Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 4
www.vg.is kynntu þér málið á KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG FYRIR ALLA Fjórar vikur eru þar til ný lög um reyklausa veitingastaði og skemmtistaði ganga í gildi. Á þetta er bent í nýjasta fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar. Reyklausu tímarnir ganga í garð 1. júní. „Sumir veitingastaðir eru nú þegar reyklausir, aðrir með reyk- lausa matsali en víða verður um mikla breytingu að ræða, sérstak- lega á börum og skemmtistöðum. Almennt hefur verið mjög jákvæð afstaða veitingastaða til þessara breytinga,“ segir í fréttabréfinu þar sem veitingamönnum er bent á að halda stöðugt að gestum sínum upplýsingum um að þessi breyting sé í vændum. Fjórar vikur í reykingabannið Karlmaður um fimmtugt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni mikið magn af barnaklámi. Maðurinn var handtekinn í ágúst á síðasta ári. Lögreglan gerði upptæk hjá honum turn- tölvu, fartölvu og tölvutengd gögn. Í þeim fundust 6.548 ljósmyndir og 179 hreyfimyndir sem sýna börn á klámfenginn og kynferðis- legan hátt. Embætti ríkissaksóknara höfðar mál á hendur manninum fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku tölvubúnaðarins. Mikið magn barnakláms Sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Bretlandi í gær voru að öllum líkindum síðasta tækifærið sem breskir kjósendur fá til að gefa Tony Blair forsætisráðherra gott spark í afturendann. Almennt er búist við að hann láti af emb- ætti í lok næstu viku. Meðal þeirra sem græða á and- stöðunni við Blair og Verka- mannaflokkinn eru þjóðernissinn- ar í Skotlandi. Þar hefur SNP, sem er Flokkur skoskra þjóðernis- sinna, barist fyrir sjálfstæði og hugsar sér nú gott til glóðarinnar. Leiðtogi SNP, Alex Salmond, legg- ur alla áherslu á að flokkurinn fái nægan styrk á þinginu til að geta sýnt það næsta kjörtímabilið að hann sé fær um að stjórna land- inu. „Þetta snýst um að sýna hvað við getum gert í stjórn,“ segir hann. „Þá getum við, árið 2010, beðið kjósendur í Skotlandi um umboð í þjóðaratkvæðagreiðslu til að taka frekari skref í átt að sjálfstæði.“ Skoska dagblaðið The Scotsman birti á miðvikudag skoðanakönn- un sem spáir SNP sigri, þótt held- ur hafi fylgi hans minnkað síðan í síðustu könnun fyrir fimm vikum. „Ég held samt ekki að fólki vilji aðskilnað frá Bretlandi,“ sagði Mary Smith, 75 ára kona sem alla ævi hefur stutt sjálfstæðissinna í Skotlandi. Hún segist halda að fólk noti þessar kosningar fyrst og fremst til þess að lýsa áliti sínu Tony Blair. „Fólk hefur orðið fyrir vonbrigðum og er búið að fá nóg af Tony Blair, sem er synd því það sem hann hefur afrekað, eins og til dæmis að koma á friði á Norð- ur-Írlandi og koma á lágmarks- launum, hefur horfið í skuggann af Íraksstríðinu.“ Sjálfur hafði Blair hvatt kjós- endur í Skotlandi til þess að greiða ekki þjóðernissinnum atkvæði bara til þess að gefa honum „eitt spark enn á meðan ég er á leiðinni út um dyrnar.“ Fyrir Verkamannaflokkinn yrðu það töluverð tíðindi að annar stjórnmálaflokkur fengi fleiri atkvæði í Skotlandi, því þar hefur flokkurinn fengið flest atkvæði flokka í öllum kosningum sem haldnar hafa verið í meira en hálfa öld. Það voru þó ekki aðeins félagar í Verkamannaflokknum sem biðu spenntir eftir úrslitum kosning- anna í gær, því kjósendum gafst um leið í fyrsta sinn tækifæri til að segja álit sitt á hinni nýju stefnu Íhaldsflokksins undir for- ystu Davids Camerons, sem hefur markvisst unnið að því að gefa flokknum mýkri ásýnd. Síðasta tækifærið til að „sparka í Blair“ Skotar og Walesbúar kusu sér nýtt þing og víða um Bretland var kosið í sveitar- stjórnir. Verkamannaflokkur Blairs átti í vök að verjast. Í Skotlandi vonast aðskilnaðarsinnar til þess að boða kosningar árið 2010 um sjálfstæði. Fræðimannsíbúð í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, hefur verið úthlutað frá september til ágústloka 2008. Sjö fræðimenn fá afnot af henni, þau Anna Þ. Þorgrímsdóttir til rannsókna á íslenskum forngripum í Þjóðminjasafni Danmerkur. Ásmundur G. Vilhjálms- son til að vinna að riti um skattarétt. Björg Thoraren- sen til að vinna að rannsókn á mannréttindaákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar. Brynhildur Þórarinsdótt- ir til að vinna að athugun á notkun barnabóka í dönsk- um skólum. Jón Þ. Þór til að rannsaka og vinna rit um ævi Jóns Vigfússonar „Bauka-Jóns“ Hólabiskups. Oddur Benediktsson til að rannsaka og vinna rit um sögu tölvuvæðingar á Íslandi og Soffía Auður Birgisdóttir til að vinna að rannsókn á ævi Guðrúnar Sveinbjarnardóttur. Fjórtán sóttu um afnot af íbúðinni. Í úthlutunar- nefnd sitja Jakob Yngvason prófessor, formaður, Anna Agnarsdóttir prófessor og Hrafnhildur Stefáns- dóttir lögfræðingur. Slökkvilið Akureyrar hefur sinnt óvenju mörgum sjúkraflugum undanfarið. Til dæmis sinnti slökkviliðið sex sjúkraflugum á einum sólarhring 2. maí. „Venjulega erum við með svona tvö sjúkraflug á dag. Það sem af er þessu ári höfum við sinnt 150 sjúkraflutningum en á sama tíma í fyrra voru þau 130,“ segir Jóhann Þór Jónsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Ein sjúkraflugvél er staðsett á Akureyri og sinnir hún sjúkraflugi á öllu svæðinu frá Bíldudal í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri. Jón segir að hingað til hafi náðst að sinna verkefnum með þessari einu vél en ekki megi mikið út af bera. Sex sjúkraflug á sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.