Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 102
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég var veik síðast og komst ekki.
Þannig að ég er bara búin að sjá
tólf sýningar,“ segir söngkonan og
pólitíkusinn Heiða sem gjarnan
er kennd við Unun. Þegar Frétta-
blaðið náði af henni tali var hún
stödd með félögum sínum í Vinstri
grænum á Hornafirði en fyrir
dyrum stóð kosningafundur þar
þá um kvöldið.
Ekki er ofsagt að segja Heiðu
einlægan aðdáanda söngleiksins
Abbababb sem sýndur er í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu um þessar
mundir. Hún er búin að sjá tólf
sýningar og er hvergi nærri af
baki dottin. Hún ætlar að sjá þær
fleiri.
„Ég reyni að vera á öllum sýn-
ingum. Þetta er svo skemmtilegt.
Og mannbætandi. Mér líður alltaf
svo vel þegar ég kem út af sýn-
ingunni.“
Dr. Gunni, vinur
Heiðu, er höfundur
söngleiksins og Heiða
segir þau alveg á
sömu línu með það að
reyna að gera bara
það sem er skemmti-
legt.
„Þegar maður verð-
ur fullorðinn gleym-
ast aðalatriðin. Allir eru
uppteknir við að græða
peninga og svona. Ég hef
aldrei verið mikið í því.
Og þetta leikrit minnir
mig rækilega á að það á
bara að gera það sem er
skemmtilegt.“
Heiðu finnst ekkert
undarlegt við þetta mikla
dálæti. Bendir á að þegar
kvikmyndin Grease var
sýnd voru dæmi um að
menn færu á hana tut-
tugu sinnum og oftar. Og
góðar bækur lesa menn
aftur og aftur. Sjálf seg-
ist hún til dæmis vera
búin að lesa allar
Harry Potter-
bækurnar sex
sinnum.
„Það var ekk-
ert planað að ég
myndi mæta og
mæta og hlæja,“
segir Heiða spurð
hvort ekki hafi
hreinlega komið
til tals að borga
henni fyrir að
mæta og hvetja
áhorfendur með
einlægum hlátri
sínum.
„En það eru
reyndar hæg
heimatökin. Mað-
urinn minn er í hljómsveitinni,
spilar á gítar, og barnið okkar
er á hárréttum aldri, fimm ára,
og fjölskyldan er bara í þessu á
sunnudögum. Launin mín felast í
því að vera minnt á það að lífið á
að vera skemmtilegt. Ég er alltaf
að draga einhverja með mér og
fólk segir alltaf eftir sýning-
ar: Jájá, ég skil núna af
hverju þú ferð aftur
og aftur.“
Sýningum á Abba-
babb lýkur síðar í
þessum mánuði en
Heiða vonar inni-
lega að Abba-
babb verði
tekið upp aftur
á næsta leikári.
Hún segist ekki
alveg vita hvað
fjölskyldan muni
taka sér fyrir hend-
ur á sunnudögum þegar
sýningum lýkur. „Við verð-
um bara að stofna leynifélag
sjálf, maðurinn minn, ég og barn-
ið, og rannsaka óleyst mál. Hittast
á leikvöllum og svona.“
Svavar Örn Svavarsson, hár-
greiðslumeistarinn knái, er geng-
inn til liðs við Eurovision-hópinn.
Hann er hokinn af reynslu í þess-
um fræðum enda í sjötta skipti
sem hann heldur út í Eurov-
ision. „Þetta er alltaf jafn-
mikið stuð og þessi hópur, að
öðrum ólöstuðum, er einn sá
skemmtilegasti sem ég hef
farið með,“ segir Svavar.
Hárgreiðslumeistaran-
um hefur verið úthlutað
verðugt verkefni, að sjá
um að rauði makkinn verði
á sínum stað sem þjóðin
hefur bundið ástfóstri við
og vill að verði á sínum
stað. „Ég held að fólk
þurfi ekki að hafa nein-
ar áhyggjur af öðru, Ei-
ríkur Hauksson er ekki
flottur greiddur,“ segir
hann.
Svavar Örn segir að ekki komi
til greina að breyta stíl Eiríks,
Eiríkur Hauksson sé bara Eirík-
ur Hauksson og það komi ekki
til greina að breyta honum.
„Hann er mikil áskorun fyrir
hárgreiðslumeistara því
hann er með mjög sérstak-
an stíl,“ segir Svavar sem
tekur skýrt fram að það
hafi ekki verið hann
sem setti brúnan lit í
hárið á rokkaranum
fyrir gerð myndbands-
ins. En þá saup þjóðin
hveljur. „Ég hef aldrei
upplifað önnur eins við-
brögð. Það kemur ekki til
greina að setja lit í hárið
á honum, Eiríkur er bara
með fallegan hárlit sem
hægt er að skerpa á með
næringu,“ segir Svavar.
Þorir ekki að breyta Eiríki neitt
„Ég ók próflaus í þrjú ár áður
en ég fékk bílprófið.“
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
fólkinu á sínum
tíma.
Vinkonurnar Manuela Ósk Harð-
ardóttir, fyrrverandi Ungfrú Ís-
land, og Karen Lind Tómasdótt-
ir, Ungfrú Suðurnes 2007, standa
fyrir uppboði til styrktar Forma,
samtökum átröskunarsjúklinga,
á bloggsíðu sinni. „Við erum að
bjóða upp okkar persónulegu
muni, sem við erum annaðhvort
hættar að nota eða höfum hrein-
lega aldrei notað,“ útskýrði Manu-
ela. „Okkur langaði að styrkja
stelpurnar í Forma en vissum
ekki alveg hvernig við ættum að
fara að því. Við ákváðum að prófa
þetta,“ bætti hún við. Viðtökurnar
urðu betri en þær þorðu að vona.
„Við erum mjög þakklátar fyrir
hvað fólk er viljugt til að taka þátt
í þessu,“ sagði Manuela.
Uppboðsmunina má skoða á síð-
unni 123.is/mankeiko, og segir
Manuela von á fleiri munum innan
tíðar.
Hún útilokar ekki að Tyson-kjóll-
inn svokallaði, sem boxarinn Mike
Tyson keypti henni til handa hér
um árið, verði boðinn upp. „Ég hef
nú ekki hugsað mér að setja hann
þarna inn, en ef ég fæ almennilegt
boð í hann skal ég alveg láta hann
fara, svona til styrktar góðu mál-
efni. En það verður að vera svolít-
ið ríflegt,“ sagði hún sposk.
Að Forma hafi orðið fyrir valinu
segir Manuela byggjast á því að
þeim Karen finnist nauðsynlegt að
efla samtökin. „Við erum meðvit-
aðar um pressuna sem er á stelpur
á okkar aldri, og yngri. Það þekkja
líka allir einhvern með átröskun,
þetta er miklu algengara en fólk
gerir sér grein fyrir,“ sagði hún.
Tyson-kjóllinn falur fyrir rétt verð