Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 2

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 2
Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes stal heldur betur sen- unni þegar hann mætti á Classical Brit Awards í Royal Albert Hall í London í gærkvöld. Garðar gekk rauða dregilinn, eins og sá sem valdið hefur, skreyttur arm- bandsúri og rándýrum skartgrip sem forsetafrúin Dorrit Moussai- eff lánaði honum sérstaklega fyrir athöfnina. Í fylgd með honum voru þrjár ljóshærðar yng- ismeyjar sem pössuðu upp á að ekkert kæmi fyrir dýrgripina sem kosta ekki undir 270 milljónum króna. Einar Bárðarson, umboðsmað- ur Garðars Thors, sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld að Garðar Thor hefði vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem menn sjást á almannafæri með slíka dýrgripi sem skartgrip- ir Dorritar eru. Einar sagðist þó ekki vita hvort Dorrit hefði smíð- að gripina sjálf líkt og haldið var fram í breskum vefmiðlum í gær- kvöld. „Stjarnan, sem er verndargrip- ur í eigu Dorritar, kostar nákvæm- lega 266 milljónir miðað við geng- ið hjá Glitni þegar bankanum var lokað í dag,“ segir Einar og hlær. Hann bætir við að armbandsúrið hafi verið örlítið dýrara en þessi hefðbundnu Casio-úr. „Það kost- aði 7,3 milljónir og er frá Moussa- ieff-fjölskyldunni.“ Um stúlkurnar þrjár sem fylgdu Garðari Thor hvert fótmál sagðist Einar lítið vita og þvertók fyrir að nærvera þeirra væri runnin undan hans rifjum. „Ég held að þær hafi verið frá tryggingafé- laginu sem tryggir skartið. Sem er kannski eins gott miðað við verðmætið,“ segir Einar. Hann segir Dorrit hafa boðist til að lána Garðari skartgripi fyrir kvöldið eftir að þeir hittu hana á miðvikudaginn. „Hún er öll að hressast,“ segir Einar um líðan forsetafrúarinnar sem lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu. Einar og Garðar sendu Dor- rit nýjan geisladisk Garðars Thors til létta lund forsetafrúarinnar í veikindunum og féll hann í góðan jarðveg að sögn Einars. „Hún var yfir sig hrifin af Garðari,“ sagði Einar áður en hann dreif sig inn í sal Royal Albert Hall til að heilsa upp á Paul McCartney sem sat að sögn umboðsmannsins á næsta borði við Íslendingana. Örnólfur Thorsson forsetaritari sagðist ekkert vita um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær- kvöld. Pilturinn sem var nær drukknaður í sundlaug Kópavogs í síðustu viku liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Ekkert liggur fyrir um tildrög slyssins. „Við vinnum enn að rannsókn málsins og ætlum að upplýsa hvað þarna gerðist en að svo stöddu er ekkert komið í ljós,“ segir Sigurbjörn V. Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Fjöldi öryggismyndavéla er á sundlaugarsvæðinu en Sigur- björn segir að upptökur úr þeim hafi ekki nýst sem skyldi við rannsóknina því ekki hafi náðst myndir af slysinu. Að sögn læknis á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi er piltinum enn haldið sofandi í öndunarvél. Pilturinn var í sundi ásamt skólafélögum sínum úr Snælandsskóla þegar atvikið átti sér stað. Drengnum enn haldið sofandi Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu var kölluð út á miðvikudagskvöld vegna manns sem var að svamla í Reykjavíkur- tjörn. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn, sem er japanskur ferðamaður, kominn á þurrt og gat enga grein gert fyrir háttalagi sínu sökum ölvunar. Ekki er ljóst hvort maðurinn datt í Tjörnina eða stakk sér til sunds. Ferðamaðurinn var ekki sá eini sem lögreglan hafði afskipti af á miðvikudagskvöld. Tveir menn um fimmtugt fengu að sofa úr sér áfengisvímu á lögreglustöð en þeir höfðu drukkið heldur ótæpilega. Svamlaði í Tjörninni Tugþúsundir Ísraela tóku í gær þátt í mótmælafundi í Jerúsalem, þar sem afsagnar Ehuds Olmerts forsætisráðherra var krafist. En Olmert, sem sætir harðri gagnrýni fyrir það