Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 40
18 sport
LOGI GEIRSSON spilaði frábærlega fyrir íslenska landsliðið í handbolta á nýafstöðnu heimsmeistaramóti
í Þýskalandi. Fæstir bjuggust við miklu frá hægri handar skyttum íslenska liðins á mótinu en Logi blés á
það. Hann skoraði 48 mörk á sínu fyrsta móti þar sem hann þurfti að taka ábyrgð og ljóst má vera að hann
hefur bætt sig mikið síðan hann fór frá FH til Lemgo fyrir tæpum þremur árum.
EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON
Ég held ég
geti fullyrt að
ég hef aldrei
verið í betra
líkamlegu formi heldur
en núna,“ segir Logi
Geirsson aðspurður um
hvað hafði gert að það
verkum að hann hafi stað-
ið sig vonum framar á
HM í Þýskalandi.
„Ástæðan fyrir form-
inu er aukaæfingarnar
sem ég hef tekið í allan
vetur. Þær hafa skilað sér
flott. Ég æfði 12 tíma auka-
lega á viku, hljóp upp á
fjöll, lyfti í lyftingasalnum
og fór á auka skotæfingar.
Ég æfði litlu hlutina og
þegar formið er til staðar
þá hangir sjálfstraustið
með,“ segir Logi, algjör-
lega fullviss um að auka-
æfingarnar hafi gert að
verkum að honum tókst að
halda út allt HM-mótið.
„Það er meira en að segja
það að spila tíu leiki á
tveimur vikum. Ég er stolt-
astur af því að hafa náð að
halda mótið út á fullum
krafti og það sýnir mér að
ég er í góðu formi.“
Það var þó ekki af góðu
einu sem Logi byrjaði að
æfa af slíkum fítonskrafti
sem raun ber vitni. „Ég
var mikið meiddur á síð-
asta tímabili og þar sem
samningurinn minn átti
að renna út nú í vor sá ég
fram á að fá ekki nýjan
samning. Ég var ekki til-
búinn til að gefa þennan
draum um atvinnu-
mennsku svona auðveld-
lega upp á bátinn og það
var mikil hvatning að
hafa það markmið að fá
nýjan samning. Það var
ekki erfitt að keyra sig
áfram með það sem gul-
rót,“ segir Logi en auka-
æfingarnar skiluðu ekki
bara frábæru heims-
meistaramóti heldur líka
nýjum samningi við
Lemgo til 2010.
„Þetta var alveg eftir
bókinni og algjörlega frá-
bært að fá þennan nýja
samning,“ segir Logi og
er ekki vafa um að auka-
æfingarnar hafi átt sinn
þátt í því að hann fékk
nýjan samning. „Það er
sagt að æfingin skapi
meistarann en ég held að
það sé frekar aukaæfing-
in sem skapi meistarann.
Það skilur á milli hvort
menn vilja vera góðir eða
frábærir.“
1. Hvaða lið vann HM í handbolta í
Þýskalandi?
2. Hver var markahæsti leikmaður
íslenska liðsins á HM?
3. Hvaða lið vann leikinn um Ofur-
skálina?
4. Hvað fékk Geir Þorsteinsson hátt
hlutfall atkvæða í formannskjöri KSÍ?
5. Hvaða lið urðu bikarmeistarar í
körfubolta karla og kvenna?
6. Gegn hvaða liði skoraði Brynjar
Gunnarsson fyrir Reading í enska
bikarnum?
7. Hvaða lið vann KR 4-0 í æfingaleik á
La Manga-mótinu í fótbolta?
8. Hvaða bandaríski leikmaður
gekk í raðir karlaliðs Keflavíkur í
febrúar?
9. Hver skoraði þrjú mörk úr vítum
fyrir KR í deildarbikar kvenna í fót-
bolta?
10. Hvað heitir
nýtt lið körfubolta-
mannsins Jóns
Arnórs Stefáns-
sonar?
ERTÞÚAÐ
FYLGJASTMEÐ?
Svör: 1. Það var Þýskaland. 2. Það var Guðjón Valur
Sigurðsson. 3. Það var Indianapolis Colts. 4. Hann fékk
73% atkvæða. 5. Það voru ÍR í karlaflokki og Haukar í
kvennaflokki? 6. Það var gegn Manchester United. 7. Það
var norska liðið Brann. 8. Það er Tony Harris. 9. Það var Olga
Færseth. 10. Það heitir Lottomatica Roma á Ítalíu.
