Fréttablaðið - 27.02.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 27.02.2007, Síða 6
Vinna Íslendingar of mikið? Vilt þú ríkisstjórnarskipti í vor? Samtökin Sól í Straumi saka samtökin Hag Hafnarfjarðar um að dreifa hræðsluáróðri í fjöl- miðla um afleiðingar stækkunar álversins í Straumsvík. Sól í Straumi berst gegn því að álverið í Straumsvík verði stækkað en Hagur Hafnarfjarðar hvetur íbúa bæjarins til að samþykkja stækk- un. Hafnfirðingar munu kjósa um stækkun álversins, sem mun auka framleiðslugetuna úr 180 þúsund tonna álframleiðslu á ári í 460 þús- und tonn, hinn 31. mars. Pétur Óskarsson hjá Sól í Straumi segir það ekki rétt að álver- inu í Straumsvík verði lokað þótt stækkun verði hafnað. Hann segir að lengi hafi staðið á heimasíðu Alcan, eiganda álversins, að ekki séu uppi áætlanir um að loka því þótt Hafnfirðingar hafni stækkun. Pétur segir ekki rétt að ríflega hundrað fyrirtæki í Hafnarfirði þjónusti álverið í Straumsvík eins og talsmenn Hags í Hafnarfirði halda fram. Að sögn Péturs eru fyrirtækin um fimmtíu. „Mér finnst ólíklegt að fjöldi hafnfirskra fyrir- tækja sem þjónusta álverið tvöfald- ist rétt fyrir kosningar,“ segir Pétur. Pétur gagnrýnir einnig þá stað- hæfingu Hags í Hafnarfirði að tekj- ur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu séu á milli fimm og sjö prósent af tekjum bæjarsjóðs. „Staðreyndin er að tekjur Hafnarfjarðar af álver- inu eru á milli eitt og tvö prósent. Tekur bæjarins af álverinu voru 108 milljónir árið 2006,“ segir Pétur. Ingi Rútsson, formaður samtak- anna Hagur Hafnarfjarðar, segir samtökin hafa gríðarlegra hags- muna að gæta í kosningunni um álverið því kosið sé um afkomu 1.500 Hafnfirðinga. Hann segir rétt að ríflega hundrað fyrirtæki í Hafnarfirði komi að þjónustu við álverið í Straumsvík. Ingi segir að tölur Sólar í Straumi séu úreltar. Á heimasíðu Alcan kemur fram að fyrirtækin séu á annað hundrað. Fyrir nokkrum dögum stóð að fyrir- tækin væru um fimmtíu. Að sögn Inga byggja samtökin upplýsingar sínar um tekjur Hafnarfjarðarbæjar á tölum frá Samtökum atvinnulífsins. Ingi segir að samkvæmt þeim hafi tekj- ur Hafnarfjarðar vegna álversins verið um 490 milljónir árið 2006. Hagsmunasamtök deila um álverið Talsmaður Sólar í Straumi segir tölur Hags í Hafnarfirði um tekjur bæjarins af álverinu í Straumsvík ýktar. Talsmenn samtakanna eru ósammála um mikil- vægi álversins. Alcan breytti tölum um hafnfirsk fyrirtæki sem þjónusta álverið. Verð á hreinlætis- vörum, eldhúsrúllum, klósettpappír, kertum, servíettum og gjafavörum sem seldar eru í matvöruverslun- um lækkar ekki um mánaðamót þegar virðisaukaskattur á matvör- um lækkar. Virðisaukaskattur lækkar á almennum matvörum, sælgæti, súkkulaði, gosi, ávaxtasöfum, kol- sýrðu vatni og kexi og vörugjöld af matvörum á borð við gos, ávaxtasafa, ís, kex, sultur, ávaxta- grauta, kaffi, te og kakó verða felld niður. Þó að virðisaukaskattur lækki á sykri og sætindum bera þessar vörur enn vörugjöld. Virðisaukaskattur lækkar á bókum, tímaritum, blöðum og hljómdiskum en virðisaukaskattur á DVD-myndum og myndböndum helst óbreyttur. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að aðalrökin fyrir því að lækka skatt á hljómdiska en ekki DVD-myndir séu þau að bókin og platan hafi yfirleitt verið að berjast í samkeppni. „Samtök tónlistarmanna hafa haldið því fast fram að það kæmi þeim illa að virðisaukaskattur á bókum væri lægri en á tónlist,“ segir hann. Virðisaukaskattur af heitu vatni, rafmagni, olíu til húshitunar, laug- arvatns, afnotagjöldum sjónvarps og hljóðvarps, aðgangi að vega- mannvirkjun og útleigu á hótel- og gistiherbergjum lækkar. Sama gild- ir um virðisaukaskatt af veitinga- þjónustu. Hreinlætisvörur lækka ekki Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, segir þeirri netlögreglu sem hann talaði um í sjónvarpsþættinum Silfri Egils á sunnudag ekki vera ætlað að stunda ritskoðun af neinu tagi. Hugmyndin sé fyrst og fremst að lögregluyfirvöld skipuleggi sig betur til þess að glíma við lögbrot á netinu, sér- staklega varðandi dreifingu kláms og barnakláms. Í þættinum sagðist hann vilja setja á fót netlögregluembætti sem myndi koma í veg fyrir dreif- ingu kláms, og önnur lögbrot, á netinu. „Það er veru- leiki að ýmis lögbrot hafa færst inn á netið og menn komast ekki undan því að takast á við þau á þessu sviði eins og öðrum,“ segir hann. „Lögreglan er löngu farin að afhjúpa mál á netinu, til dæmis varðandi barnaklám.“ Steingrímur segist hafa hugs- að sér að þetta verði með svipuð- um hætti og gerist í nágranna- löndunum. Norðmenn séu einna lengst komnir með hugmyndina, en þar starfi sérstök netlögreglu- deild sem vinni með mál af þessu tagi. „Það þarf að koma í veg fyrir að ólögleg framleiðsla og miðlun efnis eigi sér stað, þar á meðal á netinu,“ segir hann. Hjördís Anna Haralds- dóttir, formaður Félags heyrnar- lausra, afhendir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra undirskriftalista til stuðn- ings við félagið og hagsmunabar- áttu þess í dag. Afhendingin verður í menntamálaráðuneytinu klukkan þrjú. Í fréttatilkynningu segir að mörg hundruð manns hafi skrifað sig á undirskriftalistann, sem Valdís Jónsdóttir heyrnar- og talmeinafræðingur hóf á vefsíðu sinni. Þessi viðbrögð sýni að fólk telji lífsnauðsynlegt fyrir heyrnar- lausa að fá táknmál viðurkennt sem íslenskt mál. Táknmálið verði viðurkennt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.