Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 86
Ef ég á að vera hreinskilinn þá er mér illa við tónlist sem hentar ekki mínum svalleikastaðli. Þetta einskorðast ekkert við mig, held að lang- flestir hugsi þannig. Ég leyfi mér þannig að hafna tónlist en mér byrjar samt ekki að líka vel við ákveðna tónlist af nauðsyn. Til þess að teljast hippster í tónlistarvali þarf hins vegar að fara eftir ákveðnum formúl- um, teygjanlegum þó. En hvernig finnur maður þessa hippstera-tónlist, með öðrum orðum hvaða tónlist þarf ég að hlusta á til þess að teljast hippster? Hippsterum má mjög gróflega skipta í tvennt; Kronkron-hipp- stera og GK-hippstera. Hvað tónlist varðar eru Kronkron-hippsterarnir nokkuð fjölbreyttir í tónlistarvali. Alls kyns raftónlist er í miklu uppá- haldi þessa stundina og nú er einmitt Trentemøller á leiðinni til lands- ins sem gleður fjölmarga hippstera. Ekki síður í ljósi þeirrar staðreynd- ar að danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov lemur húðir hjá Trente sjálfum. Einnig má nefna LCD Soundsystem, Hot Chip, CSS, The Rapt- ure og annað kæruleysislegt indí-elektró-dans-rokk-popp-diskó sem gleður eyru, hjörtu og fatastíl Kronkron-hippstera. GK-hippsterarnir fylgja svolítið stígnum sem Kronkron-hippsterarn- ir hafa áður fetað. Alls kyns safndiskar eru í miklum metum hjá þeim. Allt sem heitir Lounge-eitthvað er til dæmis töff, sem og tónlist úr kvik- myndum og auglýsingum. Dinner-tónlist þykir einnig fín, eitthvað seið- andi, mjúkt, verulega kynþokkafullt og exótískt. Líklegast er samt besta leiðin til þess að finna hippstera-tónlist að at- huga hvað hippsterarnir eru með sem lagið sitt á Myspace. Þar rekst maður mjög líklega á eitthvað af eftirfarandi; The Knife, Chromeo, Peter Bjorn and John, Uffie, Of Montreal, Architecture in Helsinki, CocoRosie, Feist og auðvitað marga fleiri. Nouvelle vague-tónleikarnir síðasta föstudag voru reyndar mjög gott dæmi um hreinræktaða hipp- steratónleika. Af einhverjum ástæðum var samt ekki selt rauðvín á svæðinu og hvernig á maður að geta rætt á hippsterslegum nótum um franska tónlist þegar ekki er rauðvín við hönd? Um daginn rakst ég síðan á skemmtilega hljómsveit sem ætti að verða vinsæl meðal hippstera á næstunni, meðal annars inni á Myspace. Sú heitir Souvenir, spilar eggjandi 80’s elektró-popp með litríkum raf- magnsgítar, kemur frá Spáni en syngur samt á frönsku. Sveitin var að senda frá sér plötuna 64 og fékk í vikunni Recommended stimpilinn hjá Stylus Magazine, þarf hippsterinn nokkuð að vita meira? Er þetta svona hippstera-tónlist? Rokkskáldið og Íslands- vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðast- liðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti. „Mig langaði til þess að gera töku- lagaplötu fyrir löngu síðan, á átt- unda áratugnum, en ég var ekki tilbúin þá. Röddin var ekki tilbú- in,“ segir Patti Smith í nýlegu við- tali þegar hún er innt eftir því af hverju hún sé að gefa út tökulaga- plötu núna. Og hún heldur áfram: „Nú finnst mér ég vera tilbúin. Söngurinn hefur batnað og ég veit meira um röddina mína. Ég skil hana betur…“ Flest laganna á Twelve eru eftir átrúnaðargoð Pattiar af hippa- kynslóðinni; Jimi Hendrix (Are You Experienced?), Neil Young (Helpless), The Rolling Stones (Gimme Shelter), The Beatles (Within You Without You), Jeffer- son Airplane (White Rabbit), Bob Dylan (Changing Of The Guards) og líka lög eftir The Doors, Paul Simon, Allman Brothers og Stevie Wonder. Yngstu lögin eru svo Nir- vana lagið Smells Like Teen Spirit og Everybody Wants To Rule The World eftir Tears For Fears. Hljómsveit Pattiar spilar undir í lögunum, en að auki koma við sögu nokkrir gestir þ.