hvernig hann hélt á málum í stríðinu við Hizbolla-skæruliða í Líbanon í fyrra, virðist hafa tekist að hrinda uppreisn gegn sér í eigin flokki. Olmert hefur heitið því að fylgja „til síðasta smáatriðis“ ráðlegging- um þeim sem beint er til stjórn- valda í niðurstöðum nýbirtrar skýrslu um öll þau mistök sem gerð voru í tengslum við stríðið í fyrrasumar. Tugþúsundir á mótmælafundi Árni, trúir þú á álfasögur? Á sunnudaginn ræðst hvort sósíalistinn Segolene Royal eða hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy verður forseti Frakklands næstu árin. Kosningabar- áttan náði hámarki í kappræðum á miðvikudaginn. Bæði Royal og Sarkozy telja sig hafa haft yfirhönd- ina í kappræðunum þótt flestir fjölmiðlar í Frakklandi hafi metið það svo að jafntefli hafi orðið. Dagblaðið Le Figaro birti þó skoðanakönnun sem sýndi að 53 prósent kjósenda teldu Sarkozy hafa komið betur út, en 31 prósent töldu Royal hafa staðið sig betur. Francois Bayrou, miðjumaðurinn sem varð undir í fyrri umferð forsetakosninganna, tók í gær af skarið að hálfu leyti og sagðist ekki ætla að kjósa Sarkozy. Sarkozy hefur til þessa haft betur í könnunum og almennt var talið að kappræðurnar hafi verið síðasta tækifæri Royal til að vinna upp forskot Sarkozys. Í kappræðunum gerði Sarkozy sér far um að halda ró sinni, en hann hefur til þessa þótt heldur árásar- gjarn. Á hinn bóginn kastaði Royal af sér hógværðinni og greip hvað eftir annað fram í fyrir honum. „Ég varð hálf undrandi stundum á því hve frú Royal var árásargjörn,“ sagði Sarkozy í gærmorgun. Niðurrif hússins við Austurstræti 22, sem eyðilagðist í brunanum í apríl, var stöðvað í gær- morgun þar sem enn liggur ekki fyrir endanlegt mat á tjóninu frá tryggingafélagi. Rekstraraðilar í húsinu eru ósáttir með framgang mála og segja að ýmislegt heillegt hafi verið rifið. „Í sjálfu sér fór enginn fram á að aðgerðir væru stöðvaðar enda hófst niðurrifið á laugardag með fullu samþykki allra aðila,“ segir Þor- steinn Bergsson, framkvæmda- stjóri minjaverndar, sem er einn þeirra sem hafa umsjón með fram- kvæmdunum. Hann segir að menn hafi átt von á að niðurstöður um tryggingabætur lægu fyrir fyrr en þegar þær drógust á langinn hafi verið ákveðið að hinkra. Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda hússins, segir að menn hafi viljað vera vissir um að húsið væri ónýtt áður en það væri rifið til grunna. „Í raun var niðurrif ekki hafið. Þessar framkvæmdir sem hófust á laugardag snerust um að tryggja að ekki yrði frekara tjón þarna og ekki stafaði hætta af rúst- unum,“ segir Ástráður og bætir því við að ákvörðun um að stöðva fram- kvæmdir hafi verið tekin í mesta bróðerni. Geir Steinþórsson, sem rak skemmtistaðinn Pravda ásamt fleir- um, er óánægður með niðurrifið og segir að heillegir hlutar hússins hafi verið rifnir. „Við erum mjög ósáttir við hvernig staðið er að málum því við vorum ekki einu sinni látnir vita þegar niðurrifið hófst. Reykjavíkurborg gengur fram með yfirgangi í þessu máli,“ segir Geir. Engin krafa um að stöðva niðurrif Með 270 milljóna króna skart frá Dorrit Garðar Thor Cortes bar skartgripi að verðmæti rúmlega 270 milljónir króna þegar hann mætti á Classical Brit Awards-hátíðina í Royal Albert Hall í gær- kvöld. Skartgripina fékk hann að láni hjá forsetafrúnni Dorrit Moussaieff. Guðjón Ólafur Jónsson alþingismaður segist hvorki hafa beitt aðra nefndarmenn í allsherj- arnefnd þrýstingi né verið sjálfur beittur þrýstingi við afgreiðslu málsins um ríkisborgararétt unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Í bréfinu ítrekar Guðjón það sem áður hefur verið haft eftir honum, Bjarna Benediktssyni og Guðrúnu Ögmundsdóttur að umrætt mál hafi fengið að öllu leyti eðlilega og sambærilega afgreiðslu í allsherjarnefnd eins og öll önnur mál. Málið fékk eðli- lega afgreiðslu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.