Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 98
 „Ég er bara að horfa á leik KR og Njarðvíkur í úrslit- unum. Ég var að fá þetta sent frá Inga Þór,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon þegar Fréttablað- ið heyrði í honum en Helgi sjálf- ur er í miðri úrslitakeppni í Sviss með liði sínu BC Boncourt. Liðið er komið í undanúrslit eftir að hafa tryggt sér sigur í átta liða úrslitunum í oddaleik. „Það er búinn að vera svona KR-bragur á okkur því við erum búnir að fara frekar erfiða leið í gegnum úr- slitakeppnina. Við erum ekki sig- urstranglegir í þessu einvígi og þeir voru búnir að vinna okkur þrisvar í vetur og það nokkuð sannfærandi. Þeir eiga að vinna þetta, eru með svakalega góðan mannskap og með langmestu pen- ingana milli handanna. Þeir eru búnir að vinna flesta leikina með meira en tíu stigum. Það er gaman að láta þá aðeins finna fyrir sér og gera þá smá hrædda. Við erum vel skipulagðir og erum með mjög fínt lið. Við þurfum bara að hafa trúna á að við getum tekið þessa menn,“ segir Helgi sem skoraði 21 stig og var stigahæsti maður vall- arins í 87-85 sigri BC Boncourt í framlengingu en þetta var fyrsta tap Fribourg í úrslitakeppninni í ár. Þetta var í fyrsta sinn sem hann skoraði yfir tuttugu stig í úrslita- keppninni. „Þeir loka svakalega á kanann okkar sem er búinn að vera okkar aðalmaður í vetur. Þá opn- aðist mikið fyrir mig sem og hina þrjá sem eru með okkur á leikvell- inum. Ég var með tvo þrista og síðan var ég að fara inn í teig af því að ég var með minni mann á mér,“ segir Helgi en þetta leit ekk- ert alltof vel út um tíma. „Við vorum skelfilegir sóknar- lega þangað til allt í einu í fjórða leikhluta að þetta fór allt að smella hjá okkur. Við vorum að spila fína vörn allan leikinn. Við vorum komnir 13 stigum undir í fjórða leikhluta þegar fimm mínútur voru eftir. Þá small sóknin. Við vorum alltaf yfir mest alla fram- lenginguna,“ sagði Helgi sem setti meðal annars niður mikilvægt víti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum.” Þetta var tólfti sigur Boncourt í röð á heimavelli og þeir eru erf- iðir heim að sækja. „Við erum mjög sterkir á heimavelli. Þetta er frekar lítill kofi og ég held að það sé alveg troðið hjá okkur þegar það eru um 1.200 til 1.300 manns á leik. Við eigum bestu áhorfend- urna í Sviss, þeir eru með tromm- ur og læti og eru syngjandi allan tímann,“ segir Helgi sem nýtur þess að spila í Sviss. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur vetur og þetta er eitthvað sem maður er búinn að stefna að frá því að maður var lítill polli,“ segir Helgi sem er ekki eini Íslendingurinn sem er á fleygi-ferð í úrslitakeppninni í Sviss því FIBA-dómarinn Aðal- steinn Hjartarson er að dæma. „Aðalsteinn er búinn að dæma þrjá leiki hjá okkur í vetur og hann er með betri dómurunum hérna í Sviss. Við spjöllum saman fyrir og eftir leikina um hitt og þetta og það er alltaf gott að hitta Ís- lendinga,“ segir Helgi sem hefur fulla trú á að hann og félagar hans í Boncourt haldi áfram að koma á óvart. „Nú er bara að stela einum leik á útivelli og þá erum við í góðum málum. Það hjálpar okkur að fá góða hvíld á milli leikja því við erum ekki með breiðasta hóp í heimi. Við spilum aðallega á sjö mönnum. Við þurfum að vera grimmir hvort sem það er í vörn eða sókn. Þeir komast langt á virðingunni og við þurfum bara að spila eins og í leiknum á mið- vikudaginn,“ sagði Helgi Már að lokum en næsti leikur er á heima- velli Fribourg á morgun. Helgi Már Magnússon skoraði 21 stig og var stigahæsti maðurinn á vellinum þegar lið hans BC Boncourt varð aðeins þriðja liðið til þess að vinna Fribourg í svissneska körfuboltanum í vetur. Boncourt jafnaði um leið undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1 en næsti leikur er á morgun. Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Íslandsmeistara Vals, verður áfram í herbúðum félagsins næsta vetur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við félagið og geri fast- lega ráð fyrir því að klára það ár. Það eru spennandi tímar fram undan á Hlíðarenda þar sem við erum meðal annars að flytja í nýtt hús,“ sagði Óskar Bjarni en hann segir að mjög litlar breyt- ingar verði á leikmannahópi liðs- ins. Allir leikmenn eru með samn- ing fyrir utan Kristján Karlsson. Sigurður Eggertsson gæti aftur á móti verið á leið til Danmerkur og svo eru erlend lið á höttunum eftir Markúsi Mána Michaelssyni. Verður áfram með Val Valur og KR spila til úr- slita í Lengjubikar kvenna í Eg- ilshöllinni klukkan 19.15 í kvöld. Þetta hafa verið tvö sterkustu liðin á vormótunum og hafa þegar unnið hvort annað einu sinni það sem af er árinu. Valskonur eru komnar í úrslita- leikinn áttunda árið í röð en hefur aðeins tekist að vinna deildabik- arinn tvisvar sinnum árið 2005 og 2003. Í fyrra tapaði Valsliðið 1-2 fyrir Breiðablik í úrslitaleiknum. Valur og KR hafa mæst þrisvar sinnum í úrslitaleik deildabikars- ins og allir leikirnir hafa endað með stórsigri. Valur vann síðast 6- 1 árið 2005 en KR vann hins vegar hina tvo leikina, 4-0 árið 2002 og 8- 2 tveimur árum áður. Liðin hafa þegar spilað úr- slitaleik á þessu tímabili því KR tryggði sér Reykjavíkurmeistara- titilinn með 4-3 sigri í óopinberum úrslitaleik þessa móts en bæði lið voru þá ósigruð fyrir lokaleikinn. KR komst þá í 1-0, Valsliðið jafn- aði og komst síðan tvisvar yfir áður en Fjóla Dröfn Friðriksdótt- ir tryggði KR sigurinn og þar með titilinn. Valur vann leik liðanna í riðla- kepppni Lengjubikarsins 4-1 þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu. Valsliðið hefur unnið alla sex leikina sem Mar- grét Lára hefur spilað í vor með markatölunni 35-3 og Margrét Lára hefur skorað sextán þessara marka sjálf. Sjö mörk skoruð í síðasta úrslitaleik liðanna Lúkas Kostic, þjálfari U- 17 landsliðs karla, hefur kallað til Arnar Darra Pétursson, mark- vörð í Stjörnunni, í landsliðið sem tekur nú þátt í úrslitakeppni EM í Belgíu. Kemur hann í stað Trausta Sig- urbjörnssonar sem rotaðist í leik Íslands og Englands í fyrradag. Hann verður sennilega ekkert meira með í keppninni. Ísland mætir Hollandi í kvöld klukkan 18.15. Arnar Darri í hópinn Íslenska 17 ára landslið- ið spilar í kvöld sinn annan leik í úrslitakeppni Evrópumótsins í Belgíu þegar liðið mætir Hol- lendingum. Ísland tapaði 0-2 fyrir Englendingum í fyrsta leik en Holland gerði þá 2-2 jafntefli á móti heimamönnum í Belgíu. Hol- lenska liðið tryggði sér stigið með því að skora glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Íslensku strákarnir urðu fyrir tveimur áföllum í upphafi fyrsta leik íslensks landsliðs í úrslita- keppni EM í knattspyrnu. Fyrst skoruðu Englendingar eftir að- eins fjórar mínútur og þá meidd- ist markvörðurinn Trausti Sig- urbjörnsson það illa að hann var borinn útaf og tekur ekkert meira þátt í mótinu. Landsliðsþjálfar- inni Lúkas Kostic sagði liðið geta spilað betur og skrekkurinn ætti að vera farinn úr liðinu fyrir leik- inn í kvöld. Strákarnir eru örugglega stað- ráðnir í að gera betur gegn Hol- landi. Það er að miklu að keppa því það er ekki nóg með að tvö efstu liðin komist í undanúrslit- in þá mun þriðja sætið gefa tæki- færi á að komast í úrslitakeppni HM því þangað komast fimm efstu liðin. Hetja íslenska liðsins frá því í milliriðlinum, Kolbeinn Sigþórs- son, æfði með íslenska liðinu í gær og menn eru bjartsýnir á að hann geti spilað gegn Hollandi í dag en Kolbeinn, sem skoraði sex mörk í þremur leikjum í milliriðlinum, gat ekki spilað fyrsta leikinn vegna meiðsla. Lúkas Kostic býst við að geta notað Kolbein í leiknum í dag en það sé meiri spurning um hversu mikið hann getur spilað í leiknum. U-17 ára landslið Íslands hefur aldrei unnið Holland en þetta verð- ur fimmta viðureign þjóðanna. Hol- land hefur unnið tvo leiki og tvisv- ar hafa þjóðirnar gert jafntefli. Eina mark Íslands í leikjunum á móti Hollandi skoraði Jökull Ingi Elísabetarson í 1-1 jafntefli 26. september 2000. Leikurinn í dag hefst klukkan 18.15 að íslenskum tíma en fyrr um daginn spila Belgar og Eng- lendingar en þau eru með íslenska liðinu í riðli. England getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri. Strákarnir mæta Hollendingum í kvöld Birgir Leifur Hafþórs- son var sjóðheitur á fyrsta hring opna ítalska meistaramótsins sem fram fer í Mílanó. Birgir Leifur kom í hús á fimm undir pari en frábær frammi- staða á síðari níu holunum skil- aði Birgi þessum árangri en hann kom spilaði seinni níu á fjórum undir pari. Birgir Leifur er ásamt öðrum í fjórtánda sæti mótsins, fimm höggum á eftir efsta manni Joak- im Backstrom. Spilaði á fimm undir pari Herrakvöld 5. maí Kíktu á blikar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.