á m. Tom Verlaine, gítarleikari Television, feðgarnir Sam og Walker Shep- ard, sem leika á banjó í Teen Spirit, og Rich Robinson gítar- leikari The Black Crowes. Patti var með lista yfir tólf lög sem hana langaði til að hljóðrita þegar vinna hófst við gerð plötunnar. Af þeim lista enduðu aðeins fjögur á plötunni: Hendrix-lagið, Stones- lagið,White Rabbit og Teen Spirit. Ýmis atvik réðu því svo hvern- ig hin lögin lentu á plötunni. Til dæmis Doors-lagið Soul Kitchen: „Mig dreymdi að ég ætti að taka Soul Kitchen, sem hefur aldrei verið eitt af mínum uppáhalds Doors-lögum. Svo fór ég fram úr og út á götu og þá brunaði götu- sópur framhjá með Soul Kitchen á fullu í græjunum. Þá hugsaði ég: OK. Ég tek það.“ Patti segir að það hafi verið ákveðinn léttir og frels- un í því að gera einu sinni plötu án þess að þurfa að kveljast yfir því hvort textarnir séu nógu góðir. „Það erfiðasta sem ég geri er að semja texta,“ segir hún. Twelve hefur víðast hvar feng- ið góða dóma, að undanskildum Pitchforkmedia-vefnum, en það hefur svo sem alveg komið fram áður að þeir hjá Pitchfork eru betri í því að draga athyglina að áhugaverðum nýliðum heldur en að fjalla um gamla jálka. Töku- lagaplötur hafa auðvitað ekki jafn mikið gildi og plötur með frum- sömdu efni, en það getur verið gaman af þeim engu að síður. Patti hefur alltaf tekið lög eftir aðra í bland við sín eigin og hún gerir það vel. Útgáfan hennar af Them-laginu Gloria er til dæmis ein af bestu ábreiðum sögunn- ar að mati sérfræðinga tímarits- ins Wire sem tók ábreiður fyrir nýlega. Lögin á Twelve eru mis- vel heppnuð, en heildarsvip- ur plötunnar er nokkuð sterkur. Patti hefur aldrei sungið betur og það er unun að hlusta á gítarleik Lenny Kaye. Útgáfan af Smells Like Teen Spirit er mjög flott. Lagið er róað niður og útsetningin er í hálfgerð- um hillbillí-stíl með banjó og fiðl- um. Are You Experienced, Soul Kitchen og Changing Of The Gu- ards eru líka öll flott, en slakasta lagið er sennilega Everybody Wants To Rule The World sem Patti breytir ekki neitt. Popparinn Justin Timberlake vill draga sig í hlé frá sviðsljósinu og semja kántrílög í ró og næði. Justin er frá Tennessee þar sem kántríið er í hávegum haft og vill hann kanna þessar kántrírætur sínar betur. „Ég hef fengið minn skerf af sviðsljósinu. Mér finnst ég ekki þurfa mikið á því að halda núna. Mig langar að semja kántrílög, vegna þess að ég ólst upp við þau í Tennessee. Ég vil samt líka vera áfram í hip hoppinu,“ sagði Justin, sem er 26 ára. Justin gaf á síðasta ári út sína aðra sólóplötu, Fut- uresex/Lovesounds, auk þess sem hann talaði inn á teiknimyndina Shrek the Third. Einnig lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, Alpha Dog, og var á svipuð- um tíma orðaður við leikkonurnar Scarlett Johans- son og Jessicu Biel. „Stundum finnst mér eins og eina leiðin fyrir mig til að tjá allar mínar hliðar sé í gegnum mismunandi fólk. Ef ég á að semja lög fyrir sjálfan mig verð ég tvímælalaust að hlaða batteríin á nýjan leik,“ sagði hann. Justin vill semja kántrílög Live Forever með Oasis hefur verið kjör- ið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðv- arinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana. Næstu lög á listanum voru Common People með Pulp, There Is a Light That Never Goes Out með The Smiths og Don´t Look Back into The Sun með The Liberti- nes. Tvö önnur lög eftir Morrissey og Pete Doherty, fyrrum liðsmenn The Smiths og The Libertines, komust á listann. Time Fore Heroes með The Libertines lenti í sjötta sæti og How Soon is Now? með The Smiths í því sjöunda. Í níunda sæti voru The Strokes með slagarann Last Nite og í næsta sæti á eftir voru The Artic Monkeys með I Bet You Look Good on the Dancefloor. Aðrar hljómsveitir sem komust á topp 50 listann voru Joy Division, Babyshambles, Arcade Fire, Manic Street Preachers, The Killers, Blur og Pixies með lagið Monkey Gone to Heaven. Oasis númer eitt SMSLEIKUR NÝ R S ING STA R LEN DIR 3. MA Í SENDU SMS BTC STF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! AÐALVINNINGUR ER PS2 + ALLIR SINGSTAR LEIKIR + SINGSTAR KIT AUKAVINNINGAR ERU SINGSTAR POP HITS OG AÐRIR SINGSTARLEIKIR, DVD, PEPSI OG MARGT FLEIRA V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.