Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 94
Valsarinn Markús Máni Michaelsson og Fylkismaðurinn Guðlaugur Arnarsson höfnuðu á dögunum tilboði frá spænska félag- inu Torrevieja en báðir segja þeir að um freistandi tilboð hafi verið að ræða. „Það þarf mikið til að fá mig aftur út og margir hlutir sem spila þar inn í. Tilboðið var fínt en eins og staðan er núna reikna ég fastlega með því að spila áfram hér á landi,“ sagði Markús Máni en danska fé- lagið Aarhus hefur einnig borið ví- urnar í hann sem og þýsk félög. Húsvíkingurinn Guðlaugur Arn- arsson hafnaði einnig tilboði frá Torrevieja og hann hefur ákveðið að leika á Íslandi næsta vetur þrátt fyrir áhuga erlendra liða. „Ég hef fengið fjöldann allan af fyrirspurnum en í rauninni bara eitt freistandi tilboð og það kom frá spænska félaginu Torrevieja,“ sagði Guðlaugur en hornamaður- inn Einar Örn Jónsson lék með fé- laginu á sínum tíma. „Tilboðið var gott en ekki nógu gott til að toga mig til Spánar. Ég er í góðri vinnu hér heima og ætlaði aldrei að fara út bara til að fara út. Eftir nokkra umhugsun höfum við ákveðið að vera áfram hér á Íslandi.“ Félög á borð við hið danska GOG voru á meðal þeirra sem báru ví- urnar í Guðlaug sem lék með Gum- mersbach fyrri hluta tímabilsins og stóð sig með sóma. Þýsk félög voru einnig með Guðlaug í sigtinu en þau mál komust aldrei á alvar- legt stig. Guðlaugur sagði aðspurður að hann yrði ekki áfram í herbúð- um Fylkis en vildi ekkert um það segja hvert leiðin lægi næst. Hann er sterklega orðaður við Stjörn- una líkt og félagar hans úr Fylki, Heimir Örn Árnason og Hlynur Morthens, en Fréttablaðið greindi frá því í gær. Markús og Guðlaugur höfnuðu góðum tilboðum frá Torrevieja Safamýrarlið Fram er á byrjunarreit í leit sinni að arf- taka Guðmundar Guðmundsson- ar eftir að Ágúst Þór Jóhanns- son, þjálfari kvennaliðs Fram, hafnaði tilboði félagsins seinni- partinn í gær. „Þetta var fínt tilboð og spenn- andi tækifæri en ég sé mér ein- faldlega ekki fært að sinna starf- inu af þeim krafti og metnaði sem ég vil gera. Á þeim forsend- um hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Ágúst Þór en kona hans hyggur á meistaranám næsta vetur og álagið heimafyrir eyksti í kjöl- farið en Ágúst er tveggja barna faðir. „Ég er það metnaðarfullur að ég hefði verið á mörgum leikj- um, skoðað andstæðingana í þaula og gert allt til að undirbúa liðið sem best. Ég hefði þurft að leggja mikið á mig til þess að komast almennilega inn í bolt- ann á ný og svo er búið að fjölga leikjum í deildinni mikið. Ég hef einfaldlega ekki þennan tíma því miður,“ sagði Ágúst Þór. Hann hefur ekki enn ákveð- ið hvort hann haldi áfram þjálf- un kvennaliðs Vals en hann mun væntanlega gefa Valsmönnum svar um helgina. Ágúst hafnaði Fram HK hefur tekið for- ystuna í úrslitaeinvíginu um deild- arbikarinn eftir þriggja marka sigur, 29-26, á Stjörnunni í Digra- nesi í gær. Leikurinn var lítt spennandi og í rauninni hrútleið- inlegur enda virtust margir leik- menn hafa ákaflega lítinn áhuga á leiknum. Það lofar aldrei góðu. Fyrri hálfleikur var ævintýra- lega slakur af beggja hálfu. Í raun voru aðeins tveir leikmenn með einhverri meðvitund á vellin- um og það voru Stjörnumennirn- ir Patrekur Jóhannesson og Björn Óli Guðmundsson. Patrekur skoraði nánast að vild og Björn Óli var drjúgur. Lunkinn handboltamaður þar á ferðinni sem skilar sínu þó svo að hann sé ekki í besta forminu á vellinum. Lagði