Fréttablaðið - 04.05.2007, Page 90

Fréttablaðið - 04.05.2007, Page 90
Margir bíða spenntir eftir komu stórsveitar Gorans Bregovic til Íslands en sá annálaði tónsmiður og sprelligosi mun leika á Listahátíð í samvinnu við heimstónlistarhátíðina Vor- blót. Bregovic þeytist nú um heiminn en blaðamaður náði í skottið á honum í hótelsíma í Birmingham. Hann segist elska ferðalögin og tekur sérstaklega fram að honum leið- ist aldrei. „Nú er ég að spila fimm mismunandi efnisskrár í mismun- andi borgum,“ segir hann og bætir við að hlustendur hér fái að heyra brot af því allra besta. Erfitt er að skilgreina tónlist Bregovic en henni hefur verið líkt við blöndu af blásaratónlist sígauna, búlg- örskum fjöltónum og vestrænu rokki og rafmagnsgíturum, auk þess sem strengjasveit og dimm- raddaður fjörutíu manna karlakór kemur einnig við sögu á tónleikun- um í Laugardalshöll í maí. „Ég kem með stóru hljómsveitina mína og það gefur mér möguleika á að spila hvað sem ég vil,“ segir Bregovic og nefnir að hlustendur fái að heyra lög af nýjustu sóló- plötunni hans „Tales and Songs from Weddings and Funerals“, sem mun líklega koma blóðinu af stað, kunnugleg stef úr kvikmynd- um en hann hefur til að mynda samið músík fyrir myndir Emirs Kusturica og framsæknari tóna úr stærri hljómsveitarverkum hans. Hann útskýrir að tónlistin sín hafi eðlilega tekið talsverðum breytingum á svo löngum ferli. „Þegar ég var yngri var ég rokk- stjarna í kommúnískum heims- hluta en ég er ekki á þeirri bylgju- lengd lengur. Ég reyni að skrifa frá hjartanu.“ Hann líkir sköp- un sinni við matarlyst. „Stundum langar mann til að borða eitthvað flókið en stundum langar mann bara í brauð með smjöri, skilurðu? Stundum langar mig að semja ein- falda tónlist sem hægt er að dansa við en stundum eitthvað stærra. Nú er ég fimmtugur og ef ég vil vera hreinskilinn við sjálfan mig og lífið, sem er aðeins flóknara núna, þá sem ég aðeins marg- brotnari músík.“ Bregovic brosir að því að aðdá- endur hans séu varaðir við því á heimasíðunni að á sumum tón- leikum sé hann ekki bara að spila kunnuglega slagara. „Það voru einhverjir að kvarta á netinu yfir því að ég spilaði ekki bara gömlu lögin. Það er bara eðlilegt. Þegar þú ferð að sjá La Traviata áttu ekki von á einhverjum aríum úr Aidu.“ Hann segir það sé meiri vandi fyrir útgáfufyrirtækið sitt að flokka músíkina heldur en hlustendurna. „Í sumum löndum er ég stimplaður sem klassískur listamaður, í öðrum er ég popp- ari eða heimstónlistarmaður. Svo kemur þessi MTV-væðing og sjón- varpið inn í þetta því þar mótast ákveðin skoðun eða skilgreining. Ég seldi meira en fimm milljón- ir platna um allan heim á síðustu árum en ég er samt aldrei í sjón- varpinu. Fólk uppgötvar tónlistina sjálft, jafnvel skrýtnari tónskáld en mig,“ segir hann hlæjandi. Bregovic samdi tónlist fyrir fjöl- margar kvikmyndir á árum áður en gerir nú minna af slíku. „Ég er fæddur í Sarajevo en var sem betur fer ekki þar þegar stríðið geisaði, þá bjó ég í París. Ég missti allt í stríðinu en var svo heppinn að fá að semja fyrir kvikmyndirn- ar, fyrir myndir sem ekki þurftu alvöru kvikmyndatónlist,“ segir hann glettinn. „Ég álít mig ekki gott tónskáld fyrir kvikmyndir, tónlistin mín er dálítið of ágeng og melódísk fyrir kvikmyndirn- ar.“ Það bransafólk hefur samt enn eyra fyrir músík Bregovic og hljóma lög hans til dæmis í stór- myndinni um spéfuglinn Borat. Þótt Bregovic sé fyrir löngu orð- inn alþjóðleg stjarna heldur hann góðum tengslum við rætur sínar. „Ég vinn í Belgrad, ég get ekki unnið neins staðar annars staðar – ég er staðbundið tónskáld,“ árétt- ar hann. „Það er samt gott að sjá hversu forvitinn heimurinn er og tilbúinn að uppgötva nýja tónlist.“ Heimstónlistarhátíðin Vorblót stendur frá 17-19. maí og má nálg- ast upplýsingar um dagskrána á síðunni www.vorblot.is. Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður lagði Katrínu Jakobsdóttur, fram- bjóðanda og varaformann Vinstri grænna, í æsispennandi viðureign í Meistaranum í gærkvöldi. Er Páll þar með kominn í undanúr- slit ásamt Jóni Pálma Óskarssyni, Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og Helga Árna- syni. Viður- eign gær- kvöldsins einkenndist af miklum slag í bjöllu- spurningum en Páll Ás- geir fór þar fram úr sér, þurfti að grípa til ágiskana sem ekki reyndust rétt- ar. Katrín náði þá yfirhöndinni og hélt forystunni allt þar til í loka- spurningunni. Þegar ein spurn- ing var eftir var varaformaðurinn yfir, 18-16. En Páll á spurninguna og leggur fimm stig undir. Loka- spurningin var um viskítegundir og vafðist ekki fyrir blaðamannin- um að svara henni. Lokatölur voru því 21-18 Páli í vil og Katrín getur því óskipt einbeitt sér að kosn- ingabaráttunni. Páll hins vegar sér glitta í verðlaunaféð sem ekki er skorið við nögl: Fimm milljónir króna. Viskíið bjargaði Páli Ásgeiri Courtney Love, fyrrum eigin- kona Kurt Cobain heitins, áform- ar að halda uppboð á eigum hans. Hún kveðst enn sofa í náttfötum af honum, en segist óttast að hún finni ástina aldrei aftur nema með því að skilja við það gamla. Um- rædd náttföt verða á meðal þess sem verður boðið upp, en Love segir heimili sitt líkjast grafhýsi. „Peysa, gítar og textinn við Smells Like Teen Spirit – það er það sem dóttir mín fær. Og rest- ina seljum við bara,“ sagði Love. „Frances, dóttir mín, þarf ekki að erfa risastóran poka fullan af flónelskyrtum,“ bætti hún við. Love kveðst viss um að þær mæð- gur muni hagnast á uppboðinu, sem hlýtur að teljast nokkuð lík- legt miðað við vinsældir Nirvana og Cobains, en segist ætla að gefa hluta þeirra til líknarmála. Selur eigur Kurts Cobain á uppboði Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greini- lega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpísk- ar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upp- hafi til enda. Volta er hins vegar á allan hátt útvær og yfir henni ríkir ekkert ákveðið þema. Björk hefur enda ítrekað lýst því yfir að á síð- ustu plötum hafi hún verið mun al- varlegri en nú og að þessu sinni hafi hún vitað, tilfinningalega séð, betur hvað hún hafi ætlað sér. Tilfinninguna hefur reyndar aldrei vantað á plötum Bjarkar, svo mikið er víst, og hana vantar svo sannarlega ekki á Volta. Sér- staklega hvað varðar textasmíð en ég held að sjaldan hafi textar hróp- að eins mikið á mann og á Volta. Opnunarlag plötunnar, Earth In- truders, gefur strax til kynna að Björk ætlar sér að springa út eftir alvarleika síðustu platna. Æsileg ásláttarframleiðsla Konono no. 1 og Timbaland sem hjálparkokkur sýnir vel hversu Björk er skapandi í tónlistarleit sinni. Taktinn hefði samt mátt útfæra frekar, er til lengdar full staðnaður. Í lok lagsins heyrist svo í blásturslúðrum skipa og hafnarhljóð. Í Wanderlust kemur fram eitt af megineinkennum plötunnar, blást- urshljóðfærasveitin. Hljóðfærin setja ótrúlega flottan svip á lagið, detta upp og niður og breiða út vídd lagsins. Blásturshljóðfærin eru líka á margan hátt heppilegri til þess að sýna fram á þroska eða blómstr- un en til dæmis strengjahljóðfæri. Flakka um tónsviðið á mun æsilegri máta. Sést kannski best í Vertabrae By Vertabrae. Eins og áður hefur Björk fengið til liðs við sig einvala lið gesta en auk fyrrnefndra listamanna, Kon- ono no. 1 og Timbaland, koma einn- ig við sögu meðal annars Min Xiao- Fen hörpuleikari, Mark Bell og Antony Hegarty syngur í tveimur lögum og gerir það af stakri prýði, bæði í My Juvenile og Dull Flames of Desire. Átakanleg lög, bæði tvö, en full hlýju og gædd mikilli alúð. Það er helst Xiao-Fen sem fer hall- oka úr samstarfinu og er ekki eins ferskur og aðrir gestir. Timbaland ber samt sigur úr býtum, það er að segja ef um keppni væri að ræða á milli gesta, en lögin þar sem hann fær að leika sér á tökkunum eru bestu lög plöt- unnar. Sérstaklega finnst mér Inn- ocence feikilega sterkt, ekta Timb- aland-slagari eins og þeir ger- ast bestir með auðvitað útgeislun Bjarkar. Þegar bestu lög plötunn- ar eru talin upp má reyndar ekki gleyma Declare Independence sem er eitt eftirminnilegasta lag Bjark- ar í langan tíma. Að mörgu leyti hefur Björk tekist ætlunarverk sitt, er afslappaðri og Volta er líklegast aðgengilegasta plata hennar í langan tíma. Björk er án efa einn merkasti kvenkyns tón- listarmaður síðustu áratuga og það er kannski þess vegna sem maður býst alltaf við einhverju stórbrotnu frá henni. Volta gerir mann þannig ekki orðlausan eða kemur manni á óvart bak við hvert einasta horn. Volta gæti hins vegar lifað lengur en til dæmis Medúlla sem maður fékk fljótt leiða á. Á ótrúlegan hátt nær Volta því að vera bæði vonbrigði en á stórskemmtilegan hátt frábær í leiðinni. Björk sleppir beislinu SENDU SMS JA FSP Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID ERMAN, SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS T ÚR SPIDERMAN, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR SJÁÐU MYND INA! SPILAÐU LEI KINN!J I ! I I I ! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.