Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 15
 Kýrin Búbót frá bænum á Egg í Hegranesi mjólkaði mest allra skagfirskra kúa á síðasta ári. Hún skilaði um 10.692 lítrum af mjólk og er það mesta magn sem kýr í héraðinu hefur mjólkað á einu ári til þessa. Frá þessu segir skagfirska blaðið Feykir. Kýrin Frekja frá Tunguhálsi II var næst í röðinni með 10.390 kíló, en hún átti gamla metið í afurðum sem var 10.631 kíló. Í þriðja sæti var kýrin Örk sem einnig er á bænum á Egg. Búbót besta kýr Skagafjarðar Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð þar sem Norðmönnum eru veittar heimildir til að línuveiða í íslenskri lögsögu. Samkvæmt reglugerðinni er norskum línuskipum heimilt að veiða í íslenskri lögsögu 500 tonn af keilu, löngu og blálöngu miðað við afla upp úr sjó. Auk þess er þeim heimilt að veiða allt að 125 tonn af öðrum tegundum, þó ekki meira en 25 tonn af lúðu, 50 tonn af grálúðu og 50 tonn af karfa miðað við afla upp úr sjó. Mega veiða 625 tonn við Ísland Árlega farast að meðaltali 33 Norðmenn í skemmtibátaslysum. Á síðasta ári týndu 34 Norðmenn lífi við skemmtisiglingar; 30 karlar og fjórar konur. Algengast er að fólk falli fyrir borð eða báti hvolfi en á síðasta ári létust sjö þegar bátum var siglt í strand á mikilli ferð. Norsk yfirvöld rekja ástæður slíkra slysa til þess að bátarnir eru mjög hraðskreiðir og stjórnendur þeirra hafi ekki næga kunnáttu eða þjálfun til siglinga. Að auki er staðfest að fjórtán þeirra sem létust á síðasta ári voru ölvaðir. Slys á skemmti- bátum algeng V e r ð l æ k k a n i r 1 . m a r s 2 0 0 7 Miklar breytingar eru í vændum á skattlagningu matvara. Verð á flestum matvörum á að lækka um 6,1% og í nokkrum tilvikum um 14,1% við lækkun virðisaukaskatts. Neytendastofa hvetur alla til að vera vakandi og fylgjast með því hvort verð lækkar ekki örugglega 1. mars. Með því að geyma kassakvittanir úr verslunum og bera saman eftir 1. mars má greina verðbreytingarnar á einfaldan hátt. Leitið skýringa í verslun ef verð lækkar ekki. Á heimasíðu Neytendastofu, www.neytendastofa.is, hefur verið opnuð vefgátt undir heitinu Verðlagsábendingar – láttu vita! Þar er með skjótvirkum hætti hægt að koma á framfæri ábendingum um það hvort lækkanir á vöruverði hafi ekki skilað sér. Á síðunni eru einnig aðgengilegar upplýsingar um þær matvörur sem eiga að lækka í verði sem og aðra þá þætti sem lækkunin tekur til, s.s. veitingaþjónustu, hótelgistingu og fleira. Neytendur – stöndum vaktina saman! Fylgist með – og látið vita Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is Neytendastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.