Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 10

Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 10
 Alltaf stóð til að Fjár- festingafélagið Gaumur eignaðist hlut í bátnum Thee Viking og öðrum bátum sem skráðir voru á Jón Gerald Sullenberger í Flórída. Þetta kom fram í máli Jóhann- esar Jónssonar, kaupmanns í Bónus og stjórnarmanns í Baugi Group, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar aðalmeðferð í Baugs- málinu var fram haldið. Jóhannes gat ekki skýrt hvers vegna greiðslur frá Gaumi, sem er í eigu hans og fjölskyldu hans, til Jóns Geralds vegna bátakaupa á Flórída, féllu niður skömmu áður en reglulegar greiðslur fóru að berast frá Baugi til Nordica, félags Jóns Geralds. Jóhannes gaf sömu skýringu og tveir ákærðu – þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson – á greiðslunum úr Baugi. Hann sagði þær hafa verið hugsaðar til að styrkja Nordica vegna starfa félagsins fyrir Baug. Jón Gerald, sem ákærður er í öðrum hluta málsins, hefur hins vegar borið að greiðslurnar hafi átt að fjármagna eignarhlut Gaums í bátunum. Jóhannes sagði Gaum hafa alls greitt um 40 milljónir til Nordica vegna þriggja skemmtibáta, og alltaf hefði staðið til að Gaumur fengi eignarhlut í bátunum í sam- ræmi við það fé sem lagt hefði verið í þá. Þetta er heldur sterkara orðalag en fram kom þegar Jón Ásgeir gaf skýrslu fyrir dómi, en hann sagði að það hefði komið til tals að Gaumur fengi hlut í bátun- um. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs Group, bar einnig vitni fyrir dómi í gær. Hann sagði að engar hótanir hefðu falist í orðum Davíðs Oddssonar, þáver- andi forsætisráðherra, um að rann- sókn skattayfirvalda, samkeppnis- yfirvalda eða lögreglu á Baugi væri yfirvofandi á fundi með sér í London 26. janúar 2002. Framburður Hreins í gær var mun hófstilltari en framburður Jóns Ásgeirs fyrir dómi, en hann hélt því fram síðastliðinn fimmtudag að Davíð hefði á fundinum hótað Hreini því að Baugur yrði fyrir barðinu á lögreglu, samkeppnis- málum og skattayfirvöldum. Hreinn sagði fyrir dómi í gær að Davíð hefði á fundinum sagst vera afar andsnúinn því að íslensk- ir bankar styrktu Baug í áhættu- fjárfestingum erlendis, og honum hefði verið ljóst að ekki væri að draga úr opinberri umræðu sem verið hafði um Baug í aðdraganda fundarins. Í kjölfarið sagðist Hreinn svo hafa gripið til aðgerða til þess að tryggja að allt innan Baugs væri „110 prósent“ tilbúið, kæmi til einhvers konar opinberr- ar rannsóknar. Gaumur átti að fá hlut í báti Jóhannes í Bónus sagði Gaum hafa átt að fá hlut í bátum á Flórída. Stjórnarformaður Baugs sagði engar hótanir hafa falist í orðum Davíðs Oddssonar. BAUGS M Á L I Ð Hvar í heiminum er verið að koma upp dómsdagsgeymslu sem mun geyma allar þekktar frætegundir heimsins? Hvaða leikara hitti krafta- karlinn Magnús Ver nýlega eftir að hafa verið við tökur á bjór- auglýsingu í Bandaríkjunum? Hvaða knattspyrnulið varð enskur deildarbikarmeistari í fjórða sinn um helgina? Fimmtudaginn 1. mars verður haldið fjármálakvöld í Holtagarðaútibúi. Dagskráin hefst kl. 20. Skattamál Sérfræðingar Landsbankans í skattamálum fara yfir skattaumhverfið á Íslandi, ýmis álitaefni varðandi skattlagningu fjármagnstekna og hagnýt atriði við framtalsgerð. Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Allir velkomnir ÍS LE N SK A SI A .IS / LB I 36 45 5 02 /0 7 FIMMTUDAGSKVÖLD ERU FJÁRMÁLAKVÖLD

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.