Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 33
sport 10
Nýbýlavegi 12
Sími 554 3533
Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16
g æ ð i o g g l æ s i l e i k i
Flott
föt
Stærðir
36 - 48
FYRIR SUNDIÐ
MARKMIÐIN Í ÁSTRALÍU Ragnheiður keppir í
tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í Brisbane, 50
metra og 100 metra skriðsundi. Keppni í þessum grein-
um fer fram hvor sinn daginn og segir Ragnheiður dags-
formið og mínútuformið skipta öllu. „Aðalmarkmið mitt í
Ástralíu er að setja Íslandsmet í hvert skipti sem ég sting
mér í laugina. Ég ætla að reyna að komast í sextán manna
úrslit í báðum greinunum. Draumurinn er síðan að kom-
ast í úrslit en til þess að það gerist þarf ég að bæta mig
verulega.“
LANDSLIÐSÞJÁLF-
ARINN UM MÖGU-
LEIKANA Á HM
„Hún verður að setja
Íslandsmet til að komast í
undanúrslit á HM, það er
alveg ljóst. Það verður erf-
itt fyrir hana en ég tel það
raunhæft í 50 metra skrið-
sundi þar sem mjótt er á
mununum á milli tuttugu
efstu. Hún er stöðugri og
með meira sjálfstraust en
hún hefur nokkurn tíma
verið með og það boðar
bara gott,“ segir Brian
Marshall, landsliðsþjálf-
ari í sundi, um möguleika
Ragnheiðar Ragnarsdóttur
á HM í sundi í Brisbane í
Ástralíu.
„Þetta hefur vandamál undanfarin
misseri því líf mitt þessa stundina
hentar einfaldlega ekki til að eiga í
sambandi. Ég er mikið á ferðalög-
um erlendis og þegar ég er heima
þá er ég yfirleitt að æfa. Það er auð-
vitað allt hægt ef viljinn er fyrir
hendi en ég hef bara ekki orku til að
standa því að reyna að rækta sam-
band við einhvern aðila á sama tíma
og ég er að reyna að ná sem bestum
árangri í sundinu. Ég er þó ekki
hrædd um að verða ein það sem
eftir er. Ég er enn ung og ekki að
falla á tíma en á þessari stundu hef
ég tekið ákvörðun og er sátt við
hana,“ segir Ragnheiður, sem býr
heima hjá foreldrum sínum og segir
stuðning þeirra ómetanlegan.
„Það er bara hótel mamma hjá
mér og það er auðvitað alveg frá-
bært. Vissulega lít ég kringum mig
og sé jafnaldra mína vera farna að
búa, giftast og eignast börn en ég
gæti það ekki núna. Það er dýrt að
vera afreksmaður í sundi og ég gæti
aldrei látið enda ná saman nema
með hjálp frá mömmu og pabba.
Hitt hlýtur að koma seinna.“
FÓRNAÐI FYRIRSÆTUFERLI
Eins og fram hefur komið er
Ragnheiður ekki bara ein besta
íþróttakona landsins heldur líka
ein sú glæsilegasta. Það þarf því
ekki að koma á óvart að hún hefur
verið fyrirsæta frá því að hún var
þrettán ára.
„Ég er búin að vera fyrirsæta
lengi, alveg síðan ég var þrettán
ára. Ég hef haft nokkuð mikið að
gera í auglýsingum og tískusýn-
ingum og sem ljósmyndafyrirsæta
en ég hef ekki viljað fara á fullt í
fyrirsætustörfin. Það er einfald-
lega ekki tími til þess. Ég er komin
með fullt af myndum í möppu og
hver veit nema ég láti reyna á það
þegar sundferillinn er á enda. Mér
hefur verið boðið til Indlands
vegna fyrirsætustarfa en verð að
bíða með það til betri tíma,“ segir
sunddrottningin Ragnheiður Ragn-
arsdóttir.
Nafn: Ragnheiður
Ragnarsdóttir
Fædd: 24. október 1984
Stjörnumerki: Sporðdreki
Félag: KR
Bestu greinar: 50 metra
og 100 metra skriðsund