Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 40
BLS. 4 | sirkus | 4. MAÍ 2007 Heyrst hefur A thafnamaðurinn Hannes Smárason er fagurkeri og sést það hvar sem borið er niður. Hannesi, sem er forstjóri og stærsti hluthafi í FL Group, hefur gengið allt í haginn á undanförnum misserum og því getur hann látið eftir sér hluti sem flesta dreymir um en fæstir framkvæma. Hlutur hans í FL Group er metinn á rúma 45 milljarða. Hannes á til að mynda bæði Fjölnisveg 9 og 11 og skiptist á að búa í þessum reisulegum húsum, sem eru með fegurstu íbúðarhúsum borgar- innar. Hannes hefur líka dálæti á hraðskreiðum og fallegum bílum og sjást þess glögglega merki í inn- keyrslunni heima hjá honum. Þar gefur að líta fjóra flotta bíla sem allir eiga það sameiginlegt að vera bæði dýrir og afar kraftmiklir. Fyrst ber að nefna svartan Range Rover Supercharger sem kostar nýr um 15 milljónir. Hannes er einnig með Porsche Ceyenne Turbo jeppa sem er 520 hestöfl og Porsche 911 Turbo sportbíl. Sambýliskona Hannesar, Unnur Sigurðardóttir, er síðan með gráan BMW M6 til að bregða sér bæjarleið en slíkur bíll kostar nýr á bilinu 16 til 18 milljónir. Þess fyrir utan á Hannes sjö ára gamlan Toyota Landcruiser 100 sem stóð fyrir utan Hótel Loftleiðir nú í vikunni og beið eftir því að eigandi sinn kæmi úr túr með Lárusi Welding, nýjum forstjóra Glitnis, og fleiri starfsmönnum bankans. HANNES SMÁRASON MEÐ 1900 HESTÖFL Í INNKEYRSLUNNI FAGURKERI Hannes Smárason er mikið fyrir fallega hluti og gildir þá einu hvort um er að ræða hús eða bíla. FLOTTUR FLOTI Eins og sjá má þessari mynd þá er bílaflotinn fyrir utan heimili Hannesar ekkert slor. Það hefur aldrei verið þægilegra að eignast Aygo. Núna þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að keyra bílinn – við sjáum um restina. Aygo. Engar áhyggjur. Ofkeyrðu þig. www.aygo.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Kostar ekkert, þannig séð ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 73 72 0 4/ 07 *Sértilboð Elísabetar og AYGO. M.v. 84 mánuði. Innifalið er afborgun af láni, tryggingar (ábyrgðar- og kaskótrygging) og bifreiðagjöld á fyrsta tímabili. 26.855 kr.* á mánuði: Innifalið: Afborgun af láni - Tryggingar - Bifreiðagjald 1. tímabils - Engin útborgun. engin útborgun É g var mjög heppin að komast að í bransanum,“ segir Ósk Pétursdóttir, sem starfar við sjónvarpsþátta- gerð í London. Ósk hefur búið mestalla ævi í Bretlandi en hún flutti til Íslands til að ganga í Menntaskólann á Akureyri. Eftir stúdentinn hélt hún út aftur og settist á skólabekk í fatahönnun. „Ég vissi ekkert hvað mig langaði að verða og prófaði fatahönnunina. Ég var hins vegar ekkert voðalega góð í því og ákvað að prófa eitthvað annað. Ég hélt mig við sama skólann og endaði í námi í sjónvarpsþátta- gerð,“ segir Ósk en lokaverkefnið hennar var tíu mínutna heimilda- mynd um söngkonuna Þórunni Antoníu sem er vinkona hennar. „Ég var að vinna hjá frekar stóru fyrirtæki með skólanum og á sama tíma og ég útskrifaðist ráku þeir stelpu og buðu mér vinnuna og þar hef ég unnið við alls kyns verkefni,“ segir Ósk en hún hefur meðal annars séð um rannsóknar- vinnu fyrir spjallþætti, tekið viðtöl, búið til spurningar og tekið á móti stjörnum. Á