Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 57
Franska tónlistarkonan Emilie Simon er á meðal þeirra lista- manna sem heimsækja okkur á franska menningarvorinu sem nú stendur yfir. Tónleikarnir hennar verða í Háskólabíói á sunnudags- kvöldið, 4. mars. Végétal sem kom út í fyrra er hennar nýjasta plata, en áður hafði hún gefið út plötuna Emilie Simon sem kom út 2003 og plötu með tón- list úr kvikmyndinni Ferð keisara- mörgæsanna (2005), en sú tónlist er eflaust hennar þekktasta verk. Emilie Simon er fædd og upp- alin í Montpellier. Hún er komin af tónlistarfólki, mamma hennar er píanóleikari og pabbi hennar hljóðmaður. Hún á að baki langa tónlistarmenntun, m.a. bæði klass- ískt söngnám og nám í raftónlist. Tónlist hennar er rafpopp sem ein- kennist af fáguðum og vel úthugs- uðum útsetningum og söngrödd- inni sem er einkar ljúf og hljómfögur. Emilie hefur stundum verið líkt við Björk, en tónsmíðar Emilie eru töluvert hefðbundnara popp heldur en tilraunir Bjarkar síðustu ár. Á Keisaramörgæsaplötunni notaðist Emilie meðal annars við upptökur af braki í snjó og á Végét- al, sem er eins og nafnið gefur til kynna þemaplata um jurtaríkið, heldur hún áfram að vinna með umhverfishljóð og notar hljóð frá plöntum í tónsmíðarnar. Þessi aðferð á ættir sínar að rekja til musique concrète-stefnunnar, en hefur líka verið notuð í raftónlist síðustu ára af tónlistarmönnum eins og Matthew Herbert og dúó- inu Matmos, sem hvortveggja hafa unnið með Björk. Eins og áður segir fjallar Végét- al platan um jurtaríkið. Textarnir fjalla um jurtir eða notast við lík- ingar úr jurtaríkinu. Það eru mörg fín lög hér, til dæmis upphafslagið Alicia, Un vieil amant, Dame de lotus, Never Fall In Love og rokk- aðasta lag plötunnar Fleur de saison. Heilsteypt og flott plata, eins og reyndar hinar tvær plötur Emilie Simon líka. Hljómfögur og léttleikandi Upptökur á nýjum útgáfum Euro- visionlagsins Ég les í lófa þínum, bæði á ensku og íslensku, hófust síðastliðinn föstudag í hljóðveri Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í Kópavogi. Að sögn höfundarins Sveins Rúnars Sigurðssonar er búið að ákveða útsetninguna á laginu og er verið að vinna með hugmyndir henni tengdar. „Laginu verður hraðað pínulítið í viðlögunum og svo kemur einn nýr kafli. Við höfum efni á stærra „sándi“ en áður og það er hægt að vanda tölu- vert meira til verka. Þetta verður algjör bomba, ég lofa því,“ segir Sveinn Rúnar. Auk Sveins stjórna þeir Gunn- ar Þór Jónsson úr Sóldögg og Vign- ir Snær Vigfússon úr Írafári upp- tökum á laginu. Þorvaldur Bjarni annast síðan hljóðblöndun. Upptökur á myndbandi við Ég les í lófa þínum hefjast síðar í þessari viku. Eftir að þeim lýkur og upptökunum á laginu heldur Sveinn Rúnar heim til Ungverja- lands þar sem hann hefur búið undanfarið hálft ár. Verður hann þar í eina til tvær vikur þar til hann kemur aftur til Íslands til að taka þátt í lokaundirbúningnum fyrir úrslitin í Helsinki. Viðlaginu hraðað Svanakjóllinn sem Björk Guð- mundsdóttir klæddist á Óskars- verðlaunahátíðinni árið 2001 er á meðal tólf mestu tísku- slysanna í sögu hátíðarinn- ar á bandarísku heimasíð- unni msn.com. Á síðunni segir að í staðinn fyrir að fólk hafi hlegið með Björk að kjólnum hafi það hlegið að henni. Er því bætt við að titill lags- ins sem Björk söng á hátíðinni í kjólnum, I´ve Seen It All, hafi verið einkar kald- hæðnislegur og passað vel við klæðnaðinn. Á meðal þeirra sem komust einnig á listann yfir þær verst klæddu voru Cher, Kim Bas- inger, Celine Dion, Gwyneth Paltrow, Demi Moore og Uma Thurman. Leikkonan Jennifer Aniston hefur átt í leynilegu sambandi við myndatöku- mann að nafni Mike sem starf- ar við sjónvarpsþátt Cour- teney Cox, Dirt. Mike og Aniston hittust þegar leik- konan kom fram í gestahlutverki í þættinum. „Hún kynnti sig fyrir honum og þau fóru að spjalla. Daginn eftir bauð hann Jen í mat,“ sagði kunningi Aniston. Ekki er langt síðan Aniston hætti með leikaran- um Vince Vaughn. Þar áður var hún gift Brad Pitt en þau skildu árið 2005. JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT Ævintýraleg spenna og hasar Sýnd í SAMbíóunum kringlunni SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI Sýnd í Háskólabíói Sýnd í Háskólabíói The lion, the witch and the wardrobe ...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER... / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 BABEL kl. 8 - 10:40 B.i.16 VEFURINN HENN... M/- Ísl tal kl. 3:40 - 5:50 Leyfð FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 3:40 Leyfð FORELDRAR kl. 3:40 Leyfð DIGITAL Háskólabíó BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 BABEL kl. 10:40 B.i.16 FORELDRAR kl. 6 Leyfð BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.16 PERFUME kl. 6 - 9 B.i.12 DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 B.i.7 BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 BREAKING AND ENTERING VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 Leyfð HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16 ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 PERFUME kl. 5:20 B.i.12 GHOST RIDER kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.12 THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 - 8 Leyfð HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16 ALPHA DOG kl. 10:10 B.i.16 VEFURINN HENN... M/- Ísl tal kl. 5:50 Leyfð BREAKING AND ENTERING kl 8 - 10 B.i.12 THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 Leyfð ALPHA DOG kl 8 B.i.16 HANNIBAL RISING kl 10 B.i.16 VEFURINN HENNAR KARLOTTU Ísl tal kl. 6 Leyfð BRIDGE TO TERABITHIA kl. 8 Leyfð MAN OF THE YEAR kl. 10 B.i. 7 ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 PERFUME kl. 10:10 B.i. 16 Með „Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche BREAKING AND ENTERING ÓSKARSVERÐLAUNA4 TILNEFNINGAR TIL Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain Skráðu þig á SAMbio.is Stærsta opnun á fjölskyldumynd í Bandaríkjunum í Ár Frá þeim sömu og færðu okkur Chronicles Of Narnia: s.v. mbl BESTA ERLENDA MYNDIN GOLDE GLOBE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.