Fréttablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 57
Franska tónlistarkonan Emilie
Simon er á meðal þeirra lista-
manna sem heimsækja okkur á
franska menningarvorinu sem nú
stendur yfir. Tónleikarnir hennar
verða í Háskólabíói á sunnudags-
kvöldið, 4. mars.
Végétal sem kom út í fyrra er
hennar nýjasta plata, en áður hafði
hún gefið út plötuna Emilie Simon
sem kom út 2003 og plötu með tón-
list úr kvikmyndinni Ferð keisara-
mörgæsanna (2005), en sú tónlist
er eflaust hennar þekktasta verk.
Emilie Simon er fædd og upp-
alin í Montpellier. Hún er komin af
tónlistarfólki, mamma hennar er
píanóleikari og pabbi hennar
hljóðmaður. Hún á að baki langa
tónlistarmenntun, m.a. bæði klass-
ískt söngnám og nám í raftónlist.
Tónlist hennar er rafpopp sem ein-
kennist af fáguðum og vel úthugs-
uðum útsetningum og söngrödd-
inni sem er einkar ljúf og
hljómfögur. Emilie hefur stundum
verið líkt við Björk, en tónsmíðar
Emilie eru töluvert hefðbundnara
popp heldur en tilraunir Bjarkar
síðustu ár.
Á Keisaramörgæsaplötunni
notaðist Emilie meðal annars við
upptökur af braki í snjó og á Végét-
al, sem er eins og nafnið gefur til
kynna þemaplata um jurtaríkið,
heldur hún áfram að vinna með
umhverfishljóð og notar hljóð frá
plöntum í tónsmíðarnar. Þessi
aðferð á ættir sínar að rekja til
musique concrète-stefnunnar, en
hefur líka verið notuð í raftónlist
síðustu ára af tónlistarmönnum
eins og Matthew Herbert og dúó-
inu Matmos, sem hvortveggja
hafa unnið með Björk.
Eins og áður segir fjallar Végét-
al platan um jurtaríkið. Textarnir
fjalla um jurtir eða notast við lík-
ingar úr jurtaríkinu. Það eru mörg
fín lög hér, til dæmis upphafslagið
Alicia, Un vieil amant, Dame de
lotus, Never Fall In Love og rokk-
aðasta lag plötunnar Fleur de
saison. Heilsteypt og flott plata,
eins og reyndar hinar tvær plötur
Emilie Simon líka.
Hljómfögur og léttleikandi
Upptökur á nýjum útgáfum Euro-
visionlagsins Ég les í lófa þínum,
bæði á ensku og íslensku, hófust
síðastliðinn föstudag í hljóðveri
Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í
Kópavogi.
Að sögn höfundarins Sveins
Rúnars Sigurðssonar er búið að
ákveða útsetninguna á laginu og
er verið að vinna með hugmyndir
henni tengdar. „Laginu verður
hraðað pínulítið í viðlögunum og
svo kemur einn nýr kafli. Við
höfum efni á stærra „sándi“ en
áður og það er hægt að vanda tölu-
vert meira til verka. Þetta verður
algjör bomba, ég lofa því,“ segir
Sveinn Rúnar.
Auk Sveins stjórna þeir Gunn-
ar Þór Jónsson úr Sóldögg og Vign-
ir Snær Vigfússon úr Írafári upp-
tökum á laginu. Þorvaldur Bjarni
annast síðan hljóðblöndun.
Upptökur á myndbandi við Ég
les í lófa þínum hefjast síðar í
þessari viku. Eftir að þeim lýkur
og upptökunum á laginu heldur
Sveinn Rúnar heim til Ungverja-
lands þar sem hann hefur búið
undanfarið hálft ár. Verður hann
þar í eina til tvær vikur þar til
hann kemur aftur til Íslands til að
taka þátt í lokaundirbúningnum
fyrir úrslitin í Helsinki.
Viðlaginu hraðað
Svanakjóllinn sem Björk Guð-
mundsdóttir klæddist á Óskars-
verðlaunahátíðinni árið 2001
er á meðal tólf mestu tísku-
slysanna í sögu hátíðarinn-
ar á bandarísku heimasíð-
unni msn.com. Á síðunni
segir að í staðinn fyrir að
fólk hafi hlegið með Björk
að kjólnum hafi það
hlegið að henni. Er því
bætt við að titill lags-
ins sem Björk söng á
hátíðinni í kjólnum,
I´ve Seen It All, hafi
verið einkar kald-
hæðnislegur og passað vel við
klæðnaðinn.
Á meðal þeirra sem komust
einnig á listann yfir þær verst
klæddu voru Cher, Kim Bas-
inger, Celine Dion, Gwyneth
Paltrow, Demi Moore og
Uma Thurman.
Leikkonan Jennifer
Aniston hefur átt í leynilegu
sambandi við myndatöku-
mann að nafni Mike sem starf-
ar við sjónvarpsþátt Cour-
teney Cox, Dirt. Mike og
Aniston hittust þegar leik-
konan kom fram í gestahlutverki í
þættinum. „Hún kynnti sig fyrir
honum og þau fóru að
spjalla. Daginn eftir
bauð hann Jen í mat,“
sagði kunningi
Aniston. Ekki er
langt síðan Aniston
hætti með leikaran-
um Vince Vaughn.
Þar áður var hún
gift Brad Pitt en
þau skildu árið
2005.
JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT
Ævintýraleg spenna og hasar
Sýnd í SAMbíóunum kringlunni
SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS
20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER
MEÐ SPRON-KORTI
Sýnd í Háskólabíói
Sýnd í Háskólabíói
The lion, the witch and the wardrobe
...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ
ÞIÐ VITIÐ HVER
HANN ER...
/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16
BABEL kl. 8 - 10:40 B.i.16
VEFURINN HENN... M/- Ísl tal kl. 3:40 - 5:50 Leyfð
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð
FORELDRAR kl. 3:40 Leyfð DIGITAL
Háskólabíó
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16
BABEL kl. 10:40 B.i.16
FORELDRAR kl. 6 Leyfð
BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.16
PERFUME kl. 6 - 9 B.i.12
DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 B.i.7
BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12
BREAKING AND ENTERING VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30
BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 Leyfð
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16
ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16
PERFUME kl. 5:20 B.i.12
GHOST RIDER kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.12
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 - 8 Leyfð
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16
ALPHA DOG kl. 10:10 B.i.16
VEFURINN HENN... M/- Ísl tal kl. 5:50 Leyfð
BREAKING AND ENTERING kl 8 - 10 B.i.12
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 Leyfð
ALPHA DOG kl 8 B.i.16
HANNIBAL RISING kl 10 B.i.16
VEFURINN HENNAR KARLOTTU Ísl tal kl. 6 Leyfð
BRIDGE TO TERABITHIA kl. 8 Leyfð
MAN OF THE YEAR kl. 10 B.i. 7
ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12
PERFUME kl. 10:10 B.i. 16
Með „Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche
BREAKING AND ENTERING
ÓSKARSVERÐLAUNA4 TILNEFNINGAR TIL
Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain
Skráðu þig á SAMbio.is
Stærsta opnun á fjölskyldumynd í Bandaríkjunum í Ár
Frá þeim sömu og færðu okkur
Chronicles Of Narnia:
s.v. mbl
BESTA ERLENDA MYNDIN
GOLDE GLOBE