Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 74
Mikið er rætt um „kven-frelsi“ þessa dagana. Hvað er kvenfrelsi? Á ég að hafa meira frelsi að því að ég er kona? Hef ég minna frelsi í dag af því að ég er kona? Eiga einstaklingar ekki að hafa sitt frelsi – óháð kyni? Einhverjir þingmenn vilja lagasetningar sem eiga að vera konum sérstaklega í hag og tala um að setja lög um jafnt/aukið hlutfall kvenna í stjórnum einka- fyrirtækja. Betra væri að alþingismenn allra flokka litu sér nær. Inni á heimasíðu Alþingis er að finna æviávarp alþingis- manna. Þar er fjallað um Stein- grím J. Sigfússon. Foreldrar hans eru Sigfús A. Jóhanns- son og k.h. Sigríður Jóhannes- dóttir. Já, það er fjallað um Sig- ríði sem „konu“ Sigfúsar. Og svona er þetta með alla þing- mennina. Faðirinn er alltaf til- greindur fyrstur, móðirin kemur þar á eftir og er nefnd „kona föð- urins“. Það er ekki mikið „kven- frelsi“ þar eða hvað? Það er þessum hugsunarhætti sem þarf að breyta og alþingis- menn ættu frekar að líta í eig- inn barm. Skoða hvað þeir geti gert inni á sínum vinnustöðum sem stuðlar að fullkomnu frelsi og réttlæti einstaklinga – óháð kyni. Í stað þess að fara að segja einkaaðilum hvernig þeir eigi að haga sínum rekstri. Það er ekki mikið frelsi fólgið í slíkri laga- setningu, hvorki „kvenfrelsi“ né „karlfrelsi“. Höfundur er lögfræðingur. Eiga alþingismenn ekki mæður? ÍÓlafs sögu helga segir frá því er Ólafur konungur hinn digri biður Alþingi um að gefa sér Grímsey sem vináttuvott. Flest- ir þingmanna vildu verða við bón hans enda væri hann frændi þeirra og vinur. En þá tók til máls Einar Þveræingur og sagði að fengi kóngur eynna þá yrði þess ekki langt að bíða að lang- skip hans sigldu inn norðlenska firði (les: jöfur mun nota eyjuna sem stökkpall fyrir innrás). Eftir að hafa hlýtt á mál Einars sner- ist þingmönnum hugur, þeir höfn- uðu málaleitan konungs. En nú er öldin önnur, ríkis- stjórn Geirs Haarde hefur gert samninga við Norðmenn um að norsk langskip... ég meina her- þotur skuli staðsettar á Kefla- víkurflug- velli. Fyrir utan allt annað vont sýnir þetta að Geir, flokkur hans og litli flokkurinn eru fastir í hugarfari kalda stríðsins. Eftir að Kaninn fór fékk stjórnin panikk af verri gerðinni, haldandi líklega að Rússarnir væru á leiðinni. Hún knékraup öllum nágrannaþjóðun- um og grátbað um allrameinabót- ina herþotur. En Geir og félagar skilja ekki að ekkert ríki ógnar öryggi Íslands, alla vega ekki svo lengi sem við erum í NATÓ. Menn mega svo minnast þess að hið varnarlausa land Kosta Ríka fær að vera í friði þótt endalaus vígaferli séu í nágrannaríkjun- um. Aftur á móti gætu hryðja- verkamenn ógnað þjóðinni, ekki síst ef þeir uppgötva að hún var sett nauðug viljug á lista vígfúsra þjóða af Davíð Oddssyni og félög- um (þeirra á meðal Geir). Til eru hryðjuverkamenn sem vilja Norðmönnum illt út af skopmyndamálinu. Kannski þeir noti tækifærið og sprengi nokkrar norskar þotur í loft upp á Keflavíkurflugvelli. Ef til vill fer flugstöðin með og nokk- ur hundruð manns. Hvað sem því líður þá er aðeins til eitt ríki sem gæti ógnað öryggi Íslands – NOREGUR! Sjálfur hef ég búið í Noregi í fjölda ára og þekki land og þjóð. Þó að flestir Norð- menn séu ágætis fólk og okkur velviljað þá eru enn til Nojar- ar sem telja að Ísland ætti helst að vera fylki í Noregi. Þeir hafi verið rændir sínu íslenska skatt- landi árið 1814, eins og norskur sagnfræðingur orðaði það svo skemmtilega: „Það er lítil von til að við fáum skattlöndin OKKAR tilbaka“ (undirskilið: litlar líkur á að réttmætum eigum okkar verði skilað aftur). Altént eru vissir hópar manna hér í Noregi teknir að heimta að varnarsam- starfið verði bundið því skilyrði að Íslendingar viðurkenni Sval- barðasvæðið. Með þessum samningum hefur Geir gefið Norðmönnum hreðja- tak á Íslendingum sem þeir munu nota eftir bestu getu í deil- um þjóðanna um fisk og fleira. Finnst Geir ekki nóg að hafa gefið Bandaríkjumönnum rétt til að taka loftrýmið íslenska yfir ef hættuástand skapist í heimin- um? Hver á að skilgreina „hættu- ástand“? Finnst honum ekki nóg að hafa látið Kanana fara með sig eins og hund er þeir lögðu her- stöðina niður? Geir hafði ekki einu sinni manndóm í sér til að segja