ÆFÐI 12 TÍMA AUKALEGA
Á VIKU FYRIR HM
PRÓSENT er hlutfallið sem framherjinn frábæri Didier Drogba hefur skorað af mörkum Chelsea á
þessu tímabili. Hann hefur skorað 26 mörk af 80 í öllum leikjum liðsins og skoraði meðal annars bæði
mörkin í 2-1 sigri á Arsenal á sunnudaginn í úrslitum enska deildarbikarsins.
Logi Geirsson lagði mikið á sig til að vera í toppformi á HM í handbolta í Þýskalandi. Hann segir það sé
ekki æfingin sem skapi meistarann heldur aukaæfingin. SPORTMYND/PJETUR
32,5
TUGURINN
10 FEÐGAR SEM SPILAÐ HAFA MEÐ ÍSLENSKA A-LANDSLIÐINU Í FÓTBOLTA
1. ARNÓR GUÐJOHNSEN
OG EIÐUR SMÁRI GUÐ-
JOHNSEN Arnór spilaði 73
leiki og skoraði 14 mörk frá
árunum 1979 til 1997. Ári áður
hóf sonur hans Eiður Smári að
spila með landsliðinu og kom
meðal annars inn fyrir pabba
sinn í sínum fyrsta landsleik
gegn Eistlandi. Eiður Smári
hefur leikið 44 landsleiki og
skorað í þeim 17 mörk.
2. MARTEINN GEIRSSON
OG PÉTUR MARTEINSSON
Marteinn lék 67 landsleiki og
skoraði í þeim átta mörk á
árunum 1971 til 1982. Hann
var landsleikjahæsti leik-
maður Íslands allt þar til Atli
Eðvaldsson sló met hans árið
1991. Pétur sonur hans hefur
spilað 36 landsleiki og skorað
í þeim eitt mark. Hann er enn
að spila.
3. VIÐAR HALLDÓRSSON
OG ARNAR ÞÓR VIÐARS-
SON Viðar spilaði 27 landsleiki
á árunum 1976 til 1983. Sonur
hans Arnar Þór hefur leikið 47
landsleik og skorað tvö mörk
en hann lék sinn fyrsta leik árið
1998.
4. TÓMAS PÁLSSON OG
TÓMAS INGI TÓMASSON
Eyjamaðurinn Tómas Pálsson
lék sex landsleiki fyrir Ísland
á árunum 1971 til 1979 og
skoraði í þeim tvö mörk. Sonur
hans Tómas Ingi spilaði tvívegis
fyrir Ísland á árunum 1990 til
1992.
5. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON
OG ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
Guðjón spilaði einn landsleik
árið 1985. Þórður lék 58
landsleiki fyrir Íslands hönd
og skoraði í þeim 13 mörk á
árunum 1993 til 2004. Auk þess
hafa tveir aðrir synir Guðjóns,
þeir Bjarni og Jóhannes Karl,
spilað fyrir A-lið Íslands. Bjarni
hefur spilað 17 leiki og skorað
eitt mark og Jóhannes er með
30 leiki og eitt mark.
6. ALBERT GUÐMUNDS-
SON OG INGI BJÖRN
ALBERTSSON Albert lék sex
landsleiki fyrir Ísland á árunum
1946 til 1958 og skoraði í þeim
tvö mörk. Ingi Björn sonur
hans lék 15 leiki og skoraði tvö
mörk á árunum 1971 til 1979.
7. SIGURÐUR LÁRUSSON
OG LÁRUS ORRI SIGURÐS-
SON Sigurður spilaði ellefu
landsleiki fyrir Ísland á árunum
1981 til 1983. Lárus Orri lék 42
landsleiki og skoraði tvö mörk
á árunum 1995 til 2003. Auk
þess spilar annar sonur Sigurð-
ar, Kristján Örn, með A-liðinu
í dag. Hann hefur spilað 19
landsleiki og skorað tvö mörk.
8. ÓLAFUR SIGURVINSSON
OG SIGURVIN ÓLAFSSON
Ólafur spilaði 30 landsleiki á
árunum 1971 til 1977. Sigurvin
sonur hans hefur spilað sjö
landsleiki til dagsins í dag.
9. ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON
OG ÓLAFUR ÞÓRÐARSON
Þórður lék 18 landsleiki og
skoraði í þeim 9 mörk á árun-
um 1951 til 1958. Ólafur sonur
hans spilaði 72 leiki og skoraði
í þeim fimm mörk á árunum
1984 til 1996. Auk þess lék
Teitur, bróðir Ólafs, 41 landsleik
og skoraði 9 mörk.
10. ANTON BJARNASON
OG KJARTAN ANTONSSON
Anton spilaði fimm landsleiki
á árunum 1966 til 1968. Sonur
hans Kjartan spilaði einn
landsleik fyrir Íslands hönd árið
2001.