Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 50
 4. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið kópavogur Talsverðar breytingar standa nú yfir á Kópavogstúni, þar sem ráðgert er að rísi íbúðarbyggð fyrir um 700 íbúa. „Byggingaframkvæmdir á Kópavogstúni hófust fyrir jól, þegar byrjað var á gatnagerð og undirbúningur hafinn að fyrir- hugaðri íbúðarbyggð,“ segir Smári Smárason, skipulagsstjóri hjá Kópavogsbæ. Teikningar af flestum einbýlis- húsum og parhúsum hafa verið lagðar inn til byggingarfulltrúa og lóðarhafar þegar farnir að slá grunnum upp og byggingar- kranar komnir á svæðið. Reikna má með að bygginga- framkvæmdum verði að fullu lokið á næstu tveimur árum, en deiliskipulagsvinnu lauk árið 2005. Gert er ráð fyrir um 210 íbúð- um á svæðinu fyrir fjórbýli og sérbýli ásamt 70 þjónustuíbúð- um sem verða tengdar starfsemi Sunnuhlíðarsamtakana. Áætlað- ur íbúafjöldi miðað við þrjá íbúa í íbúð og 1,5 íbúa í þjónustuíbúð er samtals um 700 íbúar. Nýting- arhlutfall, eða byggingarstærð í fermetrum á móti heildarflatar- máli lóðar fyrir einstaka reiti, er ráðgert á bilinu 0,35 til 0,38 fyrir einbýlishús, 0,46 fyrir parhús og 0,56 fyrir fjölbýlishús. Gert er ráð fyrir 13 einbýlis- húsum, 20 íbúðum í parhúsum, 12 íbúðum í fjórbýlishúsum og 152 íbúðum í fjölbýlishúsum. Að sögn Smára hóf Kópavogs- bær umræður við ríkið um kaup á landi á Kópavogstúni árið 2002. „Upphaflega stóð til að byggja á 13,6 hekturum að flatarmáli. Ríkið dró síðan til baka 4,3 hekt- ara þannig að svæðið kemur til með að verða 9,3 hektarar að flatarmáli. Þegar á hólminn var komið reyndist ríkið ekki tilbúið að flytja starfsemi sína á tilsett- um tíma frá stofnunum á svæð- inu og öðrum byggingum sem eru á ríkislandi. Ég er þó ekki í neinum vafa um að Kópavogsbær fái hektarana 4,3 þegar fram líða stundir. Þetta verður án efa mjög skemmtilegt hverfi.“ roald@frettabladid.is Blönduð íbúðarbyggð reist á Kópavogstúni Smári Smárason, skipulagsstjóri hjá Kópavogsbæ, segir framkvæmdum vinda vel áfram. Teikningar af flestum einbýlishúsum og parhúsum hafi verið lagðar inn til byggingarfulltrúa og lóðarhafar þegar farnir að slá grunnum upp og byggingarkranar komnir á svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hörðum höndum er nú unnið að byggingaframkvæmdum á Kópavogstúni en stefnt er að ljúka þeim á næstu tveimur árum. HK hefur verið í mikilli sókn í handboltanum í vetur, jafnt í kvenna- sem karlaflokkum. Karla- liðið hafnaði í öðru sæti í DHL- deildinni í vetur og kvennaliðið er að rísa upp aftur eftir nokkurt hlé. Alexander Arnarsson, fyrr- verandi leikmaður HK, hefur ný- verið tekið við formennsku hand- knattleiksdeildarinnar og segir góðan gang hafa verið í handbolt- anum undanfarin ár þó að árang- urinn hafi látið á sér standa. „Ár- angurinn í vetur hefur verið mjög góður og ekki enn útséð um það hvort við náum bikar,“ segir Alex- ander og vísar þar til úrslitarimmu HK gegn Stjörnunni í deildarbikar- keppninni. „Það hefur verið mjög gott ungl- ingastarf hjá okkur undanfarin ár og nú er kvennaboltinn í mikilli sókn. Það kom nokkuð myndarlegt gat í starfsemi kvennaboltans en það var síðan tekið í gegn og ráðn- ir mjög góðir þjálfarar, systurnar Díana og Hafdís Guðjónsdætur,“ segir Alexander og bætir því við að þær eigi stóran þátt í velgengni og uppgangi kvennahandboltans hjá félaginu. Alexander segir velgengni HK vera fyrst og fremst góðri stjórn- un að þakka, hæfum þjálfurum og fleiru. „Margir góðir hafa verið fengnir til liðs við okkur en þetta er góð blanda af reyndum mönnum og yngri strákum,“ segir hann. „Við erum stórhuga og viljum taka þátt í að efla handboltann á landsvísu og lyfta þessu aðeins upp aftur. Við erum með traust félag og traust bæjarfélag á bak við okkur sem skapar okkur aðstöðu. Svo eru stórir hlutir fram undan eins og Evrópukeppnin sem fer af stað í haust. Við erum bjartsýnir og vilj- um fyrst og fremst hafa gaman af þessu,“ segir nýi formaðurinn, Al- exander. -sig HK í mikilli sókn Það eru stórir hlutir fram undan hjá handknattleiksdeild HK en karlaliðið leikur nú í úrslitum deildarbikarsins við Stjörnuna. Í haust tekur svo Evrópukeppnin við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.