Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 20
fréttir og fróðleikur Netfyrirtækið Google velti Microsoft úr sessi á dögun- um sem verðmætasta vöru- merki í heimi. Fyrirtækið var stofnað af tveimur háskólanemum fyrir ellefu árum og er nú metið á rúma fjögur þúsund milljarða íslenskra króna. Á hverjum degi nota tugir milljóna netnotenda leitarvél Google og flestir sem lesa þetta hafa „googl- að“ á einhverjum tímapunkti. Fyrir tólf árum var hugmyndin aðeins til í heilabúum tveggja háskólanema. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið ævintýralegur á þeim stutta tíma sem það hefur verið til. Google-ævintýrið hófst árið 1996 þegar tveir nemar um tvítugt við Stanford-háskólann í Bandaríkjun- um, Larry Page og Sergey Brin, byrjuðu á rannsóknarverkefni sem snerist um að þróa leitarvél á vefn- um. Leitarvélar þess tíma röðuðu nið- urstöðum sínum eftir því hversu oft leitarorðin komu fyrir á síðunni, en Page og Brin ákváðu að nota allt aðra aðferð í leitarvél sinni, sem hlaut nafnið Google. Í stað hefð- bundnu aðferðarinnar röðuðu þeir niðurstöðum eftir vægi, þar sem mestu máli skiptir hversu margar síður hafa tengla í viðkomandi leit- arniðurstöðu og hvaða vægi þær síður hafa. Aðferðin, sem nefnist PageRank, virkaði afar vel og skilaði mun betri leitarniðurstöðum en aðrar leitarvélar. Árið 1998 var fyrirtæk- ið Google Inc. formlega stofnað og boltinn tók að rúlla. Til að byrja með hafði Google höfuðstöðvar sínar í bílskúr vinar Page og Brin. Fljótlega flutti fyrir- tækið í mun stærra húsnæði í Silíkondalnum í Kaliforníu þar sem það er enn í dag. Leitarvélin jók vinsældir sínar og hagnaður fyrirtækisins jókst í takt við það. Google er nú langvin- sælasta leitarvélin á vefnum með yfir fimmtíu prósenta markaðs- hlutdeild. Auk leitarvélarinnar býður Google upp á þjónustu á borð við tölvupóst, ljósmyndaforrit, fréttaþjónustu, spjallforrit og kortaleit. Árið 2004 fór fram hlutafjárút- boð í Google þar sem bréf voru seld fyrir tæpa tvo milljarða dollara. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við og verð hlutabréfa nánast fimm- faldast. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári var þrír milljarðar doll- ara, eða tvö hundruð milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt listanum yfir verð- mætustu vörumerki heims, sem markaðsrannsóknafyrirtækið Mill- ward Brown tók saman, er Google vörumerkið orðið 66 milljarða doll- ara virði, sem samsvarar rúmum fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. Larry Page og Sergey Brin, nú 34 ára gamlir, eru meðal þrjátíu rík- ustu manna heims. Skólaverkefni tveggja tölvunörda er orðið verð- mætara en sem nemur fjórfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Þar sem ókeypis er að nota leitar- vél Google, sem og flesta aðra þjón- ustu sem fyrirtækið býður upp á, spyrja margir sig að því hvernig í ósköpunum fyrirtækið fer að því að græða pening. Svarið felst í að sá sem notar leitarvél Google er ekki viðskiptavinurinn heldur varan. Þegar þú leitar með Google birt- ast litlar auglýsingar til hliðar við niðurstöðurnar, sem tengjast oftast því sem leitað var að. Vegna þess hve margir nota leitarvélina reglu- lega er afar eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa vörur sínar í gegnum Google. Fyrirtækin sem auglýsa eru því viðskiptavinirnir, og notendurnir varan. Þessi auglýsingaleið er aðal- tekjulind Google og ein helsta ástæðan fyrir því að fyrirtækið varð ekki gjaldþrota ásamt öðrum netfyrirtækjum þegar netbólan sprakk í kringum aldamótin. Eins og flest fyrirtæki sem gnæfa yfir önnur á sínum markaði hefur Google hlotið sinn skammt af gagn- rýni. Kvartanir vegna upplýsinga- söfnunar um leitarhegðun notenda ber þar hæst. Margir hafa lýst áhyggjum af því að fyrirtækið selji upplýsingarnar til annarra fyrir- tækja eða neyðist til að láta þær af hendi sýnist stjórnvöldum í því landi þar sem fyrirtækið starfar svo. Auglýsingakerfið í tölvupóst- þjónustunni Gmail hefur einnig sætt töluverðri gagnrýni, en texti allra bréfa er skannaður og auglýs- ingar birtar eftir því hvaða orð koma oftast fyrir. Talsmenn Google hafa þó ítrekað haldið fram að upplýsingarnar séu aðeins notaðar til þess að sníða aug- lýsingar sem best að hverjum not- anda og að þær séu hvorki seldar né afhentar einum né neinum. Húmor hefur einkennt Google allt frá stofnun. Í umsókn um hlutafjár- útboð sagði að ætlunin væri að safna allt að 2.718.281.828 dollurum í hlutafjárútboðinu, sem er vísun í stærðfræðifastann e. Í útboðinu sjálfu keypti Google 14.142.135 bréf, sem er vísun í rótina af tveimur. Brandararnir eru þó ekki allir misfyndnar stærðfræðilegar tilvís- anir því Google er einnig þekkt fyrir mátulega kjánaleg aprílgöbb. Árið 2002 var sagt frá því að bréf- dúfur væru leyndardómurinn á bak við leitaraðferðina PageRank, og fyrsta apríl 2004 var auglýst eftir fólki til starfa í nýrri rannsóknar- stöð á tunglinu. Í ár snerist aðal- gabbið um nýja netþjónustu fyrir- tækisins sem notar klósettlagnir til að flytja gögn. Verðmætasta vörumerki heims Stór áfangi Vel kynntur og starfhæfur Nýjung í ræstingum – þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsetti R V 62 33 UniFlex afþurrkunarsett og tvær aukamoppur. 1.398,- Henrietta Holz Jensen sölumaður í útibúi RV í Danmörku N ú á ti lb oð i! il i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.