Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20
Ég er 45 ára kona í þeirri erfiðu
stöðu í mínu hjónabandi að allt
hjónalíf okkar á milli er liðið
undir lok. Þá á ég við að við höfum
ekki sofið saman eða deilt rúmi í
næstum því 2 ár, við förum ekk-
ert saman, ekki heldur í ferðalög
eða nein frí. Við búum jú saman
og gengur ágætlega með dagleg-
an rekstur á heimilinu og uppeldi
barnanna okkar en þess utan
virðist allt kólnað á milli okkar.
Málið er að hvorugu okkar virð-
ist líða mjög illa með þetta. Það
gerðist ekkert sérstakt á milli
okkar sem getur skýrt hvernig
komið er heldur hefur þetta bara
dofnað svona smátt og smátt og
nú er allt orðið kalt. Ég hef stung-
ið upp á því að við færum í hjóna-
ráðgjöf en það vill hann alls ekki
og segist ekki hafa neinn áhuga á
því. Hvað segið þið sem hafið
unnið með fólki í vanda, hversu
lengi getur svona ástand staðið
yfir áður en annar aðilinn eða
báðir springa? Svo er eitt líka
farið að naga mig svolítið og það
er hvort það sé möguleiki að karl-
maður með ágætlega fríska kyn-
hvöt lifi án kynlífs í 2 ár án þess
að vera farinn að líta í kringum
sig? Einhvern veginn held ég að
konur eigi auðveldara með að
loka á kynlíf yfir ákveðinn tíma.
Hvað á ég að gera, er ekki betra
að ljúka svona sambandi ef við
treystum okkur ekki til að endur-
lífga það sem við áttum áður?
Sæl
Af lýsingu þinni að dæma mætti
ætla að langur tími sé liðinn frá
því að þið hjónin fóruð að fjar-
lægjast hvort annað og nú er svo
komið að þið virðist nánast lifa
aðskildu lífi fyrir utan uppeldi
barna og rekstur heimilis. Að
mörgu leyti er fremur sérstakt
að þið virðist sætta ykkur við
þetta ástand, en aftur á móti
getur það verið vel skiljanlegt
þar sem tilfinningar ykkar gagn-
vart hvort öðru hafa dofnað yfir
lengri tíma á þann hátt sem þú
lýsir. Oft er mjög erfitt að snúa
ferlinu við þegar svona langt er
komið, það krefst mikils vilja og
áhuga af beggja hálfu, en eftir
því sem þú segir er sá áhugi ekki
endilega til staðar hjá eiginmanni
þínum. Það sem ég velti fyrir
mér er hvort kuldinn milli ykkar
sé algjör, ef svo er væri ráð hjá
ykkur að setjast niður, annað-
hvort bara þið tvö eða með ein-
hverjum ráðgjafa, og ræða hvern-
ig þið viljið að framtíð ykkar líti
út. Geta báðir aðilar sætt sig við
að búa saman og reka saman
heimili án þess að lifa eðlilegu
hjónalífi og finna fyrir þeim til-
finningum sem fylgja þegar um
ástarsamband er að ræða?
Þegar ástin er til staðar er
yfirleitt löngun hjá báðum aðil-
um að lifa kynlífi með maka
sínum, löngunin getur verið mis-
munandi mikil eftir aðstæðum en
þó er eðlilegt að hún komi upp
þegar aðstæður eru ákjósanleg-
ar. Mikil streita og þreyta getur
minnkað löngun í að stunda kyn-
líf með makanum, þetta getur átt
við bæði karlmenn og konur, en
þegar fólki líður vel blómstrar
yfirleitt kynlífslöngunin ef djúp
ást er milli tveggja einstaklinga.
Aftur á móti er það iðulega þannig
að ef ástin er kulnuð milli hjóna
er heldur ekki mikil kynlífslöng-
un til staðar í garð makans, þetta
þarf þó ekkert endilega að þýða
að viðkomandi sé farinn að líta í
kringum sig heldur er það mjög
einstaklingsbundið. Ég held að
það mikilvægasta í stöðu ykkar
nú væri að leita ykkur ráðgjafar
til þess að átta ykkur á hvert þið
viljið stefna, hvort sem það er að
reyna að laga ástandið eða að fara
hvort í sína áttina. Góð hjóna-
bandsráðgjöf er nýtileg til svo
margs, þar á meðal til að fá góða
ráðgjöf um hvernig er best að
haga sér gagnvart börnunum ef
fólk ákveður að best sé að leiðir
skilji.
Klerkakeppnin í knattspyrnu
er hafin í Vatíkaninu. Fyrsti
leikurinn var frekar grófur.
Áhorfendur kalla að guðsmóðirin
vilji mörk. Margir laga prests-
kragann svo ópin heyrist betur, og
einn og einn lætur hempuna ekki
aftra sér í því að lemja trommur
af miklum móð. Knattspyrna er
trúarbrögð og þessir menn eru
sérfræðingar í þeim.
Boltinn er farinn að rúlla í Vat-
íkaninu þar sem klerkakeppnin
hófst um helgina. Þar keppa 16 lið
frá hinum ýmsu trúarstofnunum,
kirkjum, háskólum, söfnuðum og
einfaldlega þeim sem vilja vera
með. Þátttaka er ekki einskorðuð
við þjóðerni og sameinast allar
þjóðir heims í einu markmiði: að
koma tuðrunni yfir línuna.
Fyrsti leikurinn var á milli
tveggja prestaskóla. Annar þeirra
tefldi fram blönduðu liði með spil-
urum frá þremur heimsálfum, hitt
liðið var skipað Brasilíumönnum.
Úrslitin komu á óvart, því
Brasilíumennirnir töpuðu 6-0.
Þrátt fyrir bón Pio Laghi kardín-
ála og dómara leiksins að leikur-
inn yrði prúðmannlega leikinn var
hart tekið á því og fyrsta markið
kom úr vítaspyrnu.
Leiknum lauk samt sem áður
með faðmlögum og vinahótum,
enda markmið mótsins að sýna
fram á að hægt sé að sameinast í
leik þrátt fyrir að tungumála-
örðugleikar, himinn og haf skilji
leikmenn að. Og hvar er betra að
sýna fram á það en á iðagrænum
knattspyrnuvelli í bakgarði Guðs
undir hvelfingu Péturskirkjunn-
ar?
Guðdómleg knattspyrna
SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*