Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 80

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 80
Gegnum árin hefur maður oft heyrt gagn- rýnisraddir femín- ista í garð Barbie- dúkkunnar. Hafa þær aðallega sett út á gríðarlega langa leggi hennar, sem vissulega eru úr öllu samhengi við raun- veruleikann, og þá staðalímynd í útliti kvenna, sem hún er sögð við- halda. Ég er hins vegar á því að fyrir utan hið afbrigðilega útlit, þá sé Barbie alls ekki hin versta fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Barbie er nefnilega óhrædd við að taka að sér fjölbreytt verkefni, hvort sem það er í atvinnulífinu, í stjórnmálum eða íþróttum og hvar sem hún kemur lætur hún að sér kveða. Hún er kona á framabraut sem veit hvað hún vill og fer alla leið. Barbie hefur í gegnum tíðina gegnt hinum ýmsu störfum. Hún hefur ferðast um geiminn, verið tannlæknir, keppt í fjölda íþrótta- greina, verið slökkviliðskona, flugmaður, unnið sem hámennt- aður fornleifafræðingur og jafn- vel boðið sig fram í forsetakosn- ingum. Ekki veit ég til þess að margar leikfangadúkkur eigi jafn glæsilega ferilskrá. Ég myndi því telja að hún sé hvatning fyrir ungar stúlkur til að láta ekkert stöðva sig. Því miður er staðan hins vegar sú að Barbie-dúkkan nýtur nú lít- illa vinsælda. Undanfarin ár hafa vinsældir hennar minnkað mikið og verulega dregið úr úrvali af Barbie-dúkkum í leikfangaversl- unum. Svo er komið að í bestu búðum finnur maður kannski ekki nema eina gerð af Barbie. Og hver er ástæðan? Jú, nú vilja flestar stelpur leika sér að Bratz-dúkk- unum. Þar held ég að sé komið gott viðfangsefni fyrir femínista. Meðan Bratz gerir út á efnislítinn klæðnað og druslulegt útlit hefur Barbie alltaf haldið glæsileika sínum og stöðugt reynt nýja hluti. Ef ég mun einhvern tímann eign- ast dóttur mun ég hiklaust gefa henni Barbie-dúkku og með því senda henni þau skilaboð að henni séu allir vegir færir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.