Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 104
Þegar nýráðinn forstjóri Glitnis var kynntur til leiks á mánudag
fékk ég sem snöggvast á tilfinning-
una að vísindamenn hefðu náð jafn
merkilegum áfanga og þegar kind-
in Dolly var klónuð. Svo virtist sem
maður hefði verið soðinn saman
úr því besta frá Kristjáni Páls-
syni, fyrrverandi alþingismanni, og
líkamsræktarfrömuðinum Gillzen-
egger. Hefði Kristján aðeins verið
fyrirferðarmeiri stærð í íslensk-
um stjórnmálum væri nærtækasta
ályktunin sú að forstjórinn ungi
hefði verið búinn til á tilraunastofu.
Einhvers konar ofurforstjóri – tákn-
gervingur tíðarandans á Íslandi í
upphafi 21. aldar. Übermensch.
eru
nefnilega sannkallaðar ofurhetjur
okkar Íslendinga . Þeir státa jafnvel
af nöfnum sem hljóma ofurhetju-
lega, til dæmis S-hópurinn, Straumur
og Samson. Eini munurinn á íslenska
ofurforstjóranum og hinu klassíska
ofurmenni er sá að hann þarf aldrei
að fara huldu höfði. Á daginn er hann
þrítugur, fjallmyndarlegur forstjóri
eins farsælasta fjármálafyrirtækis
landsins en á kvöldin er hann … ja,
þrítugur, fjallmyndarlegur forstjóri
eins farsælasta fjármálafyrirtækis
landsins.
sínum virðisaukandi áhrif-
um og ofurafli á sviði fjárfest-
inga og eignastýringa gera ofurfor-
stjórarnir lífið líka bærilegra fyrir
okkur hin. Miðað við þau kaup og
kjör sem menn í fjármálageiranum
hafa vanist gætu þeir líka allt eins
verið frá annarri plánetu en restin
af okkur. Geimverur frá fjarlægum
stjörnuþokum sem ekkert bítur á
undir okkar gulu sól. Nema kannski
skattar.
blöskraði að við starfslok
sín fékk nýkvaddur forstjóri Glitn-
is ríflega hálfan milljarð króna fyrir
sinn snúð og öðlaðist það sem á máli
ofurforstjóra er kallað „fjárhagslegt
sjálfstæði“. Ég yppti öxlum. Í fyrsta
lagi skil ég ekki hvað svona háar fjár-
hæðir þýða, en auk þess er álíka fá-
nýtt að súpa hveljur yfir þessu og að
öfundast út í fugla fyrir að geta flog-
ið. Það er orðið tímabært að horfast
í augu við það að forstjórarnir búa
einfaldlega yfir öðrum eiginleikum
en flestir aðrir; þeir eru nánast af
annarri tegund. Hinn blauti draum-
ur Péturs Blöndal um hreinræktað-
an homo economus hefur ræst og
mannkynið stendur á þröskuldi nýs
kafla í þróunarsögunni.
spái því að það sé aðeins tíma-
spursmál þangað til við sjáum for-
stjórana spígspora niður Banka-
stræti í sokkabuxum með skikkjur
eða klædda í Hugo Boss-nærbux-
ur yfir jakkafötin. Ekki af því þeir
þurfa það, heldur einmitt vegna þess
að þeir þurfa það ekki. Þeir bara
geta það.
Übermensch
50% erlendar lágvaxtamyntir - 50% íslenskar krónur. Þannig færðu lánið á lægri vöxtum en býrð við mun
minni gengisáhættu en ef lánið væri 100% í erlendri mynt. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í útibúum Glitnis
eða í þjónustuveri síma í 440-4000.
4,5%
* M.v. vaxtatöflu og 1 mánaða libor vexti 03.05.2007 ** Verðtryggt jafngreiðslulán
*** 50% íslenskar krónur / 50% erlent lán í CHF og JPY **** EUR, USD, GBP, CHF og JPY
SAMANBURÐUR Á LÁNUM
100% íslenskar krónur**
NÝTT HELMINGASKIPT LÁN***
Engin
Hófleg
Mikil
Lág
Lág
Há
Hæg
Í meðallagi
Hröð
4,95%
4,50%*
5,74%*100% erlend myntkarfa****
VEXTIR GREIÐSLUBYRÐIGENGISÁHÆTTA EIGNAMYNDUN
Ný helmingaskipt húsnæðislán með lægri vöxtum