Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 8
www.exista.com AÐALFUNDUR EXISTA HF. DAGSKRÁ: Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundarstað að Nordica Hótel. Reykjavík 27. febrúar 2007 Stjórn EXISTA Alþjóðadóm- stóllinn í Haag kvað í gær upp þann úrskurð að Serbía hefði ekki fram- ið þjóðarmorð gegn Bosníu- múslimum í Bosníustríðinu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995. Á hinn bóginn telur dómstóllinn að Serbía hafi brugðist skyldu sinni til að koma í veg fyrir þjóðarmorð sem framið var í Srebrenica í júlí árið 1995. Enn fremur telur dómstóllinn að Serbía hafi gerst brotleg gegn Alþjóðasáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð með því að framselja ekki Ratko Mladic, fyrrverandi herforingja, sem ákærður er fyrir þjóðarmorð hjá Alþjóðlega sakadómstólnum fyrir fyrrverandi Júgóslavíu. Þar sem Serbía taldist ekki bera ábyrgð á þjóðarmorði taldi dóm- stóllinn ekki heldur ástæðu til þess að serbneska ríkið greiddi Bosníu fjárhagslegar bætur. Dómurinn er einstæður í sög- unni, því aldrei áður hefur verið kveðinn upp dómur um það hvort ríki teljist bera ábyrgð á þjóðar- morði. Boris Tadic, forseti Serbíu, fagn- aði dómnum í ávarpi sem hann flutti í gær. Hann sagði hins vegar sárt að dómstóllinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að Serbía hefði ekki gert allt sem hægt var til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Hann hvatti jafnframt serbneska þingið til að fordæma fjöldamorðin í Sre- brenica. Í Bosníu mátti hins vegar heyra reiðileg viðbrögð við því að serb- neska ríkið hefði verið sýknað af beinni ábyrgð á þjóðarmorði. „Skömm sé yfir þeim sem fella slíkan dóm. Hvernig geta þeir sagt „ekki sekir um þjóðarmorð“ þegar til eru ljósmyndir og myndbönd. Þeir eru enn á ný að pynta fólk, að pynta þessar mæður,“ hefur AP fréttastofan til dæmis eftir Zinaida Mujic, fulltrúa samtakanna Mæður frá Srebrenica, en hún missti tvo syni í stríðinu. Af dómnum má þó ráða að dóm- urunum þykir augljóst að þjóðar- morð hafi verið framið í Srebren- ica hinn 11. júlí árið 1995, þegar serbneskir hermenn myrtu um 8.000 Bosníu-múslima, allt karla. Sakborningur í málinu var Serbía, þrátt fyrir að Bosnía-Herse- góvína hafi fyrst höfðað mál á hendur Júgóslavíu árið 1993, en þá átti Bosníustríðið eftir að standa í tvö ár enn og fjöldamorðin í Sre- brenica höfðu ekki verið framin. Sýknuð af þjóðarmorði Alþjóðadómstóllinn telur Serbíu hafa gerst brotlega með því að gera ekki gert allt sem hægt var til að koma í veg fyrir þjóðarmorð árið 1995. Vísindanefnd Norður-Atlantshafssjávarspen- dýraráðsins (NAMMCO) telur að óhætt sé að veiða allt að tíu hnúfubaka á ári við Vestur- Grænland án þess að stofninum stafi hætta af. Grænlenska útvarpið greinir frá þessu eins og kemur fram á fréttavefnum skip.is. Þetta er í fyrsta skipti eftir að hvalveiðum í atvinnuskyni var hætt árið 1986 sem fram kemur ákveðin tillaga frá NAMMCO um fjölda stórra hvala sem veiða megi á ákveðnu svæði. Amalie Jessen, fiski- stofustjóri Grænlands, segir að tillaga vísindanefndarinnar byggi á upplýsingum úr hvalatalningum við Vestur- Grænland haustið 2005. Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala - háskólasjúkrahúss, hafnar því að launamun- ur forstöðuiðjuþjálfa og forstöðusálfræðinga sé tilkominn vegna kynjamismununar. „Þetta hefur ekkert með kyn að gera og ég fullyrði að spítalinn mismunar fólki ekki eftir kynferði,“ segir Magnús. Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðuiðjuþjálfi hefur kært þann launamun sem er milli hennar og forstöðusálfræðinga til kærunefndar jafnréttismála. Elín Ebba segir forstöðusálfræðinga fá um það bil 100 þúsund krónum hærri laun á mánuði en forstöðuiðjuþjálfar, þar sem þeir fái fasta yfir- vinnutíma greidda auk akstursstyrkja. Rökin sem hún hafi fengið fyrir þessum launamun séu þau að störfin séu ekki jafnverðmæt. Það telur hún ekki rétt, spítalinn hafi boðið henni sama launaflokk og forstöðusálfræðingar eru í árið 2003 og þar með viðurkennt störfin jöfn. Það sem hún telur útskýra muninn er kynferði sálfræðinganna. „Það er ekki verið að brjóta á henni jafnréttis- lega. Við teljum eðli, umfang, ábyrgð og skyldur þessara starfa einfaldlega ólík, auk þess sem við kaupum meiri vinnu af sálfræðingunum,“ segir Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri Landspítalans. Spítalinn hafnar ásökunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.