Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 4
MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG EIÐUR SMÁRI SANNFÆRÐI TODD Á EINNI ÆFINGU Rúmlega 61 pró- sent þeirra sem tóku afstöðu til spurningar um hvort rétt hafi verið af eigendum Hótels Sögu að vísa gestum klámráðstefnu frá hótelinu taldi það ekki hafa verið rétta ákvörðun. Fréttablaðið spurði um málið í könnun á laugardag. Mikill munur var á afstöðu karla og kvenna til spurningarinn- ar og einnig á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það segist ætla að kjósa í þingkosning- unum í vor. Meirihluti þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn og Frjálslynda flokkinn telur að ákvörðunin hafi verið röng en meirihluti þeirra sem segjast ætla að kjósa Vinstrihreyf- inguna - grænt framboð taldi ákvörðunina rétta. 88,8 prósent af 800 manna úrtaki, skipt jafnt á milli kynja, tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. Skoðanakönnunin sýnir að mik- ill munur er á afstöðu karla og kvenna til þess hvort vísa hafi átt gestum ráðstefnunnar frá Hótel Sögu. 48 prósent kvenna töldu ákvörðunina rétta en 52 prósent töldu hana ranga. 29,3 prósent karla töldu rétt að vísa gestum ráðstefnunnar frá en 70,7 prósent töldu það ranga ákvörðun. Þegar niðurstöður könnunar- innar eru skoðaðar kemur í ljós að ekki er mikill munur á afstöðu fólks sem býr á landsbyggðinni og þeirra sem búa á höfuðborgar- svæðinu. 40,3 prósent íbúa á lands- byggðinni telja rétt að vísa ráð- stefnugestunum frá en 37,7 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Skoðanamunur er greinilegur eftir því hvar fólk skipar sér í raðir í stjórnmálum. Þannig var 71,1 prósent þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þeirrar skoðunar að ákvörðun stjórnar Bændasamtakanna hefði verið röng og því tæp 29 prósent þess hóps sem taka undir með eigend- um hótelsins. Niðurstaðan er áþekk þegar svör þeirra sem segj- ast ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn eru skoðuð. 70,8 prósent segja ákvörðunina ranga og 29,2 prósent segja hana rétta. Afstaða þeirra sem ætla að kjósa Vinstri græn og Framsóknarflokk er á sama hátt áþekk. Rúm 57,6 pró- sent vinstri grænna telja ákvörð- unina rétta en 57,1 prósent fram- sóknarmanna. Af þeim sem ætla að kjósa Samfylkinguna eru 36,3 prósent þeirrar skoðunar að ákvörðunin hafi verið rétt en 63,7 telja hana ranga. Meirihluti telur frávísun Sögu ranga Sex af hverjum tíu telja rangt af eigendum Hótels Sögu að vísa gestum klámráð- stefnu frá hótelinu. Fleiri karlar en konur telja ákvörðunina ranga. Greinilegur munur er á skoðunum fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það hyggst kjósa. Það myndi æra óstöðugan að fara eftir skógræktarlögum, segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, um kæru skógræktarstjóra vegna umdeildra fram- kvæmda í Heiðmörk. Í skógræktarlögum stendur að leyfi skógræktarstjóra þurfi til að fella eða færa til tré. Í kærunni er því haldið fram að allt að 700 tré hafi verið felld án leyfis. „Þessari grein hefur aldrei verið beitt. Við þurfum oft að fara í gegnum skógarrjóður hjá okkur í eigin landi með eigin lagnir. Ef við þyrftum alltaf að hafa samband við [skóg- ræktarstjóra], það sér það hver maður að það myndi bara æra óstöðugan,“ segir Gunnar. Að mati bæjarstjórans voru einungis 70 til 90 tré felld í Heiðmörk og hann furðar sig á látunum út af þessu „smámáli“. Hann hafi hagsmuni Kópavogsbúa að leiðarljósi og að tilgangurinn sé að tryggja þeim vatn. Aðspurður staðfestir Gunnar að Kópavog- ur sé skuldbundinn til að selja Garðabæ vatn á kostnaðarverði frá og með næsta sumri. Hins vegar sé rangt að bærinn hafi verið neyddur til að flýta framkvæmdum vegna þessa. Bærinn eigi varavatnsból, fimm holur, sem megi nýta. Gunnar segir framkvæmdaleyfi oftast nær einungis vera samþykktir sveitarfélaga og yfirleitt ekki gefin sérstaklega út. Hann segir það brýnni spurningu að spyrja hvers vegna Reykjavíkurborg hafi ekki gefið út framkvæmdaleyfi, heldur en hina, hvers vegna Kópavogsbær hafi ekki beðið eftir leyfinu. Samningur um framkvæmdina hafi jú verið samþykktur í borgarstjórn. Erfitt að fara að skógarlögum Sendinefnd frá Alþingi situr 51. fund kvenna- nefndar Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 26. febrúar til 1. mars. Meginviðfangsefni fundarins er afnám alls ofbeldis og mismununar gagnvart stúlkubörnum. Í fréttatilkynningu frá Alþingi segir að sendinefndin sé skipuð þingkonunum Ástu Möller, Guðrúnu Ögmundsdóttur, Drífu Hjartardóttur, Dagnýju Jónsdótt- ur og Margréti Frímannsdóttur, auk Belindu Theriault, forstöðu- manns alþjóðamála og skrifstofu Alþingis. Konur á fund kvennanefndar Átakshópur öryrkja gefur í dag skýrslu um viðræður á milli fulltrúa hópsins og Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja. Umræðuefnið er sam- eiginlegt framboð aldraðra og öryrkja í komandi alþingiskosn- ingum. Fundur verður haldinn í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, klukkan hálf fimm í dag, þar sem farið verður yfir viðræðurnar og staðan á sameig- inlegu framboði metin. Í fréttatil- kynningu segir að allt áhugafólk um framboð aldraðra og öryrkja sé velkomið. Framboð eldri borgara rætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.