Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 6
Vinna Íslendingar of mikið? Vilt þú ríkisstjórnarskipti í vor? Samtökin Sól í Straumi saka samtökin Hag Hafnarfjarðar um að dreifa hræðsluáróðri í fjöl- miðla um afleiðingar stækkunar álversins í Straumsvík. Sól í Straumi berst gegn því að álverið í Straumsvík verði stækkað en Hagur Hafnarfjarðar hvetur íbúa bæjarins til að samþykkja stækk- un. Hafnfirðingar munu kjósa um stækkun álversins, sem mun auka framleiðslugetuna úr 180 þúsund tonna álframleiðslu á ári í 460 þús- und tonn, hinn 31. mars. Pétur Óskarsson hjá Sól í Straumi segir það ekki rétt að álver- inu í Straumsvík verði lokað þótt stækkun verði hafnað. Hann segir að lengi hafi staðið á heimasíðu Alcan, eiganda álversins, að ekki séu uppi áætlanir um að loka því þótt Hafnfirðingar hafni stækkun. Pétur segir ekki rétt að ríflega hundrað fyrirtæki í Hafnarfirði þjónusti álverið í Straumsvík eins og talsmenn Hags í Hafnarfirði halda fram. Að sögn Péturs eru fyrirtækin um fimmtíu. „Mér finnst ólíklegt að fjöldi hafnfirskra fyrir- tækja sem þjónusta álverið tvöfald- ist rétt fyrir kosningar,“ segir Pétur. Pétur gagnrýnir einnig þá stað- hæfingu Hags í Hafnarfirði að tekj- ur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu séu á milli fimm og sjö prósent af tekjum bæjarsjóðs. „Staðreyndin er að tekjur Hafnarfjarðar af álver- inu eru á milli eitt og tvö prósent. Tekur bæjarins af álverinu voru 108 milljónir árið 2006,“ segir Pétur. Ingi Rútsson, formaður samtak- anna Hagur Hafnarfjarðar, segir samtökin hafa gríðarlegra hags- muna að gæta í kosningunni um álverið því kosið sé um afkomu 1.500 Hafnfirðinga. Hann segir rétt að ríflega hundrað fyrirtæki í Hafnarfirði komi að þjónustu við álverið í Straumsvík. Ingi segir að tölur Sólar í Straumi séu úreltar. Á heimasíðu Alcan kemur fram að fyrirtækin séu á annað hundrað. Fyrir nokkrum dögum stóð að fyrir- tækin væru um fimmtíu. Að sögn Inga byggja samtökin upplýsingar sínar um tekjur Hafnarfjarðarbæjar á tölum frá Samtökum atvinnulífsins. Ingi segir að samkvæmt þeim hafi tekj- ur Hafnarfjarðar vegna álversins verið um 490 milljónir árið 2006. Hagsmunasamtök deila um álverið Talsmaður Sólar í Straumi segir tölur Hags í Hafnarfirði um tekjur bæjarins af álverinu í Straumsvík ýktar. Talsmenn samtakanna eru ósammála um mikil- vægi álversins. Alcan breytti tölum um hafnfirsk fyrirtæki sem þjónusta álverið. Verð á hreinlætis- vörum, eldhúsrúllum, klósettpappír, kertum, servíettum og gjafavörum sem seldar eru í matvöruverslun- um lækkar ekki um mánaðamót þegar virðisaukaskattur á matvör- um lækkar. Virðisaukaskattur lækkar á almennum matvörum, sælgæti, súkkulaði, gosi, ávaxtasöfum, kol- sýrðu vatni og kexi og vörugjöld af matvörum á borð við gos, ávaxtasafa, ís, kex, sultur, ávaxta- grauta, kaffi, te og kakó verða felld niður. Þó að virðisaukaskattur lækki á sykri og sætindum bera þessar vörur enn vörugjöld. Virðisaukaskattur lækkar á bókum, tímaritum, blöðum og hljómdiskum en virðisaukaskattur á DVD-myndum og myndböndum helst óbreyttur. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að aðalrökin fyrir því að lækka skatt á hljómdiska en ekki DVD-myndir séu þau að bókin og platan hafi yfirleitt verið að berjast í samkeppni. „Samtök tónlistarmanna hafa haldið því fast fram að það kæmi þeim illa að virðisaukaskattur á bókum væri lægri en á tónlist,“ segir hann. Virðisaukaskattur af heitu vatni, rafmagni, olíu til húshitunar, laug- arvatns, afnotagjöldum sjónvarps og hljóðvarps, aðgangi að vega- mannvirkjun og útleigu á hótel- og gistiherbergjum lækkar. Sama gild- ir um virðisaukaskatt af veitinga- þjónustu. Hreinlætisvörur lækka ekki Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, segir þeirri netlögreglu sem hann talaði um í sjónvarpsþættinum Silfri Egils á sunnudag ekki vera ætlað að stunda ritskoðun af neinu tagi. Hugmyndin sé fyrst og fremst að lögregluyfirvöld skipuleggi sig betur til þess að glíma við lögbrot á netinu, sér- staklega varðandi dreifingu kláms og barnakláms. Í þættinum sagðist hann vilja setja á fót netlögregluembætti sem myndi koma í veg fyrir dreif- ingu kláms, og önnur lögbrot, á netinu. „Það er veru- leiki að ýmis lögbrot hafa færst inn á netið og menn komast ekki undan því að takast á við þau á þessu sviði eins og öðrum,“ segir hann. „Lögreglan er löngu farin að afhjúpa mál á netinu, til dæmis varðandi barnaklám.“ Steingrímur segist hafa hugs- að sér að þetta verði með svipuð- um hætti og gerist í nágranna- löndunum. Norðmenn séu einna lengst komnir með hugmyndina, en þar starfi sérstök netlögreglu- deild sem vinni með mál af þessu tagi. „Það þarf að koma í veg fyrir að ólögleg framleiðsla og miðlun efnis eigi sér stað, þar á meðal á netinu,“ segir hann. Hjördís Anna Haralds- dóttir, formaður Félags heyrnar- lausra, afhendir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra undirskriftalista til stuðn- ings við félagið og hagsmunabar- áttu þess í dag. Afhendingin verður í menntamálaráðuneytinu klukkan þrjú. Í fréttatilkynningu segir að mörg hundruð manns hafi skrifað sig á undirskriftalistann, sem Valdís Jónsdóttir heyrnar- og talmeinafræðingur hóf á vefsíðu sinni. Þessi viðbrögð sýni að fólk telji lífsnauðsynlegt fyrir heyrnar- lausa að fá táknmál viðurkennt sem íslenskt mál. Táknmálið verði viðurkennt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.