Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 84
Einhver myndi lýsa sam-
bandi bandarísku lista-
konunnar Roni Horn við
Ísland sem ástarsambandi.
Hún kom hingað til lands
skömmu eftir nám sitt í
myndlist í heimaborg sinni
New York og hefur síðan
verið hér fastagestur.
Landið hefur sest að í verkum
hennar af ýmsu tagi, einkum ljós-
myndaverkum hennar og sýn
hennar á landið sem er reglubund-
in og skipuleg í úrvinnslu hefur
vafalítið aukið hróður landsins.
Heimamönnum kunna að þykja
látlausar og ýkjulausar myndir
hennar hversdagslegar enda er öll
list hennar íhugun um merkingu
og mið, hvað er að baki ásýndinni.
Roni verður fyrirferðarmikil
í menningarlífinu á þessu vori:
fram undan er stór sýning á verk-
um hennar í Listasafni Íslands
sem hefur verið lengi í undirbún-
ingi og verður opnuð 10. maí. Nú
í vikulokin var lokið frágangi á
Vatnasafninu sem hún átti upp-
tökin að vestur í Stykkishólmi.
Hátt yfir lágreistu þorpinu gnæfir
bygging sem til þessa hefur hýst
bókasafnið. Húsið hannaði Peter
Matull í húsameistaratíð Harðar
Bjarnasonar 1958 og reis það á ár-
unum eftir það. Á ferðum sínum
þar hjá tók Roni eftir bygging-
unni. Það var svo 2004 að henni
kom í hug að gera húsið að íhug-
unarstað og hugmyndin um vatna-
safnið varð til.
Vatnasafnið er nú orðið að veru-
leika með tilstyrk opinberra aðila
með stuðningi einkaaðila.
Vatnasafnið geymir risastóra
innsetningu eftir Roni, minnis-
varða um vatnabúskap landsins,
eins konar áminningu um hið dýr-
mæta efnasamband sem er meiri-
hlutinn af okkur. Þá er í húsinu að-
staða fyrir gestalistamann og sam-
komusalur.
Í verkefninu mætast marg-
ir kraftar. Djúp virðing og aðdá-
un listakonunnar fyrir náttúru Ís-
lands, sá alþjóðlegi áhugi sem
hefur aukist mjög hin síðari ár á
alþjóðlegum vettvangi og vináttu-
hópur hennar hér á landi.
Það var nokkurt átak fyrir kyrr-
látt samfélag í Hólminum að átta
sig á hugmynd listakonunnar og
urðu nokkrar ýfingar um málið.
Með tilstyrk ráðuneyta mennta-
mála og samgöngumála, fjárlaga-
nefndar Alþingis og Stykkishólms-
bæjar var málið í höfn. Hugmynd-
ir Roni gerðu ráð fyrir nokkrum
endurbótum á húsinu og að auki
var verulegur kostnaður við að
koma verkinu fyrir. Einkaaðilar
hlupu þá undir bagga, FL Group,
Olíufélagið og Straumur-Burðar-
ás. Að auki komu að verkinu list-
vinasamtökin bresku Artangel
sem eru búsett í London. Þau hafa
um nokkurn tíma verið afar virk
í hvers kyns verkefnum á Bret-
landseyjum en sækja nú í fyrsta
sinn út fyrir eyjarnar og leggja lið
á erlendri grund. Þar koma að vel-
stæðir einstaklingar og vekur at-
hygli að Hreiðar Már Sigurðsson
hjá Kaupþingi og Anna Lísa Sigur-
jónsdóttir eru í þeim hópi.
Vatnasafnið er þannig fyrsta
listaverkefnið sem sækir styrk
sinn í senn í alþjóðlegt og innlent
fjármagn.
Þar hafa líka komið við sögu
margir innlendir aðilar: Gláma
Kím Arkitektar Laugavegi 164 eru
ráðgjafar og arkitektar breyting-
anna, byggingarverktaki er Skipa-
vík í Stykkishólmi, Helgi í Lumex
annast lýsingu og fjöldi aðila hefur
komið að söfnun vatnsins sem er
meginefni verks Roni.
Ekki er að efa að Vatnasafnið
mun kalla á marga gesti á næstu
árum og verða hvati fyrir auk-
inn straum innlendra og erlendra
gesta í Hólminn. Vefur safnsins er
www.libraryofwater.is.
á K r i ng l u k r ánn i
f r á V e s t m a n n a e y j u m
E i n e l s t a og mes t a r o k kh l j óms ve i t l a nd s i n s
í k v ö l d o g á
morgun laugardag 5. maí
E y j a s t uð . . .
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is