Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 17
Tryggingastofnun
ríkisins er hætt að senda mánað-
arlega greiðsluseðla til lífeyris-
þega. Þess í stað fá lífeyrisþegar
svokallað grænt umslag sem
inniheldur ársyfirlit yfir mánað-
arlegar lífeyrisgreiðslur á árinu.
Þetta segir í fréttatilkynningu frá
Tryggingastofnun.
Umslagið var sent tæplega
fimmtíu þúsund lífeyrisþegum í
lok síðasta mánaðar og með því
vakin athygli á breyttu fyrir-
komulagi. Greiðslur verða eftir
sem áður lagðar inn á reikninga
lífeyrisþega um hver mánaðamót,
þótt ekki verði tilkynnt sérstak-
lega um hverja innborgun.
Ársyfirlit í stað
greiðsluseðla
Fyrsta skóflus-
tunga að nýrri félags- og skrif-
stofuaðstöðu, búningsherbergi,
viðbótarstúku og skyggni yfir
núverandi stúku á félagssvæði FH-
inga í Kaplakrika var tekin á dög-
unum. Framkvæmdirnar eru að
langmestu leyti á kostnað bæjarins
og er gert ráð fyrir að þær kosti
rúman milljarð króna. Þeim á að
vera lokið 1. júní 2009.
Um er að ræða nýbyggingar upp
á samtals sjö þúsund fermetra;
félags- og skrifstofuaðstöðu á einni
hæð, ný búningsherbergi, skyggni
yfir núverandi stúku og viðbótar-
stúku til hliðar við hana eftir endi-
löngum vellinum, aðstöðu fyrir
fréttamenn og keppnisstjórn,
skylmingasal, endurgerð á eldra
húsnæði, tækja- og lyftingasal,
frjálsíþróttahús og tengibyggingu
á milli allra húsanna. Lóðin verður
endurgerð.
Núverandi stúka í Kaplakrika
rúmar nær tvö þúsund manns í
sæti. Fyrirhugað er að byggja yfir
hana og byggja viðbótarstúku að
þessu sinni. Í fjarlægri framtíð eru
FH-ingar svo að láta sig dreyma
um að byggja aðra stúku gegnt
þessari eftir vellinum endilöngum
en sú framkvæmd er aðeins draum-
ur enn sem komið er.
„Það verður bara það sem við
köllum félagslega einkafram-
kvæmd svipað og með Risann,“
segir Jón Rúnar Halldórsson, for-
maður knattspyrnudeildar FH.
„Við byggjum það bara sjálfir og
leigjum svo út til að fá fyrir
kostnaði.“
Ný félagsaðstaða og stúka í Kaplakrika
Maður á þrítugsaldri
hefur verið ákærður fyrir
Héraðsdómi Suðurlands fyrir að
ráðast á tvo lögreglumenn og
slasa þá.
Atburðurinn átti sér stað í húsi
á Selfossi. Maðurinn veittist að
lögreglumönnunum þar sem þeir
voru að skyldustörfum. Hann
hrinti öðrum þeirrra, lögreglu-
konu, þannig að hún skall í gólfið
og hlaut mar og vöðvatognun. Þá
sló maðurinn hinn lögreglumann-
inn hnefahögg í andlitið og beit
hann í hægri hönd þannig að hann
hlaut bitsár á fingrum. Maðurinn
hrækti einnig í andlit lögreglu-
konunnar og reyndi ítrekað að
skalla lögreglumanninn.
Beit og barði
lögreglumenn
Jean-Marie le Pen,
hinn aldni leiðtogi franskra
þjóðernissinna, hvetur fólk til að
sitja heima í seinni umferð
forsetakosninganna um helgina.
Hann tapaði í fyrri umferð
kosninganna fyrir sósíalistanum
Ségolène Royal og hægrimannin-
um Nicolas Sarkozy.
Í staðinn stefnir le Pen nú á
framboð með flokki sínum til
þingkosninganna í júní og segist
ætla að ná þar fram „hefndum“.
Að minnsta kosti fjögur þúsund
manns sóttu 1.-maí-útifund hans í
París á þriðjudaginn.
Hvetur Frakka
til að kjósa ekki
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum
Steingrímur J. Sigfússon
skipar 1. sæti í Norðausturkjördæmi
Kynntu þér málið á www.VG.is
VINSTRIHREYFINGIN – GRÆNT FRAMBOÐ ÆTLAR AÐ
BÆTA KJÖR ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA
ALLT ANNAÐ LÍF!