meðal stjarna sem hún hefur hitt eru David Hasselhoff, Adam Sandler og Mary Kate og Asley Olsen. Ósk kippir sig ekki lengur upp við að hitta heimsfrægar stjörnur en segir þær misskemmti- legar. „Adam Sandler var frábær en Olsen systurnar ekki. Við fengum ekki að koma nálægt þeim og fólkið í kringum þær var mjög erfitt. Hasselhoff er mjög sérvitur og um leið og hann kom til okkar byrjaði hann að syngja I‘m singing in the rain, sem var mjög fyndið,“ segir hún og bætir við að hún hafi líka unnið við tónlistarþættina Popworld sem sýndir hafi verið á Popptíví um tíma og hafi því einnig hitt margar frægar hljómsveitir og tónlistarfólk. Ósk ólst upp í Hull þar sem faðir hennar starfrækir sjávarútvegsfyrir- tæki. Hann rak um tíma tískumerkið X18 og er mikill athafnamaður. Foreldrar hennar eru nú fluttir heim aftur til Íslands en Ósk býst ekki við að vera á leiðinni heim í bráð. „Ég bý með enskum kærasta mínum sem er líka í þessum bransa en hann er framleiðandi og leikstjóri. Ég er með heimþrá en hvar við endum kemur í ljós. Draumurinn er að framleiða mína eigin þætti og ég held að það sé ekkert langt í að sá draumur rætist en það kemur í ljós. Í þessum bransa er ekki alltaf næg vinna fyrir alla og því þarf maður stundum að taka að sér óspennandi verkefni. Ég vil komast í þá stöðu að geta valið mér það sem mér finnst áhugavert,“ segir hún og bætir við að það sé margt sem heilli. „Ég var 16 ára þegar ég ákvað að flytja ein til Íslands og mamma og pabbi hafa alltaf staðið með mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Pabbi og mamma eru ótrúlegir dugnaðargarpar og ég horfi upp til þeirra. Það er sama hvað ég tek mér fyrir hendur, þau eru alltaf jákvæð,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún hafi fundið ástríðu sína í sjónvarpinu. „Ég er mjög heppin, ég elska vinnuna mína og gæti ekki hugsað mér að vinna við eitthvað annað.“ indiana@frettabladid.is HASSELHOFF ER FURÐUFUGL ÓSK PÉTURSDÓTTIR „Ég er mjög heppin, ég elska vinnuna mína og gæti ekki hugsað mér að vinna við eitthvað annað.“ FURÐUFUGL Baywatch-stjarnan er afar sérvitur að sögn Óskar en Hasselhoff söng hástöfum þegar hún hitti hann. OLSEN-SYSTUR Enginn mátti koma nálægt heimsfrægu tvíburasystrun- um og Ósk segir starfsfólk þeirra mjög erfitt viðureignar. Minnir á Tom Cruise „Ég fæ oft að heyra að ég minni á Tom Cruise“ segir Danilo Oriba, tvöfaldur heimsmeistari í flair- barmennsku, sem staddur er hér á landi í tilefni af Íslands- móti barþjóna sem fram fer á Hótel Nordica á sunnudaginn. Danilo er frá Úruguvæ en býr í Las Vegas. Flair snýst um að kasta flöskum og glösum á loft um leið og blandaðir eru drykkir. Iðnin sló rækilega í gegn í kjölfar kvikmyndarinnar Coktail sem skartaði Hollywood-stjörnunni Tom Cruise. „Ég sá myndina á sínum tíma og fékk þennan áhuga í kjölfarið,“ segir Danilo brosandi og bætir aðspurður við að uppáhaldsdrykkurinn hans sé Grand Marnier og tónik. Þetta er í annað skiptið sem Danilo heimsækir Ísland en hann kom einnig á Íslandsmótið í fyrra. „Ég skemmti mér mjög vel og vona að ég hafi tíma til að kíkja á næturlífið,“ segir hann og bætir við að hann muni ekki eftir haugafullum Íslendingum á lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.