Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 26
 BRYNJAR KEYPTI Í BLOKK Íslenskir knattspyrnumenn í atvinnu- mennskunni erlendis hafa margir hverjir fjárfest í framtíðarhúsnæði í Reykjavík. Þannig hefur til að mynda Eiður Smári Guðjohnsen keypt einbýlishús í Fossvoginum, Hermann Hreiðarsson í Árbænum og Rúnar Kristinsson, sem flytur heim nú í sumar, keypti fallegt hús í Frostaskjól- inu, í næsta nágrenni við KR-völlinn. Einn er þó maðurinn sem breytti út af venjunni því Brynjar Björn Gunn- arsson, leikmaður Reading í ensku úrvalsdeildinni, fjárfesti í látlausri blokkaríbúð á Meistaravöllum. GJÖRBREYTT ÞÝSKALAND Umfjöllun um handbolta hefur gjörbreyst í Þýskalandi eftir að vel- heppnuðu heimsmeistaramóti lauk þar í byrjun þessa mánaðar. Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands og þjálfari Gummersbach, segir það vera mikinn mun hvernig fjölmiðlar fjalli um deildina, bæði í sjónvarpi og dagblöðum. „Það var til að mynda sýnt tíu mínútna brot úr leik okkar gegn Magdeburg á dögunum á ARD, stærstu sjónvarpsstöðinni. Það hefði aldrei gerst fyrir HM,” segir Alfreð, ánægður með að tekist hafi að koma handboltanum á kortið svo um munar í Þýskalandi. EINAR AÐ KOMA TIL Stórskyttan Einar Hólmgeirsson hjá Grosswallstadt, sem missti af heims- meistaramótinu í Þýskalandi vegna slitins liðbands í þumalfingri, er allur að koma til. Búist var við að Einar yrði frá í þrjá mánuði en batinn hefur verið framar vonum og bindur Einar vonir við að vera kominn inn á völlinn eftir tvær til þrjár vikur. Hann nær því lokaspretti þýsku deildarinnar áður en hann gengur í raðir Flensburg í sumar. 4 sport ÚRBÚNINGS- KLEFANUM PÉTUR GUÐMUNDSSON Körfuboltakappinn Pétur Guðmundsson, sem er 48 ára gamall, er hávaxnasti leikmaður sem íslenskur körfubolti hefur alið af sér. Hann er 2,18 metrar á hæð og er eini Íslendingurinn sem hefur gert sig gildandi í NBA-deildinni banda- rísku sem er sterkasta körfuboltadeild í heimi. Pétur fór út árið 1975 og eyddi tveimur árum í bandarískum menntaskóla. Síðan fékk hann skólastyk til að læra og spila körfubolta í Háskólanum í Washington. Hann var valinn af Port- land Trailblazers í NBA-deildinni í nýliðavalinu árið 1981 og spilaði með liðinu í eitt ár. Eftir nokkura ára flakk á milli Íslands, Englands og Bandaríkjanna, hóf hann að spila hinu fornfræga Los Angeles Lakers-liði árið 1986 og ári síðar var hann seldur til San Antonio Spurs. Þar lék hann í tvö ár áður en hann kom heim aftur, fyrst sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Í dag býr hann hins vegar í Seattle í Bandaríkjunum. Þangað flutti hann árið 2004 og starfar sem þjónustu- fulltrúi hjá Precor, sem framleiðir alls kyns æfingatæki svo sem hlaupabretti og þrekhjól. Auk þess þjálfar hann úrvalslið 14-15 ára drengja. Hann segist kunna vel við sig í Seattle og er ekki á leiðinni heim. HVAR ER HANN NÚ? Þ egar leikmenn spila tvo leiki á viku samfleytt mánuð eftir mánuð verða þeir þreyttir. Og við erum ekki að tala um ein- hverja létta æfingaleiki heldur leiki í hæsta gæðaflokki þar sem allt er undir í hverjum leik. Leikmenn Ars- enal hafa fengið að kynnast þessu á yfirstandandi tímabili. Gott gengi hefur þýtt að þeirra dagskrá hefur verið þéttskipuð leikjum. Af þeim liðum sem nú eru eftir í meistara- deildinni hefur Arsenal spilað flesta, alls 45 talsins, og því má spyrja hvort leikmenn liðsins séu ekki komnir að fótum fram, andlega eða líkamlega. Liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum og tapaði úrslitaleik deildarbikarsins gegn Chelsea á sunnudaginn. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, sem þekkir álagið á knattspyrnumönnum í Englandi hvað best eftir að hafa stýrt Stoke, Barnsley og Notts County, segir hættu á því að menn gangi frá sér líkamlega og andlega undir svona álagi. „Það er rosalega erfitt, bæði fyrir sál og líkama, að spila svona marga leiki. Það er hætt við því að ungir leikmenn eins og Cesc Fabregas og Kolo Toure, leikmenn sem bera mikla ábyrgð, haldi ekki út. Það er auðvitað skemmtilegt að spila svona marga leiki og gaman þegar vel gengur en létt er það ekki,“ segir Guðjón. Hann treystir Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, þó full- komlega fyrir því að sjá til þess að álaginu á leikmenn sé dreift. „Wenger veit hvað hann er að gera og reynir að dreifa álaginu eins og hægt er. Það eru hins vegar nokkr- ir leikmenn sem erfitt er að hvíla og er vandamál. Þetta er krítískur tími fyrir ungan leikmannahóp,“ segir Guðjón. Álagið á leikmönnum Arsenal mun heldur ekki minnka á næstu vikum. Liðið hefur leikið tveimur leikjum færra í ensku úrvalsdeild- inni heldur en flest önnur lið þannig að lítil hvíld er fram undan. Hvort Arsene Wenger tekst að halda leikmönnum ferskum á sál og líkama verður að koma í ljós en það mun reyna mikið á þennan snjalla franska knattspyrnustjóra það sem eftir lifir vetrar. Það er ekkert grín að ná árangri og keppa á öllum vígstöðvum. Leikmenn Arsenal geta sennilega kvittað undir það því liðið hefur spilað 45 leiki á þessu tímabili, í úrvalsdeildinni, meistaradeildinni, deildar- bikarnum og bikarnum. Slíkt tekur á bæði líkamlega og andlega. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON » LEIKIR Á TÍMABILINU Arsenal 45 leikir Chelsea 44 leikir Liverpool 42 leikir Barcelona 40 leikir Celtic 40 leikir Manchester United 40 leikir AC Milan 39 leikir Internazionale 37 leikir Roma 37 leikir Valencia 37 leikir PSV 36 leikir Lille 35 leikir Real Madrid 35 leikir Bayern München 33 leikir Lyon 33 leikir Porto 26 leikir ERU LEIKMENN ARSENAL SPRUNGNIR? OFURMENNIÐ Varnarmaðurinn frábæri Kolo Toure hefur leikið 42 af 45 leikjum Arsenal á tímabilinu. Hann spilaði ekki tvo fyrstu leiki Arsenal í deildarbikarnum, gegn West Brom og Everton, og missti síðan af deildarleik gegn Chel- sea í desember. Leikmenn Arsenal hafa spilað 45 leiki á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru af keppnistímabilinu. Ef allt gengur upp og liðið kemst í úrslit meistaradeildarinnar sem og ensku bikarkeppninnar fara leikirnir örugglega yfir 60.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.