Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 59
 Frjálsíþróttasamband Íslands veitti um helgina viður- kenningar fyrir bestu afrek síð- asta árs og við það tilefni var Silja Úlfarsdóttir úr FH valin frjáls- íþróttamaður ársins og fékk Jóns- bikarinn fyrir besta árangur í spetthlaupum, Sveinn Elías Elías- son Fjölni fékk bikar fyrir besta árangur 20 ára og yngri, Kristín Birna Ólafsdóttir úr ÍR fékk fram- farabikarinn og þá fékk Jónas Hlynur Hallgrímsson úr FH bikar fyrir „óvæntasta afrekið“. Silja náði 87. besta árangrinum í heiminum á árinu í 400 metra grindahlaupi þegar hún hljóp á 57,13 sekúndum. Jónsbikarinn fékk Silja fyrir að hlaupa 200 metra á 24,02 sekúndum sen hún náði með því 2. sæti í greininni í Evrópubikarkeppninni í Slóvakíu. Sveinn Elías vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann varð Norðurlandmeistari í tugþraut í flokki 17 ára og yngri en hann fékk þó verðlaunin fyrir að hlaupa 400 metra á 48,66 sekúndum. Kristín Birna sýndi mestu framfarirnar á síðasta ári en hún bætti Íslandsmetið í bæði sjöþraut og fimmtarþraut. Að lokum fékk Jónas Hlynur bikar fyrir „óvænt- asta afrekið“ en hann kastaði spjótinu 70,58 metra á meistara- mótinu og bætti árangur sinn í spjótkasti um tæplega 7 metra milli ára. Tvenn verðlaun Silju Francesco Totti, fyrirliði ítalska liðsins Roma, hefur ennþá traust þjálfara síns sem víta- skytta Rómarliðsins þrátt fyrir að hafa klikkað á sjöttu vítaspyrnu sinni um helgina. Andrea Camp- agnolo, markvörður Reggina varði frá honum víti 3-0 sigurleik en Totti hefur aðeins nýtt 4 af 10 vítaspyrnum sínum á tímabilinu. Totti hefur klúðrað fjórum vítum í deildinni, einni í Meistaradeild- inni og 1 í bikarnum. „Ég er búinn að vera óheppinn á þessu tímabili en ég ætla að reyna að bæta fyrir þetta með því að skora fleiri mörk í opnum leik,“ sagði Totti, sem fullvissaði alla um að hann myndi stíga fram yfirvegaður og fullur sjálfs- trausts þegar liðið fengi dæmt víti næst. Fær áfram að taka vítin Sundsveit ÍRB fór á kostum í Gullmóti KR í sundi sem fram fór í innilauginni í Laugardal um helgina og fékk þar meira en 500 stigum meira en næsta lið sem var Ægir. Í keppni einstaklinga vann Örn Arnarson úr SH stigakeppnina í karlaflokki og hafði þar betur gegn Króatanum Mario Todorovic og Dananum Chris Christensen. Í kvennaflokki voru Króatarnir Sanja Jovanovic og Iva Grivicic í efstu tveimur sætunum en Ragnheiður Ragnarsdóttir náði þriðja sætinu. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB (15-17 ára), Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni (15-17 ára), Soffía Klemenzdóttir, ÍRB (13-14 ára), Kristófer Sigurðsson, ÍRB (11-12 ára), og Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (11-12 ára), unnu stigakeppnina í sínum aldursflokkum. ÍRB vann yfir- burðasigur Jens Pfänder var í gær rekinn sem þjálfari þýska handboltaliðsins TuS N-Lübbecke en með því spila einmitt lands- liðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og Þórir Ólafsson. TuS N-Lübbecke tapaði um helgina fyrir Alexander Peters- son og félögum í Grosswallstad og er komnir í mikla fallhættu eftir fjögur töp í röð. Zlatko Feric og „Schorse“ Borgmann taka við liðinu til að byrja með en leit stendur yfir að eftirmanni Pfänders sem hefur þjálfað liðið síðan í júní í 2003. Þjálfari Birkis og Þóris rekinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.