varnarsamningum upp. Taki Geir pokann sinn og hverfi úr stjórnarráðinu að kosningum afstöðnum! Höfundur er prófessor í heimspeki. Að semja af sér við Norðmenn Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sí- fellt að vera vakandi fyrir tæki- færum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða fram- þróunar á öllum sviðum atvinnu- lífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjón- ustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi ís- lensks atvinnulífs við MIT-há- skólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnað- arins og býðst íslenskum fyrir- tækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samn- ingurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í sam- starfinu. Auk þess fá samstarfsað- ilar allar upplýsingar um nýjung- ar, rannsóknir og þróunarverk- efni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrir- tækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar. MIT-háskólinn er einn af fram- sæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar fram- haldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbels- verðlaunahafar hafa farið í gegn- um fræðasamfélag MIT. Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Indu- strial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskól- ans í Reykjavík er tengiliður sam- starfsins hér á landi. Fulltrúar ís- lenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagð- ir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólan- um til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækj- um og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðn- ar að þörfum íslensku fulltrú- anna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumót- un, kynn- ast því sem er að ger- ast í rann- sóknum og tækni, eða til að skoða nýjar að- ferðir við stjórnun fyrirtækja. Aðgang- ur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem mögu- leiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta feng- ið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum. Íslensk fyrirtæki sem eru í sam- starfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekk- ingu þeirra til rannsókna. Sam- starfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan ís- lenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar. Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýs- ingar um sér- fræðiþekkingu og rannsókna- svið innan MIT auk samantekta og tengla á vef- síður sem rekn- ar eru af deild- um skólans. Þar fá samstarfsað- ilar HR tæki- færi til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rann- sóknaraðil- um og kynnast nýjustu tækni og rannsókn- um á viðkom- andi sviði. Upp- lýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtæk- is og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir ís- lenska samstarfsaðila. Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að sam- starfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri Stjórn- endaskóla Háskólans í Reykjavík. Nýsköpun fyrir íslensk fyrirtæki Til eru hryðjuverkamenn sem vilja Norðmönnum illt út af skopmyndamálinu. Kannski þeir noti tækifærið og sprengi nokkrar norskar þotur í loft upp á Keflavíkurflugvelli. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrir- tæki, mennt- un, þjónustu eða fram- leiðslu. KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. „Fullkomin kvikmynd; margbrotin, tvíræð, spennandi og afar skemmtileg!“ -Dana Stevens, Slate „Donnersmarck kryddar spennusöguna með lymskulegum húmor. Útkoman er hrein snilld.“ -A.O. Scott, The New York Times the lives of others A Film By Florian H enckel Von Donne rsmarck EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN BESTA MYND ÁRSINS EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN BESTI LEIKARI & BESTA HANDRIT ÞÝSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN 7 VERÐLAUN - M.A. BESTA MYNDIN ÓSKARSVERÐLAUNIN 2007 BESTA MYND ÁRSINS Í F L O K K I M Y N D A Á E R L E N D U T U N G U M Á L I DAS LEBEN DER ANDEREN LÍF ANNARRA FRUMSÝND 4. MAÍ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI www.graenaljosid.is - Skráðu þig í Bíóklúbbinn og þú færð sendan boðsmiðakóða á Miða.is alla frumsýningardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.