Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 38
Það er sennilega ekki á neinn hallað þótt því sé haldið fram að hin fimmtán ára gamla Helga Margrét Þorsteinsdóttir sé efnilegasta frjálsíþrótta- kona landsins. Helga Margrét hlaut silfur á Norðurlanda- móti átján ára og yngri í sjöþraut í fyrra og nú í vetur hefur hún slegið hvert meyja- og stúlknametið á fætur öðru. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞOR- VALDSSON vel gengur,“ segir Helga Margrét, sem hefur notið leiðsagnar Guð- mundar Hólmars Jónssonar við æfingar á Laugarbakka en einnig hefur hinn margreyndi Stefán Jóhannsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni, leiðbeint henni þegar hún hefur verið í Reykjavík. Þessi efnilega íþróttakona er hógværðin uppmáluð þegar hún er spurð að því hver markmið hennar séu. „Ég stefni þangað sem ég get. Ég á mín markmið en í bili er það bara að bæta mig og komast sem lengst. Núna ætla ég að einbeita mér að því að ná lágmörkunum fyrir heimsmeistaramót og Norður- landamót unglinga í sumar og það verður alveg nógu strembið.” Aðspurð um ráð fyrir unga krakka sem eru að byrja í íþróttum segir Helga Margrét það mikilvæg- asta að gefast ekki upp ef eitthvað bjátar á. „Það er nauðsynlegt að keyra sig í gegnum erfiðleika sem koma alltaf upp. Ef það tekst eru manni allir vegir færir.“ Helga Margrét er fædd og uppalin á bóndabæ í Hrútafirði og kemur því úr öðru- vísi umhverfi en flest frjálsíþróttafólk. Hún segist hafa æft frjálsar íþróttir síðan hún man eftir sér, allt frá því að hún fylgdi eldri systkinum sínum á æfingar á Laugabakka. Hún segir það ekki mikið frábrugðið að hafa alist upp á bóndabæ í sveitasælunni. „Það er ekki eins mikill munur og allir halda. Ég var frjálsari og sveitalífinu fylgir mikil hreyfing og útivera. Maður verður kannski svolítið agaðri í þessu umhverfi en í Reykjavík,“ segir Helga Mar- grét en bætir þó við að smekkur hennar á mat beri kannski tölu- verðan keim af því hvaðan hún kemur. „Ég veit fátt betra en slátur og svið og tek það fram yfir pizzu hvenær sem er. Núorðið fæ ég oftar pizzu en það jafnast ekkert á við slátur og svið,“ segir Helga Margrét og talar ekki beint eins og venjulegur fimmtán ára ungl- ingur. Foreldrar hennar eru með sauð- fjárbúskap og Helga Margrét seg- ist hafa gert flest sem viðkemur búskapnum. „Ég hef nú reyndar ekki mikinn tíma núorðið til að sinna fénu en mamma og pabbi hafa skilning á því. Ég æfi sex til sjö sinnum í viku og þá er ekki mikill tími aflögu fyrir búverkin,” segir Helga Margrét. Það getur verið einmanalegt að æfa ein í sveitinni en slíkt ástand er ekki viðvarandi hjá Helgu Mar- gréti. Hún er á leiðinni suður í Menntaskólann við Hamrhlíð næsta haust og ætlar að ganga til liðs við annað hvort ÍR eða Ármann. „Ég veit ekki hvort félagið ég vel. Það verður bara að koma í ljós.