Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur
Netfyrirtækið Google velti
Microsoft úr sessi á dögun-
um sem verðmætasta vöru-
merki í heimi. Fyrirtækið
var stofnað af tveimur
háskólanemum fyrir ellefu
árum og er nú metið á rúma
fjögur þúsund milljarða
íslenskra króna.
Á hverjum degi nota tugir milljóna
netnotenda leitarvél Google og
flestir sem lesa þetta hafa „googl-
að“ á einhverjum tímapunkti. Fyrir
tólf árum var hugmyndin aðeins til
í heilabúum tveggja háskólanema.
Vöxtur fyrirtækisins hefur verið
ævintýralegur á þeim stutta tíma
sem það hefur verið til.
Google-ævintýrið hófst árið 1996
þegar tveir nemar um tvítugt við
Stanford-háskólann í Bandaríkjun-
um, Larry Page og Sergey Brin,
byrjuðu á rannsóknarverkefni sem
snerist um að þróa leitarvél á vefn-
um.
Leitarvélar þess tíma röðuðu nið-
urstöðum sínum eftir því hversu
oft leitarorðin komu fyrir á síðunni,
en Page og Brin ákváðu að nota allt
aðra aðferð í leitarvél sinni, sem
hlaut nafnið Google. Í stað hefð-
bundnu aðferðarinnar röðuðu þeir
niðurstöðum eftir vægi, þar sem
mestu máli skiptir hversu margar
síður hafa tengla í viðkomandi leit-
arniðurstöðu og hvaða vægi þær
síður hafa.
Aðferðin, sem nefnist PageRank,
virkaði afar vel og skilaði mun
betri leitarniðurstöðum en aðrar
leitarvélar. Árið 1998 var fyrirtæk-
ið Google Inc. formlega stofnað og
boltinn tók að rúlla.
Til að byrja með hafði Google
höfuðstöðvar sínar í bílskúr vinar
Page og Brin. Fljótlega flutti fyrir-
tækið í mun stærra húsnæði í
Silíkondalnum í Kaliforníu þar sem
það er enn í dag.
Leitarvélin jók vinsældir sínar
og hagnaður fyrirtækisins jókst í
takt við það. Google er nú langvin-
sælasta leitarvélin á vefnum með
yfir fimmtíu prósenta markaðs-
hlutdeild. Auk leitarvélarinnar
býður Google upp á þjónustu á borð
við tölvupóst, ljósmyndaforrit,
fréttaþjónustu, spjallforrit og
kortaleit.
Árið 2004 fór fram hlutafjárút-
boð í Google þar sem bréf voru seld
fyrir tæpa tvo milljarða dollara.
Síðan þá hefur leiðin legið upp á við
og verð hlutabréfa nánast fimm-
faldast. Hagnaður fyrirtækisins á
síðasta ári var þrír milljarðar doll-
ara, eða tvö hundruð milljarðar
íslenskra króna.
Samkvæmt listanum yfir verð-
mætustu vörumerki heims, sem
markaðsrannsóknafyrirtækið Mill-
ward Brown tók saman, er Google
vörumerkið orðið 66 milljarða doll-
ara virði, sem samsvarar rúmum
fjögur þúsund milljörðum íslenskra
króna.
Larry Page og Sergey Brin, nú 34
ára gamlir, eru meðal þrjátíu rík-
ustu manna heims. Skólaverkefni
tveggja tölvunörda er orðið verð-
mætara en sem nemur fjórfaldri
árlegri landsframleiðslu Íslands.
Þar sem ókeypis er að nota leitar-
vél Google, sem og flesta aðra þjón-
ustu sem fyrirtækið býður upp á,
spyrja margir sig að því hvernig í
ósköpunum fyrirtækið fer að því að
græða pening. Svarið felst í að sá
sem notar leitarvél Google er ekki
viðskiptavinurinn heldur varan.
Þegar þú leitar með Google birt-
ast litlar auglýsingar til hliðar við
niðurstöðurnar, sem tengjast oftast
því sem leitað var að. Vegna þess
hve margir nota leitarvélina reglu-
lega er afar eftirsóknarvert fyrir
fyrirtæki að auglýsa vörur sínar í
gegnum Google. Fyrirtækin sem
auglýsa eru því viðskiptavinirnir,
og notendurnir varan.
Þessi auglýsingaleið er aðal-
tekjulind Google og ein helsta
ástæðan fyrir því að fyrirtækið
varð ekki gjaldþrota ásamt öðrum
netfyrirtækjum þegar netbólan
sprakk í kringum aldamótin.
Eins og flest fyrirtæki sem gnæfa
yfir önnur á sínum markaði hefur
Google hlotið sinn skammt af gagn-
rýni. Kvartanir vegna upplýsinga-
söfnunar um leitarhegðun notenda
ber þar hæst. Margir hafa lýst
áhyggjum af því að fyrirtækið selji
upplýsingarnar til annarra fyrir-
tækja eða neyðist til að láta þær af
hendi sýnist stjórnvöldum í því
landi þar sem fyrirtækið starfar
svo.
Auglýsingakerfið í tölvupóst-
þjónustunni Gmail hefur einnig
sætt töluverðri gagnrýni, en texti
allra bréfa er skannaður og auglýs-
ingar birtar eftir því hvaða orð
koma oftast fyrir.
Talsmenn Google hafa þó ítrekað
haldið fram að upplýsingarnar séu
aðeins notaðar til þess að sníða aug-
lýsingar sem best að hverjum not-
anda og að þær séu hvorki seldar
né afhentar einum né neinum.
Húmor hefur einkennt Google allt
frá stofnun. Í umsókn um hlutafjár-
útboð sagði að ætlunin væri að
safna allt að 2.718.281.828 dollurum
í hlutafjárútboðinu, sem er vísun í
stærðfræðifastann e. Í útboðinu
sjálfu keypti Google 14.142.135
bréf, sem er vísun í rótina af
tveimur.
Brandararnir eru þó ekki allir
misfyndnar stærðfræðilegar tilvís-
anir því Google er einnig þekkt
fyrir mátulega kjánaleg aprílgöbb.
Árið 2002 var sagt frá því að bréf-
dúfur væru leyndardómurinn á bak
við leitaraðferðina PageRank, og
fyrsta apríl 2004 var auglýst eftir
fólki til starfa í nýrri rannsóknar-
stöð á tunglinu. Í ár snerist aðal-
gabbið um nýja netþjónustu fyrir-
tækisins sem notar klósettlagnir til
að flytja gögn.
Verðmætasta vörumerki heims
Stór áfangi
Vel kynntur og starfhæfur
Nýjung í ræstingum
– þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsetti
R
V
62
33
UniFlex afþurrkunarsett
og tvær aukamoppur.
1.398,-
Henrietta Holz Jensen
sölumaður í útibúi RV í Danmörku
N
ú
á
ti
lb
oð
i!
il
i