Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 29
Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðju- dag fram 5 milljarða dala óform- legt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar frétta- veitu og bandaríska viðskiptadag- blaðsins Wall Street Journal. Til- boðið svarar til 320,7 milljarða ís- lenskra króna. Tilboð Murdochs, sem hljóðar upp á 60 dali á hlut og tæpum fjór- um dölum yfir lokagengi félagsins á þriðjudag, var gert hluthöfum bréfleiðis fyrir hálfum mánuði. Ekki var greint frá því opinber- lega fyrr en á þriðjudag. Fréttirn- ar komu sem þruma úr heiðskíru lofti og keyrðu gengi bréfa í út- gáfufélaginu upp um 55 prósent. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum að Murdoch hafi með gjörningnum lagt línurnar fyrir yfirtökukapphlaup í útgáfu- félagið. Geti svo farið að banda- ríski raftækjaframleiðandinn General Electric, sem á banda- rísku viðskiptasjónvarpsstöðina CNBC, og útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post bæt- ist hugsanlega í hópinn og bjóði á móti Murdoch. Bancroft-fjölskyldan, sem á tæpan fjórðungshlut í Dow Jones og er stærsti hluthafi þess með 62 prósent atkvæðaréttar, hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboð- ið. Stjórn Dow Jones tók í sama streng á miðvikudag og lýsti því yfir að hún myndi ekki taka það til umfjöllunar. Murdoch býður í Wall Street Journal Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mán- uði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátt- urinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð vestanhafs og verri skuldastaða Bandaríkja- manna er sögð helsta ástæðan fyrir samdrættinum. Sala minnkaði hjá flestum bíla- framleiðendum, jafnt þarlendum sem erlendum, en sala á nýjum bílum frá Toyota hefur ekki verið minni í tvö ár. Undantekn- ing var hins vegar hjá Daimler- Chrysler er sala á nýjum bílum hjá fyrirtækinu jókst um 1,2 pró- sent í mánuðinum. Minni bíla- sala vestra Gengi á platínumi lækkaði í fram- virkum samningum á mánudag eftir að heimild var gefin til auk- ins útflutnings á málminum í Rúss- landi. Gengið hefur staðið í sögu- legu hámarki vegna mikillar eftir- spurnar á heimsvísu. Platínum er mikið notað í skartgripi og var ótt- ast um tíma að það myndi skila sér í mikilli verðhækkun á skartgripum. Rússar eru í öðru sæti yfir um- fangsmestu platínumframleiðend- ur í heimi á eftir fyrirtækjum í Suður-Afríku. Heimildir fyrirtækj- anna til útflutnings runnu út í byrj- un árs og hefur það skilað sér í stöð- ugum verðhækkunum á málmum til skartgripagerðar og framleiðslu á útblástursstýringu fólksbíla. Gengið hefur hækkað um 14 prósent það sem af er árs og og stóð lengi vel í námunda við 1.395 dali á únsu. Það lækkaði í kjölfar leyfisveitingarinnar á fjármála- markaði í Bandaríkjunum og stend- ur nú í um 1.293 dölum á únsu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi verð- lækkunum á næstu dögum. Platínumverð úr methæðum Indverska hagkerfið sýnir klassísk merki um ofhitnun í efnahagslífinu. Hagvöxtur hefur verið mikill og verðbólga auk- ist jafnt og þétt. Grípa þarf til aðgerða til að verðbólga fari ekki úr böndunum. Þetta segir í skýrslu alþjóðlega mats- fyrirtækisins Moody‘s um ind- versk efnahagsmál sem kom út undir lok síðustu viku. Hagvöxtur á Indlandi nemur tæpum níu prósentum á sama tíma og verðbólga stendur í rúmum sex prósentum. Þetta er meira en æskilegt er, að mati Moody‘s, sem telur horfur engu að síður stöðug- ar þrátt fyrir að eftirspurn á innan- landsmarkaði sé langt umfram framboð sem hafi skilað sér í aukn- um viðskiptahalla. Þá hafa fjárfesting- ar erlendra aðila aukist svo mjög að erlendur gjaldeyrir indverskra fjármálastofnana er í sögulegum hæðum. Í skýrslunni segir að indverska hagkerfið sé viðkvæmt af þessum sökum en matsfyrirtækið er hæfi- lega bjartsýnt á að indverska ríkis- stjórnin standist álagið með einka- væðingu ríkisfyrirtækja á næstu árum. Því hafi hins vegar verið ít- rekað slegið á frest síðastliðin þrjú ár vegna mótstöðu vinstriflokka á indverska þinginu. Ofhitnun í Indlandi Árangurinn kemur með ástundun Katrín Dögg Hilmarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Golfsambands Íslands. „Golfið er mitt stærsta áhugamál. Til að ná árangri í golfíþróttinni verð ég að vera í góðu formi. Sund og hlaup henta mér mjög vel, ég stunda þessar tvær íþróttir reglulega. Svo skrepp ég líka í ræktina. Í hlaupinu fæ ég útrás og það styrkir líka þolið. Sundið tek ég rólega, það er slökunin mín. Kellogg's Special K er hluti af þessu öllu, morgunmatur sem sér mér fyrir orku, prótíni, víta- mínum og steinefnum. Ef mig svengir milli mála hika ég ekki við að fá mér skál eða stöng af Kellogg's Special K. Þá er ég góð í gegnum daginn. Þessi lífsstíll er orðinn að vana hjá mér, orðinn hluti af mér. Ég er ánægð með það.“ Morgunmatur kemur brennslunni í gang og gefur þér orku til að byrja daginn. Kellogg's Special K er bragðgóður og hress- andi morgunmatur og með honum færðu mörg lífsnauðsynleg vítamín og síðast en ekki síst járn. F í t o n / S Í A F I 0 1 9 5 1 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.