Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 10
Ný hugsun. Nýr lífsstíll. Nýtt hverfi. 15. maí. Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa og kemur rafmagn- ið úr Kárahnjúkavirkjun. Vatn knýr þó ekki vélina sem leiðir raf- magnið til Alcoa, eins og væri undir eðlilegum kringumstæðum, heldur er hún knúin áfram af raf- magni. Áformað er að fram- kvæmdum við virkjunina ljúki að mestu í lok ársins og framleiðslan verði þá komin á fullt. „Við látum vél eitt snúast án vatns til þess að vera eins konar stuðpúði fyrir kerfið fyrir aust- an,“ segir Sigurður Arnalds, kynn- ingarstjóri Kárahnjúkavirkjunar. „Það þýðir að við getum leitt um hundrað megavött af rafmagni til Alcoa, sem koma úr landsnetinu.“ Við fulla framleiðslu verða sex vélar í gangi í stöðvarhúsi virkj- unarinnar, fimm í gangi að jafnaði og ein til vara. Samtals verður orkuframleiðsla vélanna fimm 575 megavött, en álverið á Reyð- arfirði þarf ein 550 við full afköst. Sigurður segir mestu vinnuna þessa dagana vera frágang neðan- jarðar og í stöðvarhúsinu. „Þegar líður á sumarið mun sú staða koma upp að við bíðum eftir vatn- inu, en það liggur ekki nákvæm- lega fyrir hvenær það kemur. Við ætlum okkur samt að komast í fullan rekstur í lok þessa árs.“ Auk vinnu í jarðgöngum og stöðvarhúsi er unnið við frágang á stóru stíflunni, og mun því ljúka um mitt sumar. Opnað verður fyrir umferð almennings um stífl- una í seinasta lagi um verslunar- mannahelgina, segir Sigurður. „Þegar aðalframkvæmdunum lýkur er einn verkþáttur eftir, en það er að veita vatninu úr minni ánni, Jökulsá í Fljótsdal, og veit- um þar fyrir austan. Við stefnum að því að ljúka þeim framkvæmd- um haustið 2008.“ Rafmagn framleitt með rafmagni Tyrkneska þingið samþykkti í gær að þingkosningar færu fram hinn 22. júlí næstkom- andi. Ákveðið var að boða til þeirra nokkrum mánuðum fyrr en ella til að leysa stjórnarkreppu sem upp er komin í landinu vegna vaxandi spennu milli hersins, „varðhunds“ veraldlegra gilda í tyrkneskum stjórnmálum, og stjórnarflokksins sem á rætur að rekja til íslamistahreyfingar. Svo fór að dagsetningin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en áður höfðu talsmenn stjórnarandstöðunnar, hins veraldlega Lýðveldis- flokks, lýst efasemdum um að heppilegt væri að halda kosningar þegar hálf þjóðin er í sumarleyfi og þar með ólíklegri en ella til að mæta á kjörstað. Upprunalega stóð til að kosið yrði í nóvember, þegar fimm ára kjörtímabili þingsins lýkur. Stjórnarkreppan hófst í síðustu viku er Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra tilnefndi Abdullah Gul utanríkisráðherra forsetaefni, en Gul er náinn bandamaður Erdogans úr hinum íslamsk- sinnaða Réttlætis- og þróunarflokki. Kjarni deilunnar snýst um ótta margra við að stjórnar- flokkurinn kunni að misnota völd sín yfir bæði þinginu og forsetaembættinu til að grafa undan veraldlegum grundvelli lýðveldisins. Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í átta daga vegna líkamsárásar á konu, sem leiddi meðal annars til þess að hún handleggsbrotnaði. Atburðurinn átti sér stað í sumarbústað í Miðfellslandi við Þingvallavatn. Manninum var gert að greiða sakarkostnað, en bótakröfu konunnar var vísað frá dómi. Telur dómurinn sannað að hún hafi verið með ónot og ert ákærða áður en til átaka milli þeirra kom svo og að konan hafi veist að manninum að fyrra bragði. Dæmdur fyrir árás á konu Verðbólgan síðustu tólf mánuði hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun, samkvæmt vef Hagstofunnar. Verðbólga mældist 6,9 prósent í janúar, 7,4 prósent í febrúar og 5,9 prósent í mars. Hún var 5,3 prósent í apríl. Í tilkynningu kemur fram að dregið hafi úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda þann 1. mars síðastliðinn. Á sama tíma hafi vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Hefur lækkað í 5,3 prósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.