Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 38
BLS. 2 | sirkus | 4. MAÍ 2007 Heyrst hefur Hætt við að selja í Eikarásnum Líkt og Sirkus greindi frá á dögunum settu Habitat-hjónin Ingibjörg Þorvalds- dóttir og Jón Arnar Guðbrandsson glæsivillu sína í Eikarásnum í Garðabæ á sölu þar sem sá möguleiki var fyrir hendi að þau myndu flytjast til Danmerkur til að fylgja eftir rekstri þeirra tískuverslana sem þau reka þar undir merkjum Oasis. Nú hafa þau tekið húsið af sölu og ætla að búa áfram á Íslandi. Þau verða þó áfram með annan fótinn í Danmörku enda tímafrekt að fylgjast með fjórum verslunum Oasis sem þar eru starfræktar. 250 millur fyrir Kjarvalshús Miklar vangaveltur er nú í gangi um það á hvaða verði Kjarvalshúsið við Sæbraut á Seltjarnarnesi muni seljast en það kom í sölu um síðustu helgi. Húsið er sérlega glæsilegt, um 440 fermetrar að stærð og með stórkostlegu sjávarútsýni. Ekki skemmir síðan sagan fyrir því húsið var upphaflega byggt fyrir Jóhannes Kjarval. Ekki er langt síðan að minna hús með lakara sjávarútsýni seldist á 165 milljónir í næsta nágrenni og leiða fasteignasalar líkur að því að Kjarvalshúsið geti jafnvel farið á 250 milljónir. Dýnamískur dúett á Króknum Sæluvikunni í Skagafirði verður lokað með dægurlagahátíð í kvöld, föstudags- kvöld. Góðir gestir munu stíga á stokk og má þar nefna Aðalheiði Ólafsdóttur, betur þekkta sem Heiðu í Idolinu, Regína Ósk og Friðrik Ómar að ógleymdum Björgvini Halldórssyni. Heyrst hefur að Heiða muni stíga á stokk og taka dúett með skagfirska sveiflukóngn- um Geirmundi Valtýssyni og er beðið eftir því með óþreyju á Króknum. Bæjarstjóri fjarverandi á afmæli Gróttu Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt með hófi á föstudaginn fyrir rúmri viku. Öllum helstu fyrirmönnum í bæjarfélaginu var boðið í veisluna en eftir því var tekið að eins þeirra var saknað sárlega. Það var Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri sem tilkynnti fjarvist af óviðráðanlegum orsökum eins og það var orðað. Jómundur notaði síðan tækifærið á fundi með félögum sínum í Sjálfstæðis- flokknum á Nesinu og útskýrði fjarveru sína. Útskýringin er trúnaðarmál. S jónvarpsþátturinn Tekinn með Auðunni Blöndal, sem sló í gegn á sjónvarpsstöðinni Sirkus í vetur og náði meðal annars rétt rúmlega 17% áhorfi í könnun Capacent, verður aftur á dagskrá í haust. Áreiðanlegar heimildir Sirkus herma að þátturinn verði á Stöð 2 og mun meira verði lagt í hann nú heldur en í fyrra þegar þátturinn var gerður með lágmarks- tilkostnaði. Tekinn er í anda þáttarins Punk‘d með Ashton Kutcher, þar sem frægt fólk verður fyrir barðinu á hrekkjum þáttastjórnandans, og herma heimildir Sirkus að samið hafi verið við MTV, framleiðslustöð Punk‘d, og Kutcher sjálfan í Frakklandi í síðasta mánuði um afnot af umgjörð þáttarins. Áhorfendur mega eiga von á mun meira fjöri, sprengingum og látum, í nýju þáttaröðinni sem telur tólf þætti og hefur sýningar í haust. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2,vildi ekki tjá sig um nýja þáttinn þegar Sirkus ræddi við hann en ekki náðist í þáttastjórnand- inn Auðunn Blöndal áður en blaðið fór í prentun. Miklu flottari Tekinn á Stöð 2 næsta vetur HREKKJALÓMUR Auðunn Blöndal mun halda uppteknum hætti og hrekkja fræga Íslendinga sjónvarpsáhorfendum til skemmtunar. EFTIRMINNILEGUR BUBBI Auðunn Blöndal stríddi Bubba Morthens á eftirminnilegan hátt í einum þátta Tekinn síðasta vetur. Bubbi brást vel við og þakkaði fyrir sig með þéttu taki um háls Auðuns. Þ rátt fyrir að Lárus Welding, hinn þrítugi nýskipaði forstjóri Glitnis, hafi starfað og búið í London undanfarin ár virðist hann hafa séð fyrir sér breytingar á sínum högum. Lárus gerði sér nefnilega lítið fyrir og keypti eitt sögufrægasta hús Hlíðahverfisins á 120 milljónir seint á síðasta ári. Húsið, sem stendur við Blönduhlíð, nefnist Árskógar og var teiknað og hannað af Freymóði Jóhannes- syni, skáldi og listamanni, einatt nefndum 12. september, á því herrans ári 1946. Þegar húsið var auglýst fyrir rúmu ári var sagt í auglýsingunni að það byggi yfir ákveðinni reisn og tignarleika og hefði verið gert upp á stórglæsi- legan hátt. Lárus og fjölskylda hans keyptu húsið af athafnakonunni Írisi Björk Jónsdóttur, sem rekur meðal annars tískuvöruverslun- ina GK. Íris Björk gerði húsið upp af miklum myndugleik og var hvergi til sparað eins og sést á myndunum sem fylgja greininni. Árskógar er á þremur hæðum og samtals um 280 fermetrar auk 39 fermetra bílskúrs. Lárus og eiginkona hans, Ágústa Margrét Ólafsdóttir, eiga tvær dætur og ljóst að vel mun fara um banka- stjórann, konu hans og börn í húsinu. Þegar Sirkus ræddi við Ágústu Margréti vildi hún ekkert láta hafa eftir sér um ástæður þess að fjölskyldan hefði komið sér fyrir í Hlíðunum af öllum stöðum. FALLEGT INNAN SEM UTAN Eins og sjá má á þessum myndum var ekkert til sparað í endurbótum innanhúss í Blönduhlíð 8. NÝI GLITNISFORSTJÓRINN LÁRUS WELDING SEST AÐ Í BLÖNDUHLÍÐINNI KEYPTI SÖGUFRÆGA GLÆSIVILLU Á 120 MILLJÓNIR FORSTJÓRINN Í HLÍÐUNUM Lárus Welding, nýskipaður forstjóri Glitnis, keypti Árskóga fyrir 120 milljónir síðasta haust. GLÆSILEGT HÚS Blönduhlíð 8 er afar fallegt hús og eitt það reisulegasta í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.