sig allan í verkefnið og það hefðu fleiri mátt gera. Heil 20 mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi með tveim mörkum, 9-11. Markakóng- urinn Valdimar Þórsson skoraði tvö fyrstu mörk HK í síðari hálf- leik en lauk síðan keppni. Marka- kóngurinn var ákaflega dapur í leiknum og virtist vera álíka spenntur fyrir honum og páfinn. Leikur liðanna var lengst- um tilviljanakenndur, klaufaleg- ur og minnti í raun á æfingaleik að hausti. Blessunarlega fyrir HK voru atvinnumennirnir Aug- ustas Strazdas og Tomas Eitutis fagmennskan uppmáluð og þeir unnu leikinn upp á eigin spýt- ur. Þunglamalegt Stjörnulið náði ekki að hanga í HK þegar atvinnu- mennirnir settu kraft í leikinn. Það verður að segjast eins og er að þessi deildarbikarkeppni er eitt mesta fíaskó síðari tíma í hand- boltanum. Áhuginn og stemning- in fyrir keppninni er lítil sem eng- inn og þegar leikmennirnir sjálfir virðast lítinn áhuga hafa á verk- efninu er allt eins hægt að sleppa því að spila. Leikmenn HK og Stjörnunnar buðu ekki beint upp á flugeldasýningu í fyrsta leik sínum í úrslitum deildar- bikarsins. Leikurinn var illa leikinn, óspennandi og ekkert fyrir augað. Áhorfendur fengu lítið fyrir sinn snúð. HK vann með þrem mörkum, 29-26, þrátt fyrir að hafa lítið lagt í leikinn. Deildarbikar karla: Spænsku liðin Sevilla og Espanyol tryggðu sér í gærkvöld þátttökurétt í úrslitaleik UEFA- bikarsins er síðari leikir undan- úrslitanna voru leiknir. Espanyol lagði Werder Brem- en á útivelli, 1-2, og samanlagt 5- 1. Bremen átti ágætis möguleika eftir að hafa skorað snemma í leiknum en þeir möguleikar fuku út um gluggann strax á 19. mín- útu þegar framherjinn Miroslav Klose lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Sevilla lagði Osasuna 2-0 á heimavelli og samtals 2-1. Sevilla vann keppnina í fyrra. Spænskur úrslitaleikur Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu og íþróttafréttamenn blaðs- ins spá Blikum sjöunda sætinu. Annað árið hefur verið Blikum erfitt und- anfarin tuttugu ár. Í síðustu fjögur skipti hefur árangurinn á fyrsta árinu verið ofar öllum væntingum en síðan hefur sigið á ógæfuhliðina. Það eru liðin 26 ár síðan Breiðabliksliðið náði að bæta árangur sinn á öðru ári. Blikar hafa alla burði til þess að forðast fallbaráttuna en það verður erfitt að jafna árangur síðasta sumar þar sem þeir hækkuðu sig um þrjú sæti í lokaum- ferðinni. Blikar hafa verið á uppleið und- anfarin sumur og hafa hækkað sig þrjú tímabil í röð eða frá því að þeir voru fall- baráttu 1. deildarinnar sumarið 2003. Þeir urðu fyrsta liðið til þess að vinna alla sjö leiki sína í riðlakeppni Lengjubik- arsins og það má búast við að væntingarn- ar í Smáranum séu að liðið sanni sig í efri hluta deildarinnar. Það hefur hins vegar oft reynst Blikum erfitt að standast pressu sem sást kannski best á tapinu gegn Víkingum í átta liða úrslitunum Blikar töpuðu aðeins tveimur leikjum eftir að Ólafur H. Kristjánsson tók við um mitt mót í fyrra. Þar munaði mestu að liðið fór að fá stig á útivelli og varnarleikur liðs- ins tók stakkaskiptum. Útivöllurinn og varn- arleikurinn hafa verið Blikum til trafala undanfarin ár. Takist Ólafi að byggja ofan á gengi liðsins í fyrra er hann ekki aðeins búinn að gera Blika að stöðugu úrvalsdeild- arliði heldur einnig búinn að sanna sig sem einn af betri þjálfurum deildarinnar. Annað árið er alltaf erfitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.