“ Helga Margrét er fjölhæfur íþróttamaður og var ein efnileg- asta körfuboltakona landsins, allt þar til hún lagði skóna á hilluna síðasta sumar. „Ég varð að velja og þótt mér finnist körfubolti skemmtilegur eru það frjálsu íþróttirnar sem eiga hug minn allan,“ segir Helga Margrét. Hún segist ekki geta gert upp á milli greina í sjöþrautinni, segir það eiginlega fara eftir hvernig gangi hverju sinni. „Ef ég á að velja einhverjar greinar þá eru stökkgreinarnar, langstökk og hástökk, skemmtilegastar þegar 28. FEBRÚAR OG 16. MARS HANDBOLTI Gummersbach gegn Flensburg og Kiel „Þessir leikir skipta okkur öllu máli og munu í raun og veru skera úr um hvort við náum meistaradeildarsæti eða ekki. Við verðum að vinna báða leikina, sem eru klárlega fjögurra stiga leikir hvor um sig. Ég myndi segja að bæði Flensburg og Kiel séu með betri mannskap og meiri breidd en við en það ætti að hjálpa okkur að við erum á heimavelli og spilum í troðfullri 19.500 manna höllinni í Köln,” segir Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach. 4. MARS GOLF Honda Classic á PGA-móta- röðinni „Þetta er nú ekki allra sterk- asta mótið á PGA-mótaröðinni þetta árið því aðeins fjórir af tuttugu efstu á heimslistanum eru meðal þátttakenda. Það verður gaman ða sjá hvort enski kylfingurinn Luke Donald nái að verja titil sinn frá því í fyrra en þeir sem munu veita honum harðasta keppni eru Padraig Harrington (sigurvegari 2005), Davis Love III, David Toms, Mark Calcavecchia og Justin Leonard. Því miður hefur Tiger Woods ekki boðað þátttöku að þessu sinni en þetta verður engu að síður hörkumót,” segir Þorsteinn Hall- grímsson. 10. MARS BOX Wladimir Klitschko gegn Ray Austin „Ef Wladimir Klitschko nær að halda hausnum frá hægri höndinni á Ray Austin þá spái ég því að hann roti Austin einhvers staðar á milli sjöundu og níundu lotu. Svo einfalt er það. Klitschko þolir hins vegar illa högg og ef hann fær á sig þungt högg þá gæti hann verið rotaður í fyrstu lotu. Klitschko er hins vegar mun betri boxari, með skaðræðis vinstri stungu, og ég spái því að hann vinni á rot- höggi,” segir Bubbi Morthens. 16 sport HÁPUNKTARÁ AGINN KEMUR ÚR SVEITAUPPELDINU STEFÁN UM HELGU MARGRÉTI „Það sem ég hef kynnst af þessari stelpu og hennar íþróttaferli segir mér að hún sé stórefnileg, ekki bara líkamlega heldur líka andlega. Ég er búinn að þjálfa í 40 ár og í heildina er þetta stelpa sem við ættum að reyna að hjálpa til að ná toppárangri. Hún er ein af örfáum íþróttamönnum sem maður getur gert sér vonir um að stígi á verðlaunapall á stórmótum í framtíðinni. Ég minni á að hún er með jafngóðan ef ekki betri árangur en hin sænska Caroline Kluft var með á hennar aldri.” Stefán Jóhannsson frjálsíþróttaþjálfari í Ármanni, hefur aðstoðað Helgu Margréti við æfingar. GUÐMUNDUR UM HELGU MARGRÉTI „Hún er mjög dugleg, samviskusöm og með mikið keppnisskap. Hún tekur mjög vel leiðsögn varðandi tækni og er líka mjög léttlynd og skemmtileg týpa. Hún mætti samt læra að hvíldin skiptir eins miklu máli og að æfa. Það er eiginlega hennar akkilesarhæll ef hægt er að kalla það því nafni. Það er í stuttu máli sagt draumur að þjálfa hana.” Guðmundur Hólmar Jónsson, þjálfari Helgu Margrétar Helga Margrét lét sig ekki muna um að stilla sér upp fyrir ljósmyndara okkar í fjárhúsi foreldra sinna í Hrútafirði. Hún er táknræn fyrir þessa efnilegu íþróttakonu sem er alltaf á tánum. SPORTMYND/ANTON BRINK Nafn: Helga Margrét Þor- steinsdóttir Fædd: 15. nóvember 1991 Foreldrar: Þorsteinn Sigurjónsson og Aðalheiður Böðvarsdóttir Uppáhaldsgreinar: Langstökk og hástökk Uppáhaldsíþróttamaður: Tugþrautarkonan Eunice Barber frá Frakklandi Met: 21 Íslandsmet í stelpna-, telpna-, meyja- og stúlknaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.