Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 29
Ástralski fjölmiðlamógúllinn
Rupert Murdoch lagði á þriðju-
dag fram 5 milljarða dala óform-
legt yfirtökutilboð í Dow Jones,
útgáfufélag samnefndrar frétta-
veitu og bandaríska viðskiptadag-
blaðsins Wall Street Journal. Til-
boðið svarar til 320,7 milljarða ís-
lenskra króna.
Tilboð Murdochs, sem hljóðar
upp á 60 dali á hlut og tæpum fjór-
um dölum yfir lokagengi félagsins
á þriðjudag, var gert hluthöfum
bréfleiðis fyrir hálfum mánuði.
Ekki var greint frá því opinber-
lega fyrr en á þriðjudag. Fréttirn-
ar komu sem þruma úr heiðskíru
lofti og keyrðu gengi bréfa í út-
gáfufélaginu upp um 55 prósent.
Fréttaveitan Bloomberg hefur
eftir greinendum að Murdoch hafi
með gjörningnum lagt línurnar
fyrir yfirtökukapphlaup í útgáfu-
félagið. Geti svo farið að banda-
ríski raftækjaframleiðandinn
General Electric, sem á banda-
rísku viðskiptasjónvarpsstöðina
CNBC, og útgáfufélag bandaríska
dagblaðsins Washington Post bæt-
ist hugsanlega í hópinn og bjóði á
móti Murdoch.
Bancroft-fjölskyldan, sem á
tæpan fjórðungshlut í Dow Jones
og er stærsti hluthafi þess með
62 prósent atkvæðaréttar, hefur
lýst yfir andstöðu sinni við tilboð-
ið. Stjórn Dow Jones tók í sama
streng á miðvikudag og lýsti því
yfir að hún myndi ekki taka það til
umfjöllunar.
Murdoch býður í Wall Street Journal
Sala á nýjum bílum dróst saman
í Bandaríkjunum í síðasta mán-
uði en salan hefur ekki verið með
minna móti í tæp tvö ár. Samdrátt-
urinn var mestur hjá bandaríska
bílaframleiðandanum Ford en
sala dróst saman um 12,9 prósent
á milli ára.
Hátt eldsneytisverð vestanhafs
og verri skuldastaða Bandaríkja-
manna er sögð helsta ástæðan
fyrir samdrættinum.
Sala minnkaði hjá flestum bíla-
framleiðendum, jafnt þarlendum
sem erlendum, en sala á nýjum
bílum frá Toyota hefur ekki
verið minni í tvö ár. Undantekn-
ing var hins vegar hjá Daimler-
Chrysler er sala á nýjum bílum
hjá fyrirtækinu jókst um 1,2 pró-
sent í mánuðinum.
Minni bíla-
sala vestra
Gengi á platínumi lækkaði í fram-
virkum samningum á mánudag
eftir að heimild var gefin til auk-
ins útflutnings á málminum í Rúss-
landi. Gengið hefur staðið í sögu-
legu hámarki vegna mikillar eftir-
spurnar á heimsvísu. Platínum er
mikið notað í skartgripi og var ótt-
ast um tíma að það myndi skila sér í
mikilli verðhækkun á skartgripum.
Rússar eru í öðru sæti yfir um-
fangsmestu platínumframleiðend-
ur í heimi á eftir fyrirtækjum í
Suður-Afríku. Heimildir fyrirtækj-
anna til útflutnings runnu út í byrj-
un árs og hefur það skilað sér í stöð-
ugum verðhækkunum á málmum
til skartgripagerðar og framleiðslu
á útblástursstýringu fólksbíla.
Gengið hefur hækkað um 14
prósent það sem af er árs og og
stóð lengi vel í námunda við 1.395
dali á únsu. Það lækkaði í kjölfar
leyfisveitingarinnar á fjármála-
markaði í Bandaríkjunum og stend-
ur nú í um 1.293 dölum á únsu. Gert
er ráð fyrir áframhaldandi verð-
lækkunum á næstu dögum.
Platínumverð
úr methæðum
Indverska hagkerfið
sýnir klassísk merki um
ofhitnun í efnahagslífinu.
Hagvöxtur hefur verið
mikill og verðbólga auk-
ist jafnt og þétt. Grípa
þarf til aðgerða til að
verðbólga fari ekki úr
böndunum. Þetta segir í
skýrslu alþjóðlega mats-
fyrirtækisins Moody‘s um ind-
versk efnahagsmál sem kom út
undir lok síðustu viku.
Hagvöxtur á Indlandi nemur
tæpum níu prósentum á sama tíma
og verðbólga stendur í rúmum
sex prósentum. Þetta er meira en
æskilegt er, að mati Moody‘s, sem
telur horfur engu að síður stöðug-
ar þrátt fyrir að eftirspurn á innan-
landsmarkaði sé langt
umfram framboð sem
hafi skilað sér í aukn-
um viðskiptahalla.
Þá hafa fjárfesting-
ar erlendra aðila aukist
svo mjög að erlendur
gjaldeyrir indverskra
fjármálastofnana er í
sögulegum hæðum.
Í skýrslunni segir að indverska
hagkerfið sé viðkvæmt af þessum
sökum en matsfyrirtækið er hæfi-
lega bjartsýnt á að indverska ríkis-
stjórnin standist álagið með einka-
væðingu ríkisfyrirtækja á næstu
árum. Því hafi hins vegar verið ít-
rekað slegið á frest síðastliðin þrjú
ár vegna mótstöðu vinstriflokka á
indverska þinginu.
Ofhitnun í Indlandi
Árangurinn
kemur með ástundun
Katrín Dögg Hilmarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Golfsambands Íslands.
„Golfið er mitt stærsta áhugamál. Til að ná árangri í golfíþróttinni
verð ég að vera í góðu formi. Sund og hlaup henta mér mjög vel,
ég stunda þessar tvær íþróttir reglulega. Svo skrepp ég líka í
ræktina. Í hlaupinu fæ ég útrás og það styrkir líka þolið. Sundið tek
ég rólega, það er slökunin mín. Kellogg's Special K er hluti af
þessu öllu, morgunmatur sem sér mér fyrir orku, prótíni, víta-
mínum og steinefnum. Ef mig svengir milli mála hika ég ekki við
að fá mér skál eða stöng af Kellogg's Special K. Þá er ég góð
í gegnum daginn. Þessi lífsstíll er orðinn
að vana hjá mér, orðinn hluti af
mér. Ég er ánægð með það.“
Morgunmatur kemur brennslunni í gang og gefur þér orku til
að byrja daginn. Kellogg's Special K er bragðgóður og hress-
andi morgunmatur og með honum færðu mörg lífsnauðsynleg
vítamín og síðast en ekki síst járn.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
9
5
1
8