Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 59
Frjálsíþróttasamband
Íslands veitti um helgina viður-
kenningar fyrir bestu afrek síð-
asta árs og við það tilefni var Silja
Úlfarsdóttir úr FH valin frjáls-
íþróttamaður ársins og fékk Jóns-
bikarinn fyrir besta árangur í
spetthlaupum, Sveinn Elías Elías-
son Fjölni fékk bikar fyrir besta
árangur 20 ára og yngri, Kristín
Birna Ólafsdóttir úr ÍR fékk fram-
farabikarinn og þá fékk Jónas
Hlynur Hallgrímsson úr FH bikar
fyrir „óvæntasta afrekið“.
Silja náði 87. besta árangrinum
í heiminum á árinu í 400 metra
grindahlaupi þegar hún hljóp á
57,13 sekúndum. Jónsbikarinn
fékk Silja fyrir að hlaupa 200
metra á 24,02 sekúndum sen hún
náði með því 2. sæti í greininni í
Evrópubikarkeppninni í Slóvakíu.
Sveinn Elías vakti mikla athygli
á síðasta ári þegar hann varð
Norðurlandmeistari í tugþraut í
flokki 17 ára og yngri en hann
fékk þó verðlaunin fyrir að hlaupa
400 metra á 48,66 sekúndum.
Kristín Birna sýndi mestu
framfarirnar á síðasta ári en hún
bætti Íslandsmetið í bæði sjöþraut
og fimmtarþraut. Að lokum fékk
Jónas Hlynur bikar fyrir „óvænt-
asta afrekið“ en hann kastaði
spjótinu 70,58 metra á meistara-
mótinu og bætti árangur sinn í
spjótkasti um tæplega 7 metra
milli ára.
Tvenn verðlaun Silju
Francesco Totti, fyrirliði
ítalska liðsins Roma, hefur ennþá
traust þjálfara síns sem víta-
skytta Rómarliðsins þrátt fyrir að
hafa klikkað á sjöttu vítaspyrnu
sinni um helgina. Andrea Camp-
agnolo, markvörður Reggina
varði frá honum víti 3-0 sigurleik
en Totti hefur aðeins nýtt 4 af 10
vítaspyrnum sínum á tímabilinu.
Totti hefur klúðrað fjórum vítum í
deildinni, einni í Meistaradeild-
inni og 1 í bikarnum.
„Ég er búinn að vera óheppinn
á þessu tímabili en ég ætla að
reyna að bæta fyrir þetta með því
að skora fleiri mörk í opnum
leik,“ sagði Totti, sem fullvissaði
alla um að hann myndi stíga fram
yfirvegaður og fullur sjálfs-
trausts þegar liðið fengi dæmt
víti næst.
Fær áfram að
taka vítin
Sundsveit ÍRB fór á kostum
í Gullmóti KR í sundi sem fram
fór í innilauginni í Laugardal um
helgina og fékk þar meira en 500
stigum meira en næsta lið sem
var Ægir.
Í keppni einstaklinga vann Örn
Arnarson úr SH stigakeppnina í
karlaflokki og hafði þar betur
gegn Króatanum Mario Todorovic
og Dananum Chris Christensen. Í
kvennaflokki voru Króatarnir
Sanja Jovanovic og Iva Grivicic í
efstu tveimur sætunum en
Ragnheiður Ragnarsdóttir náði
þriðja sætinu.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson,
ÍRB (15-17 ára), Sigrún Brá
Sverrisdóttir, Fjölni (15-17 ára),
Soffía Klemenzdóttir, ÍRB (13-14
ára), Kristófer Sigurðsson, ÍRB
(11-12 ára), og Eygló Ósk
Gústafsdóttir, Ægi (11-12 ára),
unnu stigakeppnina í sínum
aldursflokkum.
ÍRB vann yfir-
burðasigur
Jens Pfänder var í gær
rekinn sem þjálfari þýska
handboltaliðsins TuS N-Lübbecke
en með því spila einmitt lands-
liðsmarkvörðurinn Birkir Ívar
Guðmundsson og Þórir Ólafsson.
TuS N-Lübbecke tapaði um
helgina fyrir Alexander Peters-
son og félögum í Grosswallstad
og er komnir í mikla fallhættu
eftir fjögur töp í röð. Zlatko Feric
og „Schorse“ Borgmann taka við
liðinu til að byrja með en leit
stendur yfir að eftirmanni
Pfänders sem hefur þjálfað liðið
síðan í júní í 2003.
Þjálfari Birkis
og Þóris rekinn