63.000 skóla- börnum í Úganda og Malaví fyrir matarskammti daglega. Rétt fyrir áramótin var ákveðið að veita styrk sem næmi matarskammti 45.000 skólabarna, sem samsvarar fjölda grunnskólabarna á Íslandi. Ákveð- ið var að fara í samvinnu við Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna og í framhaldinu ákveðið að nýta fjármunina enn betur með því að kaupa matinn af heimamönnum. Þannig nýtist styrkurinn til að gefa átján þúsund fleiri skólabörnum matarskammt en upphaflega var áætlað. Í opinberri för sinni í Afríku sem hófst fyrir viku hefur Val- gerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra kynnt sér störf Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Úganda og samstarfsverkefni með þar- lendum stjórnvöldum. Það sem upp úr stendur í ferð- inni er för í flóttamannabúðir í Norður-Úganda, að sögn Valgerð- ar. Tugir þúsunda tóku á móti henni þegar hún kom til Kalanga- eyju og er hún fyrsti erlendi ráð- herrann til að heimsækja svæðið, þar sem mikil neyð ríkir. Á ferð sinni fundaði Valgerður bæði með forseta Úganda og jafn- réttis-, atvinnu- og félagsmálaráð- herra landsins, þar sem málefni kvenna voru rædd meðal annars. Einnig hitti Valgerður nokkrar úgandskar konur sem komu til Íslands á síðasta ári til að nema frumkvöðlafræði við Háskólann í Reykjavík. „Þessar konur hafa stofnað Samtök frumkvöðla- kvenna í Úganda og er jafnréttis-, atvinnu- og félagsmálaráðherrann meðlimur í samtökunum. Það var mjög ánægjulegt að heimsækja samtökin þar sem margar konur mættu sem allar standa fyrir atvinnurekstri.“ Valgerður sagði konurnar tala um að erfitt væri að fá lán í atvinnurekstur og að þeim virtist sem minni trú væri á hug- myndum þeirra vegna kynferðis þeirra. Á sunnudag fór Valgerður frá Úganda til Suður-Afríku þar sem hún fer fyrir viðskiptanefnd níu íslenskra fyrirtækja. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk sendi- nefnd fer til þessa Afríkuríkis. Viðskiptasendinefndin stendur fyrir tveimur viðskiptaráðstefn- um meðan á förinni stendur til að koma á samböndum. Meðal fyrir- tækja í viðskiptasendinefndinni eru Marel, Flugleiðir og Lands- banki Íslands. Valgerður segir góða þátttöku í nefndinni sýna áhuga íslensks viðskiptalífs á við- skiptum í þessum heimshluta. Ísland fæðir afrísk börn Styrkur íslenskra stjórnvalda veitir 63.000 skóla- börnum í Úganda og Malaví matarskammt daglega. Utanríkisráðherra er í opinberri för í Afríku. Þjóðverjinn Heinz Berggruen, þekktur safnari verka eftir listmálarann Picasso, er lát- inn, 93 ára að aldri. Berggruen átti rúmlega 130 verk eftir Picasso og var safn hans eitt það stærsta í heiminum. Hann yfirgaf heimaland sitt skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á og fluttist til Bandaríkj- anna. Eftir styrjöldina fluttist hann til Parísar og hóf listaverka- söfnun. Kynntist hann Picasso árið 1949 og urðu þeir góðir vinir. Berggruen var duglegur við að gefa verk sín til þekktra safna. Átti hann verk sem spönnuðu allan feril Picasso. Átti 130 verk eftir Picasso

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.