Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Gömul sameining og
ný
Mömmujakki þá?
Burt með
þessi próf
Kennir á hljóðfæri innan veggja skólans
Hundrað grunnskólanemar
á aldrinum níu til fimmt-
án ára taka þátt í árlegri
vinnustofu Hugmynda-
smiðjunnar, sem haldin er
í þriðja sinn í sýningarsal
Orkuveitu Reykjavíkur.
Það er næstum eins og að vera
kominn í töfraveröld þegar geng-
ið er inn í sýningarsal Orkuveitu
Reykjavíkur. Allt úir og grúir af
tækjum og tólum sem krakkarn-
ir í Hugmyndasmiðjunni hafa
tekið í sundur og raðað aftur
saman eftir kúnstarinnar regl-
um. Þetta er í þriðja sinn sem
árleg vinnustofa Hugmynda-
smiðjunnar er haldin. Hundrað
grunnskólanemar á aldrinum níu
til fimmtán ára taka í sundur
hversdagslega hluti á borð við
ryksugur, leikföng, þvottavélar
og hljómflutningstæki og búa til
úr þeim nýja hluti. Krökkunum
til halds og trausts eru tólf kenn-
arar.
Lani Yamamoto hjá Hug-
myndasmiðjunni stýrir vinnu-
stofunni, ásamt þeim Kristen
Murray frá Vísindasafni Minne-
sota og Michael Smith Welch frá
Lifelong Kindergarten hjá MIT
Media Lab.
„Hugmyndin byggist á rann-
sóknum sem sýna að fólk lærir
meira ef það tekur beinan þátt í
sköpunarferlinu,“ segir Lani.
„Þannig fá krakkarnir innsýn í
það hvernig hlutir eru búnir til,
sem ýtir undir skapandi hugsun
við lausn vandamála.“
Í vinnustofunni kynnast krakk-
arnir meðal annars grunnhug-
myndum rafmagnsverkfræði,
forritunar og eðlisfræði. Ekki
varð betur séð en að þau nýttu
sér þá þekkingu til hlítar, enda
voru uppfinningar þeirra jafn
ólíkar og þær voru margar; allt
frá ofurhægindastólum til fljúg-
andi bangsa.
Krakkarnir sögðu flestir að
þegar þeir tóku tækin í sundur
hafi það komið þeim á óvart
hversu einföld tækni lægi að
baki þeim, sem hvetti þau til að
prófa sig áfram.
Sunnudaginn 6. maí verður
haldin sýning í vinnustofunni þar
sem almenningi býðst að berja
furðuverkin augum en stutt-
myndir um tilurð hlutanna verða
sýndar á meðan.
Sýningin stendur yfir frá 14 til
17 og er aðgangur ókeypis.
Töfrum líkust tækjaveröld
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006