Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 64
Stöku dýrlingur mun eiga svo viturt hjarta að vera laus við ranghugmyndir. Þær eiga hins- vegar ekki bara heima í huga vændiskaupandi kalla sem trúa því að konan vilji þá líka borgunar- laust, eða hjá þeim sjúku ófétum sem segja að barnið hafi átt frum- kvæðið. Nei, margar ranghug- myndir eru hversdagslegar eða jafnvel hagnýtar og geta snúist um dálitla staðbundna galla. barnsburðina þrjá hefði ég átt að sjá glöggt á vigtinni að enn sátu sem fastast óhóflegar við- bætur. Í speglinum var hinsvegar þvengmjó skutla, rosalega hissa á að komast ekki í neitt nema jogg- ingbuxur. Þessi holdafarslega ranghugmynd var sennilega skemmtileg hliðarverkun af oxitósíni, holl fyrir sjálfstraustið og alveg öfug við þá sem lætur ungar stúlkur svelta sig veikar. Seinna verð ég kannski ein af þeim öldruðu skvísum sem fylgja ungl- ingatískunni út í hörgul. Spóka mig í minipilsi með tattú, alveg handviss um kynþokkann. margra ranghugmynda orsakar þó vandamál og verra er ef margir aðhyllast sömu villuna. Í gegnum tíðina hafa þær verstu sérstaklega bitnað á börnum. Áður var hér til dæmis aðallega litið á börn sem ódýrt vinnuafl. Einkum voru ómagar útsettir fyrir illri meðferð svo sem kunnugt er, fáum datt í hug að þeir þyrftu að mennt- ast, bindast tilfinningaböndum eða borða úr öllum fæðuflokkum. Um miðbik síðustu aldar var í tísku meðal uppeldisfrömuða ung- barna að ekkert væri verra fyrir þau en sífellt kjass. Brjóstmylk- ingana ætti aldrei að taka upp nema á fjögurra klukkustunda fresti og þá aðeins til að fóðra, annars yrðu þeir bara frekir. svona fimm árum voru gæðastundir aðalmálið, litlu skipti hversu mikið fjölskyldan var saman en mikilvægast að nýta hálf- tímann sem best. Nú hefur upp- götvast að þetta var herfilegur misskilningur: lengd samverunnar er aðalatriðið og það er í lagi að halda ekki skothelda skemmtidag- skrá. Eins upplýst og við viljum vera skrifast jafnóðum í okkar svörtu bók eins og þeirra kynslóða sem gengnar eru og við gagnrýn- um – oft með réttu. Spurningin er bara hverjar af hugmyndum nútím- ans um uppeldi munu standast tím- ans tönn og á hverjar verður litið sem allsherjar ranghugmyndir? Lært af reynslunni endurgreiðsla á einstakling í Fjölskylduþjónustu SPRON árið 2006 Allt að 68.672 kr. Skráðu fjölskylduna á spron.is og þú gætir tryggt þér og þínum endurgreiðslu þessa árs. A RG U S 07 -0 03 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.